Dagskrá
1.Byggðasamlög
2211010
Umræða um slit á byggðasamlögum (BMA, FSÞ og TS) og skilgreining á stjórnarfólki í slitastjórnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir því að ná samkomulagi um slit á byggðasamlagi um Félags- og skólaþjónustu við önnur sveitarfélög byggðasamlagsins. Sveitafélagið óskar eftir því að framangreint samkomulag sveitarfélaganna liggi fyrir ekki síðar en 1. desember 2022.
Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum, einn sat hjá (JG) að óska eftir því að ná samkomulagi um slit á byggðasamlagi um Tónlistarskóla við önnur sveitarfélög byggðasamlagsins. Sveitafélagið óskar eftir því að framangreint samkomulag sveitarfélaganna liggi fyrir ekki síðar en 1. desember 2022.
Sveitarstjórn telur mikilvægt að gott samstarf ríkji milli sveitarfélaganna í þeim málaflokkum sem byggðasamlögin snerta og að meðferð slitanna hafi ekki neikvæð áhrif á þjónustu við skjólstæðinga né starfsöryggi starfsmanna.
Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum, einn sat hjá (JG) að óska eftir því að ná samkomulagi um slit á byggðasamlagi um Tónlistarskóla við önnur sveitarfélög byggðasamlagsins. Sveitafélagið óskar eftir því að framangreint samkomulag sveitarfélaganna liggi fyrir ekki síðar en 1. desember 2022.
Sveitarstjórn telur mikilvægt að gott samstarf ríkji milli sveitarfélaganna í þeim málaflokkum sem byggðasamlögin snerta og að meðferð slitanna hafi ekki neikvæð áhrif á þjónustu við skjólstæðinga né starfsöryggi starfsmanna.
2.Staða fjármála
2211011
Umræða um stöðu sameiningarvinnu o.fl.
Sveitastjóri fór yfir stöðu mála í sameiningu rekstrar- og efnahagsreikninga sameinaðs sveitarfélags sem er langt komið.
3.Erindisbréf
2211009
Yfirferð yfir athugasemdir fastanefnda (hlutverk, vinnulag, greiðslur (fastur kostnaður, starfsmenn).
Athugasemdir nefnda voru kynntar í fundagögnum og er afgreiðslu frestað þangað til að lokatillögur liggja fyrir.
4.Fasteignagjöld
2211014
Umræða um nálgun fyrir fjárhagsáætlun o.fl.
Ákvörðunum um þetta málefni er vísað til gerð fjárhagsáætlunnar.
5.Sorpmál
2211012
Svæðisskýrsla, stefnumótun og framtíðarsýn fyrir þennan málaflokk.
Sveitarstjórn ákveður að halda fund með SSNV varðandi svæðisáætlun um sorpmál á Norðulandi 22. eða 23. nóvember. Sveitarstjórn beinir því jafnframt til umhverfisnefndar að hún hefji vinnu við stefnumótun þessa málaflokks.
6.2. umræða um breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Húnabyggðar
2211013
Gerðabækur.
Tekið fyrir öðru sinni og er upphafleg tillaga samþykkt samhljóða um að nefndir, ráð og stjórnir sveitarfélagsins skuli rita fundagerðir.
7.Byggðaráð Húnabyggðar - 9
2210003F
Fundargerð 9. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 12 þafnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 9 Umræða varð um flokkun sorps en byggðaráð felur sveitarstjóra að vera fulltrúa sveitarfélagsins í undirbúningshópi ásamt því að fá fulltrúa úr umhverfisnefnd sveitarfélagsins til samstarfs. Upplýsa byggðaráð þegar liggur fyrir.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 9 Sveitarstjóri fór yfir undirbúning fráveitaframkvæmda vestan Blöndu, og ósakaði eftir heimild til þess að láta gera frumkostnaðaráætlun um þessa framkvæmd.
Byggðaráð samþykkir að láta gera kostnaðaráætlun og síðan ákveða framhaldið. -
Byggðaráð Húnabyggðar - 9 Rætt var um stöðu á núverandi námum í sveitarfélaginu, eftirlit með þeim og hvernig þær myndu nýtast best. Byggðaráð vísar málinu til umsagnar Umhverfisnefndar ásamt Skipulags- og byggingarnefndar.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 9 Farið var yfir mögulegar útfærslur á skoðanakönnun meðal íbúa eins og sveitarstjórn ályktaði um á síðasta fundi. Byggðaráð samþykkir að fram fari íbúakosning í nóvember, þar sem allir íbúa geti takið þátt, og verður nánari útfærsla auglýst síðar.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 9 Rætt var um fyrirliggjandi þarfir á umbótum á aðgengismálum hreyfihamlaðra,og hvaða styrki væri mögulegt að fá á móti kostnaði. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram,kanna með kostnað og leggja fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 9 Umræður urðum um stuðning við Flugklasann Air66N, og var endanlegri ákvörðun vísað til fjárhagsáætlunarvinnu 2023.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 9 Byggðaráð tekur vel í erindið og vísar endanlegri ákvörðun til vinnu við fjárhagsáætlunarvinnu 2023.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 9 Sveitarstjóri fór yfir mögulega kynningarfundi á fram komnum hugmyndum á uppbyggingu og fyrirliggjandi fjárfestingu í gamla bæjarhlutanum á Blönduósi. Þar verði einnig kallað eftir hugmyndum vegna vinnu við deiliskipulag sem nú er í lokavinnslu.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 9 Farið var yfir stöður þessara mála, sem verða skoðuð frekar á milli funda.
Byggðaráð leggur áherslu á að málefnum fasteigna Húnavalla verði þokað áfram. -
Byggðaráð Húnabyggðar - 9 Sveitarstjóri lagði til að Friðrik Halldór, Magnús Sigurjónsson ásamt honum myndu hitta fulltrúa þeirra félagasamtaka sem hafa verið með fasta samninga við sveitarfélögin. Málið verður lagt fyrir byggðaráð í tengslum við fjárhagsáætlun 2023.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 9 Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu starfsmannamála. Auglýst hefur verið eftir byggingafulltrúa og eru fleiri breytingar í farvatninu sem verða kynntar síðar.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 9 Við sameiningu sveitarfélaganna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, var ákveðið að Brunavarnir Austur-Húnvetninga myndu renna inn í hið nýja sveitarfélag Húnabyggð.
Við samrunann þá koma í ljós gamlar stöður á viðskiptamannareikningi BAH, sem allar eru löngu fyrndar. Óskað er eftir að þessar stöður verði færðar út úr bókhaldi BAH.
Byggðaráð Húnabyggðar samþykkir að afskrifa ofangreindar kröfur sem eru samtals að upphæð: 3.045.454-kr., samkvæmt fyrirliggjandi yfirliti frá Aðalbókara Húnabyggðar. Bókun fundar Samþykkt samhljóða. -
Byggðaráð Húnabyggðar - 9 Farið yfir stöðu mála er varðar félagaheimili í sveitarfélaginu, hlutverk þeirra og ástand. Taka þarf stefnumarkandi ákvörðun um þessi mál til lengri framtíðar.
Málið verður áfram til skoðunnar. -
Byggðaráð Húnabyggðar - 9 Boðaðir hafa verið aðalfundir í báðum þessum félögum í næstu viku.
Byggðaráð Húnabyggðar veitir Pétri Arasyni sveitarstjóra umboð til þess að fara með atkvæði sveitarfélagsins á báðum fundunum.
8.Byggðaráð Húnabyggðar - 10
2211001F
Fundargerð 10. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2,3 og 7 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 10 Það er ekki fullkomið samhengi í því hvernig borgað er fyrir nefndarstörf starfsmanna sveitafélagsins og sveitastjóra er falið að koma með tillögu að nálgun sem er eins fyrir alla. Eins þarf að yfirfara greiðslur til nefndamanna hvað varðar fastar greiðslur. Bókun fundar Sveitastjóra falið að koma með tillögur að samræmdum reglum er varðar greiðslur til áheyrnafulltrúa fastanefnda og föstum greiðslum til áheyrnarfulltrúa byggðarráðs.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 10 Búið er að halda aðalfund í Fasteignafélagi Húnabyggðar (áður Fasteignafélag Húnavatnshrepps), þar sem kosin var ný stjórn og nýr framkvæmdastjóri settur til starfa.
Lagt er til að sveitarfélagið gangi frá kaupum á Húnabraut 5 sem fyrst og að lögð verði áhersla á að hæðin á Hnjúkabyggð 33 verði seld sem fyrst.
Bókun fundar Sveitastjórn samþykkir samhljóða kaup á Húnabraut 5 með fyrirvara um að kaupsamningur fasteignar á Hnjúkabyggð 33 liggi fyrir. -
Byggðaráð Húnabyggðar - 10 Kynntar voru niðurstöður útboðs þar sem komu inn tvö tilboð frá Hafurð og Trésmiðjunni Stíganda. Lægsta tilboðið var frá Hafurð en það var 108% af kostnaðaráætlun og var því tilboði tekið og eru framkvæmdir þegar hafnar. Bókun fundar Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 13.820.205kr. og lægsta tilboð sem var frá Hafurð ehf. var 108% af kostnaðaráætlun og staðfestir sveitastjórn ákvörðun byggðarráðs.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 10 Vinna við sameiningu efnahagsreikninga sveitafélaganna stendur enn yfir og líkur á næstu vikum.
Fyrsta greiðsla frá Jöfnunarsjóði vegna sameiningar sveitafélaganna upp á 60.000.000.kr. hefur borist og seinni greiðslan kemur í desember.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 10 Sveitastjóri falið að skoða öll erindisbréf saman með formönnum nefnda og samræma texta um hvernig hlutir eru gerðir. Fastanefndirnar tryggi að hlutverk þeirra sé skýrt.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 10 Kalla þarf á fund í landbúnaðarnefnd og sameina reglur um refaveiðar.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 10 Lagt er til að sveitastjórn taki tilbaka þá ákvörðun um að skipa stjórn yfir Brunavarnir. Bókun fundar Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða
9.Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 3
2211002F
Fundargerð 3. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 3 Rætt var um félagsheimili í eigu sveitafélagsins og nauðsyn þess að marka stefnu um framtíð þessara húsa. Ákveðið var að hefja samtal við þá hagsmunaaðila sem nota Húnaver og Dalsmynni og heyra þeirra sjónarmið. Einng var ákveðið að gera greinagóða samantekt á kostnaði sveitafélagsins við félagsheimilin þrjú og einnig hvaða framkvæmdir eru þegar ákveðnar og/eða liggja fyrir. Að sama skapi að útbúa einfaldar viðskiptaáætlanir fyrir húsin þ.e. að átta sig á því hvaða tekjur þessi hús geti búið til. Ákveðið að halda næsta fund nefndarinnar í Húnaveri og skoða þær framkvæmdir sem þar eru í leiðinni.
Athuga þarf hvaða hlutverki fyrrverandi hússtjórnir gegni í nýju sveitafélagi og hvort ekki þurfi að skipa nýja stjórn yfir húsin.
-
Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 3 Búið er verið að funda með söluaðila salernis sem setja á upp við Þrístapa. Það eru ýmis atriði er varðar rekstur og viðhald salernisins sem ekki eru ljós. Nefndin mun skoða hvort að hægt sé að færa salernið frá Þrístöpum í Ólafslund. Þetta tengis hugmynd um að sjá svæðið í stærra samhengi þ.e. Þrístapar, Skólahúsið og Ólafslundur.
-
Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 3 Nefndin vísar til sveitastjórnar að snjómokstur og umferðaöryggi eigi ekki heima í nefndinni. Snjómokstur og umferðaöryggi ættu að vera í skipulagsnefnd.
-
Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 3 Hugmyndir kynntar um að skoða uppbyggingu græns iðngarðs við eða í tengslum við Stekkjavík. Umræður og hugmyndavinna á frumstigi og þetta verður kynnt betur þegar búið er að safna saman meiri upplýsingum.
-
Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 3
10.Fræðslunefnd Húnabyggðar - 6
2210005F
Fundargerð 10. fundar Fræðslunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2 þarf sérstaka afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 6 Þórunn Ragnarsdóttir leikskólastjóri fór yfir stöðu mála. Leikskólinn er nú fullmannaður. Nefndin lýsir ánægju sinni með stöðuna og þakkar leikskólastjórnendum fyrir þeirra störf. Þórunn fór yfir þau viðhaldsverkefni sem nú standa yfir og þörf er á. Umræður um ýmis mál, m.a snjómokstur og hálkuvarnir. Umræður um heimasíðu leikskólans. Fræðslunefnd telur æskilegt að hún verði tengd nýrri heimasíðu sveitarfélagsins sem nú er í vinnslu og brýnir að hraða þurfi þeirri vinnu.
-
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 6 Eftirfarandi breytingar eru lagðar til:
Í lok 3. gr. bætist við:
Börn sem eru frá leikskóla meira en 4 vikur samfellt vegna
veikinda greiða ekki dvalargjald á meðan veikindum stendur.
4.gr.
Gjald fyrir hluta úr klukkustund skal ávallt miðast við hverjar 15 mínútur úr klst.
5.gr.
Gjaldskrá þessi gildir frá 1. des. 2022.
Breytingar samþykktar samhljóða af Fræðslunefnd.
Fræðslunefnd beinir því til sveitarstjórnar að samræma greiðslufyrirkomulag milli starfsstöðva leikskóla. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingartillögur við grein 3, 4 og 5 er varðar gjaldskrá leikskóla Húnabyggðar eins og fræðslunefnd leggur til.
Sveitastjórn vísar til sveitastjóra að ákveða sameiginlegar reglur er varðar hvenær leikskólagjöld eru greidd. -
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 6 Þórhalla, Anna Margret og Kristín Jóna mættu á fundinn klukkan 17:30.
Þórhalla skólastjóri greindi frá fundi sínum með Þórunni leikskólastjóra og eiganda Himinn Sól ehf. sem sér um mötuneytisþjónustu í leik- og grunnskóla á Blönduósi.
Miklar umræður urðu undir þessum lið. Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn að marka stefnu um framtíðarskipulag mötuneytisþjónustu þar sem lögð er áhersla á gæði, uppruna og meðhöndlun hráefnis ásamt lýðheilsu- og umhverfissjónarmiðum. Stefnumótun þessi þarf að endurspeglast í fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins fyrir árið 2023.
Þórunn, Ragnheiður og Lára Dagný véku af fundi 18:15 Bókun fundar Sveitastjórn tekur undir mikilvægi þess að lýðheilsusjónarmið ráði för í mötuneytismálum leik- og grunnskóla og felur byggðaráði að móta skýra framtíðarsýn í fjárhagsáætlun um framtíðarskipulag þessara mála. -
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 6 Þórhalla fór yfir fjölda verkefna og viðburða sem eru hafin eða í undirbúningi. M.a stofnun forvarnarteymis á Norðurlandi vestra, starfamessa í FNV, skólaheimsóknir á Akureyri, fyrirhugað skólaþing um stefnumótun fyrir grunnskóla Húnabyggðar o.fl.
Skólastjóri fór yfir húsnæðismál grunnskólans.
Skólastjóri greindi frá þeirri vinnu við nýtt nafn á skólann. Skólaráð hefur fundað og upplýsti skólastjóri fræðslunefnd frá tillögum ráðsins og næstu skref.
Fulltrúi foreldrafélags spurði skólastjórnendur um fjáraflanir og viðburðastarf. Stefnt er að hefja undirbúning þessa á fyrirhuguðu skólaþingi.
Þórhalla, Anna Margret, Kristín Jóna og Sigurður véku af fundi klukkan 18:50. -
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 6 Nefndin fór yfir drög að erindisbréfi og felur formanni að koma athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn.
-
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 6
11.Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 3
2210004F
Fundargerð 3. fundar Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 3 Grímur Rúnar Lárusson og Steinunn Hulda Magnúsdóttir véku af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar. Grímur Rúnar Lárusson gerði það að tillögu sinni að Agnar Logi Eiríksson tæki við stjórn fundarins í fjarveru sinni. Tillagan samþykkt með fimm atkvæðum samhljóða.
Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri aðalstjórnar Umf. Hvatar kynnti skýrslu félagsins um framtíðarsýn á uppbyggingu og endurbótum íþróttamannvirkja.
Umræður urðu um skýrsluna við lok kynningar. Að lokinni umræðu bar Agnar Logi Eiríksson upp þá tillögu að vísa skýrslunni til byggðaráðs vegna fjárhagsáætlunargerðar 2023. Samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.
Grímur Rúnar Lárusson tók aftur við stjórn fundarins að lokinni afgreiðslu þessa liðar.
Lee Ann Maginnis vék af fundinum að lokinni afgreiðslu þessa liðar. -
Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 3 Hafrún Ýr Halldórsdóttir, formaður hestamannafélags Neista, kynnti skýrslu félagsins um framtíðarsýn á uppbyggingu og endurbótum íþróttamannvirkja.
Umræður urðu um skýrsluna við lok kynningar. Að lokinni umræðu bar Grímur Rúnar Lárusson upp þá tillögu að vísa skýrslunni til byggðaráðs vegna fjárhagsáætlunargerðar 2023. Samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.
Hafrún Ýr Halldórsdóttir vék af fundinum að lokinni afgreiðslu þessa liðar.
-
Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 3 Eyþór Franzon Wechner, formaður Golfklúbbsins Ós kynnti skýrslu félagsins um framtíðarsýn á uppbyggingu og endurbótum íþróttamannvirkja.
Umræður urðu um skýrsluna við lok kynningar. Að lokinni umræðu bar Grímur Rúnar Lárusson upp þá tillögu að vísa skýrslunni til byggðaráðs vegna fjárhagsáætlunargerðar 2023. Samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.
Eyþór Franzon Wechner vék af fundinum að lokinni afgreiðslu þessa liðar.
-
Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 3 Jón Kristjánsson, formaður skotfélagsins Markviss, kynnti skýrslu félagsins um framtíðarsýn á uppbyggingu og endurbótum íþróttamannvirkja.
Umræður urðu um skýrsluna við lok kynningar. Að lokinni umræðu bar Grímur Rúnar Lárusson upp þá tillögu að vísa skýrslunni til byggðaráðs vegna fjárhagsáætlunargerðar 2023. Samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.
Jón Kristjánsson, formaður skotfélagsins Markviss, vék af fundinum að lokinni afgreiðslu þessa liðar. -
Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 3 Grímur Rúnar Lárusson kynnti hugmyndir um tómstundarútu í Húnabyggð til reynslu. Hugmyndin er sú að fram að áramótum yrði þrisvar sinnum boðið upp á rútu úr dreifbýli á viðburði í félagsmiðstöðinni Skjólinu. Dagsetningar yrðu kynntar síðar af menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins. Fyrir fundinum lágu tilboð frá tveimur aðilum í verkið vegna kostnaðarmats.
Töluverðar umræður urðu á fundinum um málið.
Grímur Rúnar Lárusson bar upp tillögu um að menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa verði falið að vinna málið áfram í samstarfi við formann nefnarinnar. Samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða. -
Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 3 Grímur Rúnar Lárusson kynnti erindisbréf nefnarinnar.
Nefndin fór yfir drög að erindisbréfi nefnarinnar og felur formanni að koma athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn. -
Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 3 Engin önnur mál voru á dagskrá fundarins.
12.Skipulags- og bygginganefnd Húnabyggðar - 5. fundur
2211015
Fundargerð 5. fundar Skipulags- og bygginganefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1-7 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
Dagskrá:
1.
HB- umsókn um stofnun þjóðlendu, Hraunin. - 2210020
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun þjóðlendunnar Hraunin
2.
HB- umsókn um stofnun þjóðlendu, Forsæludalskvíslar. - 2210019
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun þjóðlendunnar Forsæludalskvíslar
3.
HB- umsókn um stofnun þjóðlendu, landsvæði sunnan Grímstunguheiðar. - 2210018
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun þjóðlendunnar Landsvæði sunnan
Grímstunguheiðar
4.
HB- umsókn um stofnun þjóðlendu, Lambatungur. - 2210017
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun þjóðlendunnar Lambatungur
5.
HB- umsókn um stofnun þjóðlendu, Austurheiði. - 2210016
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun þjóðlendunnar Austurheiði
6.
HB- Nautabú, umsókn um sameiningu landeigna og stofnun nýrrar lóðar. - 2210022
Samþykkt samhljóða
7.
HB - Norðurlandsvegur; deiliskipulag - 2210003
Samþykkt samhljóða
8.
HB - Blöndubyggð; umsókn um lóð - 2211001
9.
HB-Rarik-lóð fyrir dreifistöð - 2209004
10.
Fálkagerði 1; umsókn um stöðuleyfi - 2211002
Dagskrá:
1.
HB- umsókn um stofnun þjóðlendu, Hraunin. - 2210020
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun þjóðlendunnar Hraunin
2.
HB- umsókn um stofnun þjóðlendu, Forsæludalskvíslar. - 2210019
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun þjóðlendunnar Forsæludalskvíslar
3.
HB- umsókn um stofnun þjóðlendu, landsvæði sunnan Grímstunguheiðar. - 2210018
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun þjóðlendunnar Landsvæði sunnan
Grímstunguheiðar
4.
HB- umsókn um stofnun þjóðlendu, Lambatungur. - 2210017
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun þjóðlendunnar Lambatungur
5.
HB- umsókn um stofnun þjóðlendu, Austurheiði. - 2210016
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða stofnun þjóðlendunnar Austurheiði
6.
HB- Nautabú, umsókn um sameiningu landeigna og stofnun nýrrar lóðar. - 2210022
Samþykkt samhljóða
7.
HB - Norðurlandsvegur; deiliskipulag - 2210003
Samþykkt samhljóða
8.
HB - Blöndubyggð; umsókn um lóð - 2211001
9.
HB-Rarik-lóð fyrir dreifistöð - 2209004
10.
Fálkagerði 1; umsókn um stöðuleyfi - 2211002
13.Fundargerð stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún frá 7. nóvember 2022
2211026
Sveitarstjórn vill taka undir bókun fulltrúa Húnabyggðar í stjórn Byggðasamlags um Félags- og skólaþjónustu sem lögð var fram á fundi stjórnarinnar 7. nóvember sl. undir lið 6 í dagskrá - önnur mál.
Sveitastjóra falið að kalla eftir nánari stöðu framkvæmda hjá Byggðasamlagi um Félags- og skólaþjónustu.
Sveitastjóra falið að kalla eftir nánari stöðu framkvæmda hjá Byggðasamlagi um Félags- og skólaþjónustu.
Fundi slitið - kl. 19:30.
Samþykkt samhljóða