Dagskrá
1.Menningar,- tómstundar, og íþróttanefnd - Almenn nefndarstörf
2008012
Almenn nefndarstörf
Nefndin fór yfir fundargerð Ungmennaráðs Blönduósbæjar frá 27.maí s.l.
2.Umboðsmaður barna - ungmennaráð
2008011
Erindi frá Umboðsmanni barna er varðar ungmennaráð
Nefndin telur að sú skipting sem að sett er upp í Ungmennaráði Blönduósbæjar uppfylli þau skilyrði sem að sett eru fram af Umboðsmanni barna um aldursskiptingu. Ungmennaráðið er samsett af fimm fulltrúum og er skiptingin eftirfarandi. Þrír fulltrúar og tveir til vara komi úr 8. til 10.bekk í Blönduskóla. Tveir fulltrúar og tveir til vara á aldrinum 16 til 25 ára. Nefndin telur mikilvægt að halda þessari aldursskiptingu til þess að ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára hafi sína rödd í samfélaginu í gegnum Ungmennaráðið.
3.Íslenska frisbígolfsambandið
2006009
Erindi frá Íslenska frisbígolfsambandinu
Nefndin tekur afar jákvætt í erindið og vill leggja áherslu á að Folfvelli verði komið upp innan Blönduósbæjar á næstu árum. Nefndin leggur til að Byggðaráð hafi uppsetningu vallarins í huga við fjárhagsáætlunargerð 2021.
4.Menningar-,íþrótta- og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar
2008010
Miklar umræður og vangaveltur sköpuðust innan nefndarinnar um verðandi Menningar,- íþrótta og tómstundafulltrúa Blönduósbæjar. Umsagnarfrestur rann út þann 20.ágúst s.l. Nefndin felur formanni að koma athugasemdum áfram til sveitarstjóra
Fundi slitið - kl. 17:20.