Dagskrá
1.Húnabraut 33 - Umsókn um byggingarleyfi
1905001
Umsókn frá Ámundakinn ehf. um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar og endurbóta á húsasamstæðu. Meðfylgjandi eru uppdrættir unnir af Stoð ehf. verkfræðistofu, gerðir af Magnúsi Ingvarssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 775506 dagsettir 30. apríl 2019. Númer aðaluppdrátta er A100-A105
Nefndin samþykkir byggingaráformin, með fyrirvara um grendarkynningu. Grendarkynningin nær til lóðar að Ægisbraut 4.
2.Norðurlandsvegur 4 - Umsókn um byggingarleyfi
1905002
Umsókn frá Ámundakinn ehf. um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar endurbóta á húsasamstæðu á lóðinni. Umsókn þessi nær til breytinga á bakhluta hússins og flóttaleiðar frá efri hæðar á matsölustað. Meðfylgjandi eru uppdrættir unnir af Stoð ehf. verkfræðistofu, gerðir af Magnúsi Ingvarssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 724048 dagsettir 26. apríl 2019. Númer aðaluppdrátta er A100-A103
Nefndin samþykkir byggingaráformin
3.Hnjúkabyggð 29. Umsókn um byggingarleyfi
1901017
Niðurstaða grendarkynningar
Engar athugasemdir bárust frá eigendum að Hnjúkabyggð 27.
4.Brautarhvammur breyting á skipulagi
1802001
Tekið fyrir að nýju frá 38 fundi nefndarinnar þann 7. febrúar 2018. Þar sem fórst fyrir að auglýsa breytinguna. Blanda ehf. óskar eftir stækkun á byggingarreit nr. 45 í 4 áfanga í Brautarhvammi. Reiturinn verði 9x13 metrar í stað 7x8 metrar. Byggingarreiturinn er of lítill fyrir þau byggingaráform sem áætluð eru á reitnum.
ZAL vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar vegna skyldleika. Erindinu frestað, skipulagsfulltrúa falið að ræða nánar við lóðarhafa.
5.Brimslóð 10c, hugmyndir af byggingum
1710013
Málið var áður tekið fyrir hjá nefndinni 14. febrúar 2018. Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála tók fyrri afgreiðslu nefdarinnar fyrir föstudaginn 5. apríl 2019.
Umsókn frá Brimslóð ehf. vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Umsóknin er í 3 liðum.
A. Umsókn um niðurrif geymslu að Brimslóð 10C, fastanúmer 213-7305.
B. Umsókn um stækkun lóðar að Brimslóð 10a og 10c skv. meðfylgjandi teikningu.
C. Umsókn um byggingarleyfi fyrir hús á lóð Brimslóðar 10c. Um er að ræða byggingu sem mun hýsa 5 herbergja gistihús. Flatamál 146,4 fm.
Með umsókninni fylgja teikningar unnar hjá Stoð ehf. verkfræðistofu, af Atla G. Arnórssyni. Nr uppdrátta eru T-100, T-101, T-102 og T-103, dagsett 30.01.2018
Umsókn frá Brimslóð ehf. vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Umsóknin er í 3 liðum.
A. Umsókn um niðurrif geymslu að Brimslóð 10C, fastanúmer 213-7305.
B. Umsókn um stækkun lóðar að Brimslóð 10a og 10c skv. meðfylgjandi teikningu.
C. Umsókn um byggingarleyfi fyrir hús á lóð Brimslóðar 10c. Um er að ræða byggingu sem mun hýsa 5 herbergja gistihús. Flatamál 146,4 fm.
Með umsókninni fylgja teikningar unnar hjá Stoð ehf. verkfræðistofu, af Atla G. Arnórssyni. Nr uppdrátta eru T-100, T-101, T-102 og T-103, dagsett 30.01.2018
Erindinu er hafnað þar sem nefndin telur að staðsetning byggingarinnar, miðað við fyrirliggjandi gögn, hafi of mikil áhrif á útsýni frá nærliggjandi fasteignum.
Fundi slitið - kl. 17:25.