69. fundur 14. september 2016 kl. 17:00 - 18:10 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson ritari
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Sýslumaðurinn á NV - umsögn vegna leyfis - Efri mýrar

1609004

„Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Þorláks Sveinssonar, kt. 1804724449, Efri Mýrum, 541 Blönduósi f.h. Efri Mýrarbúið ehf, kt. 491293-2779, um leyfi til að reka gististað í flokki I að Efri Mýrum 541 Blönduósi

Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn.“

2.Ársreikningur 2015 - Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga

1609005

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur móttekið ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2015. Samkvæmt rekstrarreikningi árið 2015 er niðurstaða A-hluta neikvæð um 38,9 m.kr. og fyrir A-og B- hluta neikvæð um 34,0 m.kr. Litið til jafnvægisreglu sveitarstjórnarlaga er samanlögð rekstrarniðustaða ársins 2015 og fjárhagsáætlana áranna 2016 og 2017 jákvæð. Jafnframt er skuldaviðmið sveitarfélagsins innan við 150% skuldareglu sveitarstjórnarlaga en samkvæmt ársreikningi 2015 er það 128%.



Þrátt fyrir að sveitarfélagið standist jafnvægisreglu og skuldareglu sveitarstjórnarlaga telur eftirlitsnefndin rétt að óska eftir nánari upplýsingum um fjármálin og fyrirætlan sveitarstjórnar í samræmi við ákvæði 79. gr. sveitarstjórnarlaga um heildarmat á fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins.



Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

3.Vinnuferli við fjárhagsáætlun 2016

1510016

Vinnuferli við fjárhagsáætlun 2016 lögð fram.



Lagt fram til kynningar.

4.Byggðastefna

1609007

Umræður voru um ýmsa þætti byggðastefnu. Rætt var um að sveitarstjóri myndi leggja fram eftirfarandi tillögur:



Styrkingu atvinnulífs

Bættar samgöngur

Skattaívilnanir

Lækkun flutningskostnaðar

Fjölbreytt framboð menntunar í heimabyggð

5.Önnur mál

1506021

Engin önnur mál

Fundi slitið - kl. 18:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?