19. fundur 12. desember 2022 kl. 15:00 - 17:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Birgir Þór Haraldsson varamaður
    Aðalmaður: Ragnhildur Haraldsdóttir
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Edda Brynleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Friðrik Halldór Brynjólfsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson ritari
Dagskrá

1.Húnaver

2212002

Erindi er varðar Húnaver
Núverandi samningur rennur út um áramót. Rætt var bæði um sölu og/eða leigu. Byggðarráð vísar erindinu til Atvinnu- og menningarmálanefnd til áframhaldandi vinnu.

2.Styrkur til framhaldsskólanema

2212005

Reglur og framkvæmd
Sveitarstjóra falið að koma með uppfærðar reglur um námsstyrk til framhaldsskólanemanda.

3.Stjórn Hérðasbókasafns

2212004

Erindi er varðar stjórn Héraðsbókasafns
Rætt var um starfsemi bókasafna Húnabyggðar og sveitarsjóra falið að ræða við forstöðumann Héraðsbókasafnsins.

4.Fastar greiðslur til áheyrnarfulltrúa

2212003

Fastar greiðslur til áheyrnarfulltrúa
Lagt er til að áheyrnarfulltrúar fái greiddan fastan kostnað fyrir setu í byggðarráði.

5.Reglur Húnabyggðar um framlög til stjórnmálasamtaka er bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga

2212006

Reglur Húnabyggðar um framlög til stjórnmálasamtaka er bjóða
fram til sveitarstjórnarkosninga
Drög að reglum lagðar fram, endanlegar reglur verði kláraðar fyrir næsta fund byggðarráðs. Vísað til fjárhagsáætlunar 2023.

6.Fjárhagsáætlun 2023

2208010

Vinna við fjárhagsáætlun 2023
Lokayfirferð á fjárhagsáætlunargerð 2023. Friðrik Halldór Brynjólfsson skrifstofu - og fjármálastjóri og Jón Ari Stefánsson frá KPMG mættu á fundinn undir þessum lið. Að lokinni kynningu og umræðum um fjárhagsáætlun 2023 þá samþykkir byggðarráð framlagða fjárhagsáætlun samhljóða og vísar henni til seinni umræðu og staðfestingar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?