25. fundur 28. september 2016 kl. 17:00 - 17:00 á fundarstað 1
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Brynja Birgisdóttir aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir varamaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Starfsmenn
  • Jón Jóhannsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason F.h. formanns
Dagskrá

1.Æfinga- og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss - Breyting á aðalskipulagi.

1510002

Kynningarfundur í Félagsheimilinu á Blönduósi.

Afgreiðsla í framhaldi af kynningarfundi.
Skipulags- umhverfis- umferðarnefnd samþykkir aðalskipulagstillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til athugunar að lokinni samþykkt sveitarstjórnar, þ.e. málsmeðferð skv. 3. mg. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var borin upp og samþykkt samhljóða.

2.Skotæfingasvæði á Blönduósi - Deiliskipulag

1609001

Kynningarfundur í Félagsheimilinu á Blönduósi.

Afgreiðsla í framhaldi af kynningarfundi.
Skipulags- umhverfis- umferðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og að lokinni samþykkt sveitarstjórnar verði málsmeðferð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsa skal deiliskipulagstillöguna samhliða breytingu á aðalskipulagi. Tillaga borin upp og samþykkt samhljóða

3.Brautarhvammur og gönguleið í Hrútey - Breyting á deiliskipulagi.

1603014

Kynningarfundur í Félagsheimilinu á Blönduósi.

Afgreiðsla í framhaldi af kynningarfundi.
Skipulags- umhverfis- umferðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og að lokinni samþykkt sveitarstjórnar verði málsmeðferð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsa skal deiliskipulagstillöguna samhliða breytingu á aðalskipulagi. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

4.Reykháfur við Reykhús - Umsókn um byggingarleyfi

1609019

Erindi frá SAH- Afurðum, umsókn um byggingarleyfi til að byggja rúmlega 16 m háan reykháf við reykhús á Ægisbraut 4, landnúmer 145134. Umsókninni fyrlgir aðaluppdráttur og burðarvirkisteikning af reykháfnum gerð hjá STOÐ verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni, teikningar nr. A-100 og B-101 í verki nr. 723916, dags. 7. og 27.09.2016.
Nefndin samþykkir byggingaráformin fyrir sitt leyti.

5.Verndarsvæði í byggð - Gamli bærinn á Blönduósi.

1511029

Blönduósbær hefur fengið úthlutað styrk úr húsfriðunarsjóði 2016. Verndarsvæði í byggð - Gamli bærinn á Blönduósi innan Blöndu. Upphæðin er kr. 4.715.000,-. Sjá meðfylgjandi bréf dags.14.09.2016.
Yngvi Þór Loftsson frá Landmótun sat fundin undir þessum lið. Rætt var um hvaða vinna væri framundan í undirbúningi verkefnisins. Minjastofnun mun halda fund með ábyrgðarmönnum verkefna sem hafa fengið styrk þar sem farið verður yfir lög og reglur og rætt um verklag við vinnuna.

6.Urðarbraut 22 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd

1609026

Erindi frá Zohoníasi Ara Lárussyni um tilkynnta framkvæmd við útlitsbreytingu á húsinu að Urðarbraut 22. Umsókninni fylgir teikning gerð af Stefáni Árnasyni, byggingarfræðingi í verki númer 2016-42 dagsett 23.9.2016.
Nefndin samþykkir útlitsbreytinguna.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?