70. fundur 04. október 2016 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Byggðakvóti 2016/2017

1609016

Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017.



Sveitarstjóra falið að senda inn umsókn f.h. Blönduósbæjar.

2.EFS - Ársreikningur 2015

1609011

Undir þessu lið mætti Sigrún Hauksdóttir aðalbókari Blönduósbæjar og í síma Jens P. Jensen, fyrrverandi aðalabókari Blönduósbæjar.



Í bréfi Eftirlitsnefndar frá 2. september sl. var óskað eftir gerð útkomuspá vegna ársins 2016.



Lögð er fram fyrir fundinn útkomuspá 2016 sem og viðauki nr.2 við fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2016. Viðauki 2 byggir á samþykktum byggðarráðs og sveitarstjórnar tímabilið 12. janúar til 31. ágúst 2016.



Gerð er tillaga að leiðréttingum á áætlun launaliða og öðrum rekstrarliðum.



Hækkunum er mætt með áætlun um auknar útsvarstekjur og framlögum frá Jöfnunarsjóði.



Helstu tillögur að breytingum:

Launaáætlun hækka um 14,6 m.kr.

Annar rekstrakostnaður lækkar um 14,9 m.kr.

Aðrar tekjur lækka um 17,7 m.kr.

Framlög Jöfnunarsjóðs hækka um 11 m.kr.

Útsvar hækkar um 10 m.kr.



Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2016 og vísar viðauka 2 til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar. Jafnframt samþykkir byggðaráð útkomuspá vegna rekstrarársins 2016. Hörður Ríkharðsson situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.



Hörður Ríkharðsson leggur fram eftirfarandi bókun: "Viðauki þessi og útkomuspá byggir ekki á rekstri sveitarfélagsins í heild og gefur takmarkaða mynd af raunverulegri stöðu."





3.Ráðning aðalbókara

1610002

Jens P. Jensen hefur látið af störfum af eigin frumkvæði. Byggðaráð þakkar Jens P. Jensen vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.



Sveitarstjóri kynnti tímabundna ráðningu á Sigrúnu Hauksdóttur.



Byggðaráð bíður Sigrúnu Hauksdóttur velkomna til starfa.

4.Framkvæmdir 2017

1610001

Ágúst Þór Bragason mætti undir þessu lið.



Umræður urðu um framkvæmdir næsta árs.



5.Önnur mál

1506021

Engin önnur mál.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?