Dagskrá
1.Smárabraut 19-25 Umsókn um lóð
1904005
Hrafnshóll ehf kt. 540217-1300, sækir um lóð að Smárabraut 19-25 fyrir raðhús á einni hæð.
Umræddri lóð hefur verið formlega skilað inn af fyrri lóðarhafa. Byggðaráð samþykkir því að veita vilyrði fyrir lóðinni til 6 vikna eða þar til fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.
2.Smárabraut 18 og 20 Umsókn um lóð
1904007
Hrafnshóll ehf kt. 540217-1300, sækir um lóð að Smárabraut 18 og 20 fyrir raðhús á einni hæð.
Umræddri lóð hefur verið formlega skilað inn af fyrri lóðarhafa. Byggðaráð samþykkir því að veita vilyrði fyrir lóðinni til 6 vikna eða þar til fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.
3.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - akstursþjónuta fyrir fatlað fólk 2019
1904003
Um síðastliðin áramótin tók í gildi ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018. Í B-hluta 14. greinar reglugerðarinnar, sem fjallar um útgjaldajöfnunarframlög sjóðsins, kemur inn nýtt viðmið sem ætlað er að koma til móts við kostnað vegna akstursþjónustu fatlaðs fólks úr dreifbýli.
Lagt fram til kynningar.
4.Erindi frá Þór Jakobssyni
1904004
Erindi frá Þór Jakobssyni varðandi Þórsstofu í Kvennaskólanum, kort og skjöl og Hafíssetrið á Blönduósi. Óskar Þór eftir góðri samvinnu við sveitarstjórn á næstu mánuðum varðandi umskipti þessi og flutning Þórsstofu til Odda á Rangárvöllum, korta og skjala til Fögrubrekku í Hrútafirði og Hafíssetursins til Borgarness.
Byggðaráð samþykkir að afhenda Þórstofu með viðeigandi gögnum til flutnings en hafnar að Hafíssetrið verði tekið niður eða flutt að svo stöddu. Á næstu vikum verða þróaðar hugmyndur um mögulega opnun Hafísseturs í sumar.
5.Brunabót - styrktarsjóður EBÍ 2019
1904006
Styrktarsjóður EBÍ var stofnaður árið 1996 og er tilgangur sjóðsins að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum,fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að skoða mögulega umsókn fyrir apríl lok með vísan til fyrri úthlutunar 2014.
6.Eftirlitsnefnd fjármálum sveitarfélaga - Almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019
1904008
Í sveitarstjórnarlögum er fjallað um hlutverk eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Í 79. gr. laganna segir að nefndin skuli fylgjast með fjármálum þ.m.t. reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélga, og bera þau saman við viðmiðanir samkvæmt lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim. Jafnframt segir að eftirlitsnefndin skuli hafa almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur.
Sveitarstjóra falið svara erindinu með viðeigandi hætti.
7.Minjastofnun - styrkúthlutun 2019 - Hillebrandtshús
1904009
Minjastofnun Íslands þakkar umsókn um styrk úr húsafriðunarsjóði vegna Hillebrandtshús. Ákveðið hefur verið að veita styrk að upphæð 700.000,- til verkþáttarins: Tjörgun að utan og kíttun glugga.
Lagt fram til kynningar.
8.Minjastofnun - styrkúthlutun 2019 - Gamla KH útibúið
1904010
Minjastofnun Íslands þakkar umsókn um styrk úr húsafriðunarsjóði vegna Gamla KH útibús. Ákveðið hefur verið að veita styrk að upphæð kr. 350.000,- til verkþáttarins: Viðgerð á ytra borði.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:40.