Dagskrá
1.Leikskóli Húnabyggðar
2209018
Staða leikskólamála: starfsmannamál og viðhaldsverkefni.
Þórunn Ragnarsdóttir leikskólastjóri fór yfir stöðu mála. Leikskólinn er nú fullmannaður. Nefndin lýsir ánægju sinni með stöðuna og þakkar leikskólastjórnendum fyrir þeirra störf. Þórunn fór yfir þau viðhaldsverkefni sem nú standa yfir og þörf er á. Umræður um ýmis mál, m.a snjómokstur og hálkuvarnir. Umræður um heimasíðu leikskólans. Fræðslunefnd telur æskilegt að hún verði tengd nýrri heimasíðu sveitarfélagsins sem nú er í vinnslu og brýnir að hraða þurfi þeirri vinnu.
2.Gjaldskrá leikskóla Húnabyggðar
2206039
Nánari útfærsla á gjaldskrá.
Eftirfarandi breytingar eru lagðar til:
Í lok 3. gr. bætist við:
Börn sem eru frá leikskóla meira en 4 vikur samfellt vegna
veikinda greiða ekki dvalargjald á meðan veikindum stendur.
4.gr.
Gjald fyrir hluta úr klukkustund skal ávallt miðast við hverjar 15 mínútur úr klst.
5.gr.
Gjaldskrá þessi gildir frá 1. des. 2022.
Breytingar samþykktar samhljóða af Fræðslunefnd.
Fræðslunefnd beinir því til sveitarstjórnar að samræma greiðslufyrirkomulag milli starfsstöðva leikskóla.
Í lok 3. gr. bætist við:
Börn sem eru frá leikskóla meira en 4 vikur samfellt vegna
veikinda greiða ekki dvalargjald á meðan veikindum stendur.
4.gr.
Gjald fyrir hluta úr klukkustund skal ávallt miðast við hverjar 15 mínútur úr klst.
5.gr.
Gjaldskrá þessi gildir frá 1. des. 2022.
Breytingar samþykktar samhljóða af Fræðslunefnd.
Fræðslunefnd beinir því til sveitarstjórnar að samræma greiðslufyrirkomulag milli starfsstöðva leikskóla.
3.Mötuneytisþjónusta á skólaárinu 2023 - 2024
2210037
Þórhalla, Anna Margret og Kristín Jóna mættu á fundinn klukkan 17:30.
Þórhalla skólastjóri greindi frá fundi sínum með Þórunni leikskólastjóra og eiganda Himinn Sól ehf. sem sér um mötuneytisþjónustu í leik- og grunnskóla á Blönduósi.
Miklar umræður urðu undir þessum lið. Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn að marka stefnu um framtíðarskipulag mötuneytisþjónustu þar sem lögð er áhersla á gæði, uppruna og meðhöndlun hráefnis ásamt lýðheilsu- og umhverfissjónarmiðum. Stefnumótun þessi þarf að endurspeglast í fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins fyrir árið 2023.
Þórunn, Ragnheiður og Lára Dagný véku af fundi 18:15
Þórhalla skólastjóri greindi frá fundi sínum með Þórunni leikskólastjóra og eiganda Himinn Sól ehf. sem sér um mötuneytisþjónustu í leik- og grunnskóla á Blönduósi.
Miklar umræður urðu undir þessum lið. Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórn að marka stefnu um framtíðarskipulag mötuneytisþjónustu þar sem lögð er áhersla á gæði, uppruna og meðhöndlun hráefnis ásamt lýðheilsu- og umhverfissjónarmiðum. Stefnumótun þessi þarf að endurspeglast í fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins fyrir árið 2023.
Þórunn, Ragnheiður og Lára Dagný véku af fundi 18:15
4.Grunnskóli Húnabyggðar
2210038
Kynning á ákveðnum verkefnum sem eru framundan.
Þórhalla fór yfir fjölda verkefna og viðburða sem eru hafin eða í undirbúningi. M.a stofnun forvarnarteymis á Norðurlandi vestra, starfamessa í FNV, skólaheimsóknir á Akureyri, fyrirhugað skólaþing um stefnumótun fyrir grunnskóla Húnabyggðar o.fl.
Skólastjóri fór yfir húsnæðismál grunnskólans.
Skólastjóri greindi frá þeirri vinnu við nýtt nafn á skólann. Skólaráð hefur fundað og upplýsti skólastjóri fræðslunefnd frá tillögum ráðsins og næstu skref.
Fulltrúi foreldrafélags spurði skólastjórnendur um fjáraflanir og viðburðastarf. Stefnt er að hefja undirbúning þessa á fyrirhuguðu skólaþingi.
Þórhalla, Anna Margret, Kristín Jóna og Sigurður véku af fundi klukkan 18:50.
Skólastjóri fór yfir húsnæðismál grunnskólans.
Skólastjóri greindi frá þeirri vinnu við nýtt nafn á skólann. Skólaráð hefur fundað og upplýsti skólastjóri fræðslunefnd frá tillögum ráðsins og næstu skref.
Fulltrúi foreldrafélags spurði skólastjórnendur um fjáraflanir og viðburðastarf. Stefnt er að hefja undirbúning þessa á fyrirhuguðu skólaþingi.
Þórhalla, Anna Margret, Kristín Jóna og Sigurður véku af fundi klukkan 18:50.
5.Erindisbréf fræðslunefndar Húnabyggðar
2210039
Nefndin fór yfir drög að erindisbréfi og felur formanni að koma athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn.
6.Önnur mál
2206034
Fundi slitið - kl. 19:20.