Dagskrá
1.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 22
2008001F
Fundargerð 22. fundar Landbúnaðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 81. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 22 Lögð var fram fjárhagsáætlun og drög að gangnaseðli. Einingarverð verður 400 kr. og dagsverkið 14.000 kr. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir afgangi upp á 193.613 kr. Gengið verður Langadalsfjall og Geitaskarð síðustu helgina í ágúst. Fyrri göngur í Tröllabotna og Laxárdal verða fyrstu helgina í september. Seinni göngur í Tröllabotna verða 12. september en seinni göngur í Laxárdal verða 19.september. Verður þá smalað samhliða fé og stóði. Viðbúið er að taka þurfi tillit til sóttvarna við gangna- og réttastörf og mun það skýrast betur þegar nær dregur.
2.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 23
2008002F
Fundargerð 23. fundar Landbúnaðarnefnar lögð fram til staðfestingar á 81. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 23 Farið var yfir leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna Covid-19 sem gefnar hafa verið út af Embætti landlæknis, Landssamtökum sauðfjárbænda, Bændasamtökum Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.
Ákveðið að hafa þátttökulista í réttir á vegum sveitarfélagsins, þær sem ætla má að gætu farið yfir 100 manns. Ekki verður skipulögð dagskrá í tengslum við stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt eins og verið hefur. Þeir sem ekki eiga fjárvon í réttum og ekki eru að aðstoða við réttarstörf eru vinsamlegast beðnir að mæta ekki til rétta. Sveitar- og fjallskilastjóra falið að útfæra nánar tilhögun sóttvarna í göngum og réttum og kynna það með fréttatilkynningu.
3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 169
2008003F
Fundargerð 169. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 81. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 3.4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 169 Byggðaráð felur sveitarstjóra að athuga með möguleika varðandi gjaldtöku fyrir rafhleðslustöð hjá Íþróttamiðstöð
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 169 Vísað til fjárhagsáætlunar og frekari skoðunar
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 169 Vísað til fjárhagsáætlunar og frekari skoðunar
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 169 Byggðaráð samþykkir ársreikninginn fyrir árið 2019 og fundargerðir lagðar fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs staðfest í sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 169
4.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 19
2008004F
Fundargerð 19. fundar Menningar- tómstunda og íþróttanefnar lögð fram til staðfestingar á 81. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 19 Nefndin fór yfir fundargerð Ungmennaráðs Blönduósbæjar frá 27.maí s.l.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 19 Nefndin telur að sú skipting sem að sett er upp í Ungmennaráði Blönduósbæjar uppfylli þau skilyrði sem að sett eru fram af Umboðsmanni barna um aldursskiptingu. Ungmennaráðið er samsett af fimm fulltrúum og er skiptingin eftirfarandi. Þrír fulltrúar og tveir til vara komi úr 8. til 10.bekk í Blönduskóla. Tveir fulltrúar og tveir til vara á aldrinum 16 til 25 ára. Nefndin telur mikilvægt að halda þessari aldursskiptingu til þess að ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára hafi sína rödd í samfélaginu í gegnum Ungmennaráðið.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 19 Nefndin tekur afar jákvætt í erindið og vill leggja áherslu á að Folfvelli verði komið upp innan Blönduósbæjar á næstu árum. Nefndin leggur til að Byggðaráð hafi uppsetningu vallarins í huga við fjárhagsáætlunargerð 2021.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 19 Miklar umræður og vangaveltur sköpuðust innan nefndarinnar um verðandi Menningar,- íþrótta og tómstundafulltrúa Blönduósbæjar. Umsagnarfrestur rann út þann 20.ágúst s.l. Nefndin felur formanni að koma athugasemdum áfram til sveitarstjóra
5.Byggðaráð Blönduósbæjar - 170
2009003F
Fundargerð 170. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 81. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 170 Umræður voru um fyrirliggjandi samningsdrög við Nýjatún ehf. um nýjar íbúðir við Sunnubraut 13-17. Lagðar voru fram breytingartillögur. Fullnaðarafgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn fór ítarlega yfir samningsdrög við Nýjatún ehf. um nýjar íbúðir við Sunnubraut 13-17.
Málið þarfnast frekari vinnslu og er sveitarstjóra falið að vinna áfram að samningsdrögum í samræmi við umræður á fundinum.
Fundi slitið - kl. 19:20.
Samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.