67. fundur 14. maí 2019 kl. 17:00 - 19:10 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson 1. varaforseti
  • Hjálmar Björn Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir varamaður
  • Agnar Logi Eiríksson varamaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá
Við upphaf fundar óskaði Sigurgeir Þór Jónasson, varaforseti um að 1 máli verði bætt á dagskrá og verður það mál númer 9.

Samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

1.Ársreikningur Blönduósbæjar 2018

1905003

Ársreikningur Blönduósbæjar 2018 tekinn til fyrri umræðu. Forseti bauð Arnar Árnason, endurskoðanda frá KPMG, endurskoðanda Blönduósbæjar velkominn á fundinn. Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar sat fundinn. Arnar fór yfir ársreikninginn og útskýrði helstu liði hans. Helstu tölur úr ársreikningi eru þessar:

Rekstartekjur námu 1.071 milljónum króna en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir tekjum upp á 1.035 milljónum króna.

Rekstargjöld voru 965 milljónir króna, fjármagnsgjöld voru 49,6 milljónir króna og niðurstaða úr rekstri er afkoma A og B hluta neikvæð sem nemur 850 þúsund krónum en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir jákvæðri afkomu sem nam 1 milljón króna.

Eigið fé Blönduósbæjar í árslok 2018 nam 764 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi.

Skuldir og skuldbindingar: 131,4%
Skuldaviðmið skv. reglugerð: 119%

Arnar Árnason og Sigrún Hauksdóttir véku af fundi kl. 18:10

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 136

1904002F

Fundargerð 136. fundar Byggðaráðs lögð fram til kynningar á 67. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 137

1904006F

Fundargerð 137. fundar Byggðaráðs lögð fram til kynningar á 67. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  • 3.1 1903005 Framkvæmdir 2019
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 137 Ágúst Þór Bragason mætti undir þessum lið og fór yfir stöðu framkvæmda og undirbúning þeirra.

  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 137 Valdimar og Ágúst gerðu grein fyrir fundi sem þeir áttu með fulltrúum vegagerðarinnar á Akureyri föstudaginn 12. apríl sl. Farið var yfir helstu framkvæmdir á svæðinu þ.m.t framkvæmdir við brú yfir Blöndu, verktími er áætlaður frá byrjun júlí til 15. október 2019.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 137 Farið var yfir innsend gögn, teikningar og drög að samningi og er Valdimar og Ágústi falið að hefja undirbúning og úttekt á núverandi stöðu.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 137 Lagt fram til kynningar.
    Ágúst Þór vék af fundi kl. 17:00
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 137 Í ljósi svarbréfs ráðuneytisins frá 25. mars 2019 felur Byggðaráð Stefáni Ólafssyni að undirbúa eignarnám í samræmi við framangreindan úrskurð Umhverfis- og Auðlindaráðuneytisins.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 137 Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, fór yfir stöðu mála varðandi móttöku flóttafólks. 15. maí n.k., munu koma 3 fjölskyldur flóttafólks til Blönduóss, samtals 15 manns og síðan ein 6m fjölskylda u.þ.b. mánuði síðar, eða samtals 21 aðilar og þar af eru 13 börn frá 3 - 15 ára. Búið er að útvega húsnæði fyrir allar fjölskyldur ásamt húsnæði fyrir verkefnastjóra.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 137 Valdimar gerði grein fyrir fundi sínum með fulltrúum Markaðsstofu Norðurlands 11. apríl sl. þar sem m.a. var kynnt opnun á verkefninu Arctic Coast Way sem verður formlega opnuð á degi hafsins 8. júní 2019. Á þessum degi mun Textílsetur Íslands vera með lista og vísindasmiðjur í tilefni degi hafsins. Einnig er hvatt til annarra viðburða á þessum degi.
  • 3.8 1904022 Styrkumsókn
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 137 Byggðaráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari upplýsingum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 137 Byggðaráð samþykkir að verða við erindinu eins og fyrri ár.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 138

1905003F

Fundargerð 138. fundar Byggðaráðs lögð fram til kynningar á 67. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 4.1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 138 Farið var yfir tilboð sem bárust og samþykkt var að ganga til viðræðna við lægstbjóðendur í eftirtalda liði samkvæmt útboði:
    Húsherji uppsteypa og fleira 70.711.852
    N1 píparinn með pípulagnir 9.935.260
    Tengill ehf með raflagnir 555.940

    Lagt fram yfirlit um stöðu verksins og fyrirliggjandi liði sem mögulega liggja fyrir á þessu ári
    Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 5 atkvæðum. (ABF, HBG, BÁ, GTH, ALE)

    Guðmundur Haukur Jakobsson og Sigurgeir Þór Jónasson tóku ekki þátt í afgreiðslunni vegna tengsla.

5.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 56

1905001F

Fundargerð 67. fundar Skipulags-, umhverfis, og umferðarnefndar lögð fram til kynningar á 67. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 5.1, 5.2 og 5.5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 56 Nefndin samþykkir byggingaráformin, með fyrirvara um grendarkynningu. Grendarkynningin nær til lóðar að Ægisbraut 4. Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 56 Nefndin samþykkir byggingaráformin Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 56 Engar athugasemdir bárust frá eigendum að Hnjúkabyggð 27.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 56 ZAL vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar vegna skyldleika. Erindinu frestað, skipulagsfulltrúa falið að ræða nánar við lóðarhafa.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 56 Erindinu er hafnað þar sem nefndin telur að staðsetning byggingarinnar, miðað við fyrirliggjandi gögn, hafi of mikil áhrif á útsýni frá nærliggjandi fasteignum.

    Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.

6.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 15

1904005F

Fundargerð 15. fundar Menningar-, tomstunda-, og íþróttnefndar lögð fram til kynningar á 67. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  • 6.1 1809018 Almenn málefni
    Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 15 Húnavaka: Nefndin fagnar ráðningu nýs viðburðarstjórnanda Húnavöku og er mjög spennt að sjá hátíðina í nýjum búning. Með nýjum aðila koma breyttar áherslur og spennandi nýjungar sem gaman verður að sjá. Nefndin vill leggja áherslu á að vel sé staðið að hátíðinni og að framkvæmd hennar sé með besta móti, sérstaklega í ljósi þess að Blönduósbær hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið og því er um að gera að nýta þann meðbyr. Bæjarbúar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í hátíðinni og leggja hönd á plóg við að viðhalda þessari skemmtilegu hefð okkar.
  • 6.2 1904020 Landsmót 50+
    Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 15 Nefndin telur jákvætt að USAH sæki um að vera mótshaldari fyrir Landsmót 50 sumarið 2021. Nefndin felur sveitarstjóra að skoða málið nánar og kann áhuga hjá USAH um mótshald.
  • 6.3 1904021 Sumargaman
    Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 15 Nefndin vill leggja mikla áherslu á að vel sé staðið að Sumargamani fyrir börn Blönduósbæjar. Mikilvægt er að hafa gott og fjölbreytt skipulag til að höfða til sem flestra og að börnin hafi gagn og gaman af. Nefndin sendir frekari tillögur og ábendingar um Sumargamanið til viðeigandi aðila til umfjöllunar. Einnig er nefndin reiðubúin til að vinna með þeim aðila sem að mun sjá um skipulagningu Sumargamansins.
    Nefndin vill leggja til að það verði sérstakur umsjónarmaður með Sumargamaninu.
    Að breyting verði gerð á þeim aldri sem geti tekið þátt í Sumargamaninu og að hópurinn verði tvískiptur. Yngri hópurinn sé elsti hópur í leikskóla og upp í 2.bekk og eldri hópurinn sé 3. til 6.bekkur.
    Sum námskeið gætu verið örnámskeið ? vika í senn ? fá aðila í samfélaginu til að sinna námskeiðum.
    Sum námskeið gætu þess vegna verið með fjöldatakmarkanir.
    Kassabílasmíði fyrir kassabílarallý á Húnavöku
    Hjólanámskeið
    Útivistarnámskeið - tálgun
    Veiðinámskeið - eldri hópur
    Skólagarðar
    Fjall og fjara - vika
    Íþrótta- og leikjanámskeið
    Matreiðsla
    Vinaarmbönd
    Kofasmíði
    Golf
    Listanámskeið
    Yoga
    Frjálsar
    Körfubolti
    Bókun fundar Birna Ágústsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
    Legg til að leitað sé leiða til að koma á frístundaakstri fyrir börn í dreifbýli til að þau geti tekið þátt í frístundastarfi sveitarfélagsins með sama hætti og önnur börn innan sveitarfélagsins.

    Sveitarstjórn tekur undir mikilvægi þess að öll börn búsett í sveitarfélaginu hafi jafnan aðgang að Sumargamani.
  • 6.4 1811002 Ungmennaráð
    Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 15 Nefndin er tilbúin með Samþykktir fyrir Ungmennaráð Blönduósbæjar og vill stefna að því að ráðið fari á laggirnar í haust. Samþykktir fyrir Ungmennaráð Blönduósbæjar voru samþykktar samhljóða.

7.Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 16

1904003F

Fundargerð 16. fundar Jafnréttisnefndar lögð fram til kynningar á 67. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 16 Jafnréttisnefnd vann að kynningu á jafnréttisáætlun vegna fundar með fulltrúum Jafnréttisstofu, aðal- og varamönnum sveitarstjórnar, formönnum fastanefnda, skólastjórnendum, forstöðumanni íþróttamiðstöðvar og yfirmanni tæknideildar.

    Fundurinn verður haldinn á Eyvindarstofu mánudaginn 15. apríl.

8.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 18

1904004F

Fundargerð 18. fundar Landbúnaðarnefndar lögð fram til kynningar á 67. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  • 8.1 1508003 Refaveiðar
    Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 18 Vignir Björnsson og Þórður Pálsson mættu á fundinn undir þessum lið. Rætt var um samning um refaveiði í sveitarfélaginu sem gerður var á síðasta ári við Vigni Björnsson. Sá samningur verður áfram í gildi. Launahluti hans hækkar skv. launavísitölu. Þórður þurfti að víkja af fundi kl. 16:00.

9.Minnisblað um sparkvöllinn

1905009

Fyrir fundinum lá minnisblað frá Tæknideild Blönduósbæjar um sparkvöll við Blönduskóla.

Fyrir lá mismunandi kostnaður við útskipti á kurli á vellinum, með nýju litlausu kurli eða sandi.

Sveitarstjórn óskar eftir ítarlegri greiningu frá tæknideild fyrir næsta sveitarstjórnarfund um ástand vallarins og kostnað við framkvæmdir.

Fundi slitið - kl. 19:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?