15. fundur 30. apríl 2019 kl. 16:00 - 17:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
  • Svanur Ingi Björnsson varaformaður
  • Rannveig Rós Bjarnadóttir aðalmaður
  • Steinunn Hulda Magnúsdóttir aðalmaður
  • Heimir Hrafn Garðarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
Dagskrá

1.Almenn málefni

1809018

Húnavaka: Nefndin fagnar ráðningu nýs viðburðarstjórnanda Húnavöku og er mjög spennt að sjá hátíðina í nýjum búning. Með nýjum aðila koma breyttar áherslur og spennandi nýjungar sem gaman verður að sjá. Nefndin vill leggja áherslu á að vel sé staðið að hátíðinni og að framkvæmd hennar sé með besta móti, sérstaklega í ljósi þess að Blönduósbær hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið og því er um að gera að nýta þann meðbyr. Bæjarbúar eru hvattir til þess að taka virkan þátt í hátíðinni og leggja hönd á plóg við að viðhalda þessari skemmtilegu hefð okkar.

2.Landsmót 50+

1904020

Nefndin telur jákvætt að USAH sæki um að vera mótshaldari fyrir Landsmót 50 sumarið 2021. Nefndin felur sveitarstjóra að skoða málið nánar og kann áhuga hjá USAH um mótshald.

3.Sumargaman

1904021

Nefndin vill leggja mikla áherslu á að vel sé staðið að Sumargamani fyrir börn Blönduósbæjar. Mikilvægt er að hafa gott og fjölbreytt skipulag til að höfða til sem flestra og að börnin hafi gagn og gaman af. Nefndin sendir frekari tillögur og ábendingar um Sumargamanið til viðeigandi aðila til umfjöllunar. Einnig er nefndin reiðubúin til að vinna með þeim aðila sem að mun sjá um skipulagningu Sumargamansins.
Nefndin vill leggja til að það verði sérstakur umsjónarmaður með Sumargamaninu.
Að breyting verði gerð á þeim aldri sem geti tekið þátt í Sumargamaninu og að hópurinn verði tvískiptur. Yngri hópurinn sé elsti hópur í leikskóla og upp í 2.bekk og eldri hópurinn sé 3. til 6.bekkur.
Sum námskeið gætu verið örnámskeið ? vika í senn ? fá aðila í samfélaginu til að sinna námskeiðum.
Sum námskeið gætu þess vegna verið með fjöldatakmarkanir.
Kassabílasmíði fyrir kassabílarallý á Húnavöku
Hjólanámskeið
Útivistarnámskeið - tálgun
Veiðinámskeið - eldri hópur
Skólagarðar
Fjall og fjara - vika
Íþrótta- og leikjanámskeið
Matreiðsla
Vinaarmbönd
Kofasmíði
Golf
Listanámskeið
Yoga
Frjálsar
Körfubolti

4.Ungmennaráð

1811002

Nefndin er tilbúin með Samþykktir fyrir Ungmennaráð Blönduósbæjar og vill stefna að því að ráðið fari á laggirnar í haust. Samþykktir fyrir Ungmennaráð Blönduósbæjar voru samþykktar samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?