28. fundur 11. október 2016 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson forseti
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
  • Valdimar Guðmannsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórður Pálsson ritari
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson ritari
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 69

1609004F

Fundargerð 69. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 1,1 og 1.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 69 „Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Þorláks Sveinssonar, kt. 1804724449, Efri Mýrum, 541 Blönduósi f.h. Efri Mýrarbúið ehf, kt. 491293-2779, um leyfi til að reka gististað í flokki I að Efri Mýrum 541 Blönduósi
    Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn.“
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar byggðaráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 11. október 2016 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 69 Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur móttekið ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2015. Samkvæmt rekstrarreikningi árið 2015 er niðurstaða A-hluta neikvæð um 38,9 m.kr. og fyrir A-og B- hluta neikvæð um 34,0 m.kr. Litið til jafnvægisreglu sveitarstjórnarlaga er samanlögð rekstrarniðustaða ársins 2015 og fjárhagsáætlana áranna 2016 og 2017 jákvæð. Jafnframt er skuldaviðmið sveitarfélagsins innan við 150% skuldareglu sveitarstjórnarlaga en samkvæmt ársreikningi 2015 er það 128%.

    Þrátt fyrir að sveitarfélagið standist jafnvægisreglu og skuldareglu sveitarstjórnarlaga telur eftirlitsnefndin rétt að óska eftir nánari upplýsingum um fjármálin og fyrirætlan sveitarstjórnar í samræmi við ákvæði 79. gr. sveitarstjórnarlaga um heildarmat á fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins.

    Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 69 Vinnuferli við fjárhagsáætlun 2016 lögð fram.

    Lagt fram til kynningar.
  • 1.4 1609007 Byggðastefna
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 69 Umræður voru um ýmsa þætti byggðastefnu. Rætt var um að sveitarstjóri myndi leggja fram eftirfarandi tillögur:

    Styrkingu atvinnulífs
    Bættar samgöngur
    Skattaívilnanir
    Lækkun flutningskostnaðar
    Fjölbreytt framboð menntunar í heimabyggð
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar byggðaráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 11. október 2016 með 7 atkvæðum.
  • 1.5 1506021 Önnur mál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 69 Engin önnur mál

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 70

1610001F

Fundargerð 70. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 2.1 og 2.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 70 Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017.

    Sveitarstjóra falið að senda inn umsókn f.h. Blönduósbæjar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 70 Undir þessu lið mætti Sigrún Hauksdóttir aðalbókari Blönduósbæjar og í síma Jens P. Jensen, fyrrverandi aðalabókari Blönduósbæjar.

    Í bréfi Eftirlitsnefndar frá 2. september sl. var óskað eftir gerð útkomuspá vegna ársins 2016.

    Lögð er fram fyrir fundinn útkomuspá 2016 sem og viðauki nr.2 við fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2016. Viðauki 2 byggir á samþykktum byggðarráðs og sveitarstjórnar tímabilið 12. janúar til 31. ágúst 2016.

    Gerð er tillaga að leiðréttingum á áætlun launaliða og öðrum rekstrarliðum.

    Hækkunum er mætt með áætlun um auknar útsvarstekjur og framlögum frá Jöfnunarsjóði.

    Helstu tillögur að breytingum:
    Launaáætlun hækka um 14,6 m.kr.
    Annar rekstrakostnaður lækkar um 14,9 m.kr.
    Aðrar tekjur lækka um 17,7 m.kr.
    Framlög Jöfnunarsjóðs hækka um 11 m.kr.
    Útsvar hækkar um 10 m.kr.

    Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2016 og vísar viðauka 2 til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar. Jafnframt samþykkir byggðaráð útkomuspá vegna rekstrarársins 2016. Hörður Ríkharðsson situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.

    Hörður Ríkharðsson leggur fram eftirfarandi bókun: "Viðauki þessi og útkomuspá byggir ekki á rekstri sveitarfélagsins í heild og gefur takmarkaða mynd af raunverulegri stöðu."


    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar byggðaráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 11. október 2016 með 5 atkvæðum Oddný og Hörður sitja hjá.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 70 Jens P. Jensen hefur látið af störfum af eigin frumkvæði. Byggðaráð þakkar Jens P. Jensen vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.

    Sveitarstjóri kynnti tímabundna ráðningu á Sigrúnu Hauksdóttur.

    Byggðaráð bíður Sigrúnu Hauksdóttur velkomna til starfa.
  • 2.4 1610001 Framkvæmdir 2017
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 70 Ágúst Þór Bragason mætti undir þessu lið.

    Umræður urðu um framkvæmdir næsta árs.

  • 2.5 1506021 Önnur mál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 70 Engin önnur mál.

3.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 25

1609005F

Fundargerð 25. fundar Skipulags-, umhverfis - og umferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 3.1, 3.2, 3.3, 3.4, 3.5 og 3.6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.Hörður Ríkarðsson víkur af fundi undir 3.1 og 3,2.



  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 25 Skipulags- umhverfis- umferðarnefnd samþykkir aðalskipulagstillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar að lokinni samþykkt sveitarstjórnar, þ.e. málsmeðferð skv. 3. mg. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var borin upp og samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 11. október 2016 með 6 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 25 Skipulags- umhverfis- umferðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og að lokinni samþykkt sveitarstjórnar verði málsmeðferð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsa skal deiliskipulagstillöguna samhliða breytingu á aðalskipulagi. Tillaga borin upp og samþykkt samhljóða Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 11. október 2016 með 6 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 25 Skipulags- umhverfis- umferðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og að lokinni samþykkt sveitarstjórnar verði málsmeðferð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsa skal deiliskipulagstillöguna samhliða breytingu á aðalskipulagi. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 11. október 2016 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 25 Nefndin samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 11. október 2016 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 25 Yngvi Þór Loftsson frá Landmótun sat fundin undir þessum lið. Rætt var um hvaða vinna væri framundan í undirbúningi verkefnisins. Minjastofnun mun halda fund með ábyrgðarmönnum verkefna sem hafa fengið styrk þar sem farið verður yfir lög og reglur og rætt um verklag við vinnuna. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 11. október 2016 með 6 atkvæðum,ZAL situr hjá.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 25 Nefndin samþykkir útlitsbreytinguna. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 11. október 2016 með 5 atkvæðum,HR situr hjá og ZAL tók ekki þátt.

4.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum.

5.Kjörskrá vegna alþingiskostninga 29. október 2016.

1610009

Kjörskrá vegna alþingiskosninga 29. Október 2016.

Fyrir fundinum liggur kjörskrárstofn í Blönduósbæ vegna alþingiskosninga þann 29. Október 2016. Kjörskrárstofn byggir á íbúaskrá þjóðskrár þ.e. eru skráðir með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag ( 29. September 2016). Sveitarstjórn yfirfór kjörskrárstofninn. Á kjörskrá eru alls 622 einstaklingar.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá og leggja hana fram á skrifstofu sveitarfélagsins til kynningar. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 29.Október nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Afgreiðsla: staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 11. Október 2016 með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?