Dagskrá
1.Húnaver
2212002
Erindi er varðar Húnaver
Núverandi samningur rennur út um áramót. Rætt var bæði um sölu og/eða leigu. Byggðarráð vísar erindinu til Atvinnu- og menningarmálanefnd til áframhaldandi vinnu.
2.Styrkur til framhaldsskólanema
2212005
Reglur og framkvæmd
Sveitarstjóra falið að koma með uppfærðar reglur um námsstyrk til framhaldsskólanemanda.
3.Stjórn Hérðasbókasafns
2212004
Erindi er varðar stjórn Héraðsbókasafns
Rætt var um starfsemi bókasafna Húnabyggðar og sveitarsjóra falið að ræða við forstöðumann Héraðsbókasafnsins.
4.Fastar greiðslur til áheyrnarfulltrúa
2212003
Fastar greiðslur til áheyrnarfulltrúa
Lagt er til að áheyrnarfulltrúar fái greiddan fastan kostnað fyrir setu í byggðarráði.
5.Reglur Húnabyggðar um framlög til stjórnmálasamtaka er bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga
2212006
Reglur Húnabyggðar um framlög til stjórnmálasamtaka er bjóða
fram til sveitarstjórnarkosninga
fram til sveitarstjórnarkosninga
Drög að reglum lagðar fram, endanlegar reglur verði kláraðar fyrir næsta fund byggðarráðs. Vísað til fjárhagsáætlunar 2023.
6.Fjárhagsáætlun 2023
2208010
Vinna við fjárhagsáætlun 2023
Lokayfirferð á fjárhagsáætlunargerð 2023. Friðrik Halldór Brynjólfsson skrifstofu - og fjármálastjóri og Jón Ari Stefánsson frá KPMG mættu á fundinn undir þessum lið. Að lokinni kynningu og umræðum um fjárhagsáætlun 2023 þá samþykkir byggðarráð framlagða fjárhagsáætlun samhljóða og vísar henni til seinni umræðu og staðfestingar í sveitarstjórn.
Fundi slitið - kl. 17:30.