Dagskrá
1.Göngur og réttir 2020
2008001
Göngur og réttir 2020
Lögð var fram fjárhagsáætlun og drög að gangnaseðli. Einingarverð verður 400 kr. og dagsverkið 14.000 kr. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir afgangi upp á 193.613 kr. Gengið verður Langadalsfjall og Geitaskarð síðustu helgina í ágúst. Fyrri göngur í Tröllabotna og Laxárdal verða fyrstu helgina í september. Seinni göngur í Tröllabotna verða 12. september en seinni göngur í Laxárdal verða 19.september. Verður þá smalað samhliða fé og stóði. Viðbúið er að taka þurfi tillit til sóttvarna við gangna- og réttastörf og mun það skýrast betur þegar nær dregur.
Fundi slitið - kl. 10:25.