Dagskrá
1.Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra - Samstarfssamningur
2211049
Erindi frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra er varðar mögulegan samstarfssamning.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
2.Byggðasamlag um félags- og skólaþjónustu - Samantekt um fjárfestingar og lán
2211048
Samantekt fjárfestinga og lán. Uppslýsingar frá Alexöndru Jóhannesdóttur fyrir hönd Byggðasamlags um Félags- og skólaþjónustu.
Lagt fram til kynningar.
3.Blöndubyggð - Kauptilboð
2211047
Erindi frá Domus fasteingasölu er varðar kauptilboð í Blöndubyggð 1
Borist hafa tvo kauptilboð í eignina. Byggðarráð hafnar tilboðunum.
4.Foreldrafélag leikskóla Húnabyggðar - Bréf
2211051
Erindi frá Elvari Inga Jóhannessyni fyrir hönd foreldrafélags leikskóla Húnabyggðar er varðar öryggi.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið, byggðarráð hefur þegar tekið málið upp og vill ítreka að málið er forgangsmál. Jafnframt verði þrýst á Vegagerðina um vegrið á ákveðnum kafla.
5.Grunnskóli Húnabyggðar - Nýtt nafn skólans
2211050
Erindi frá Þórhöllu Guðbjartsdóttur skólastjóra Grunnskóla Húnabyggðar er varðar nýtt nafn skólans.
Byggðarráð samþykkir tillögu skólaráðs og leggur til við sveitarstjórn um að nýtt nafn skólans verði Húnaskóli.
6.Húnabyggð - Breyting á aðalskipulagi
2211052
Breyting á aðalskipulagi
Vinna við nýtt aðalskipulag er vísað til fjárhagsáætlunar 2023.
7.Fjárhagsáætlun 2023
2208010
Vinna við fjárhagsáætlun
Vinna við fjárhagsáætlun 2023.
Fundi slitið - kl. 17:00.