Dagskrá
1.Ársreikningur Blönduósbæjar 2021
2205017
Ársreiknngur Blönduósbæjar 2021 kynntur og tekinn til fyrri umræðu.
2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 213
2204006F
Fundargerð 213. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 107. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2.1 og 2.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 213 Byggðaráð fór yfir fyrirliggjandi kjörskrárstofn og þær leiðbeiningar sem bárust frá Þjóðskrá um "Leiðréttingu sveitarstjórnar á kjörskrá, sbr. 32.gr.kosningalaga."
Gerðar voru fjórar breytingar á kjörskárstofni, sem voru merktar með viðeigandi hætti. Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 213 Félags- og skólaþjónusta A-Hún., hefur yfirfarið og uppfært reglur og gjaldskrá fyrir heimaþjónustu. Byggðaráð samþykkir gjaldskrá fyrir heimaþjónustu, fyrir sitt leyti, og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar. Bókun fundar Reglur um gjaldskrá fyrir heimaþjónustu bornar upp og staðfestar af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 213 Sveitarstjóri greindi frá samskiptum sínum við forsvarsmenn gagnaversins að undanförnu, en nýlega voru í heimsókn nýjir viðskiptavinir að kynna sér aðstæður.
Nú er að hefjast framkvæmdir á nýrri byggingu sem er eins og sú síðasta u.þ.b. 1300 fm., og er 8 húsið sem byggt er á gagnaverssvæðinu, auk búnaðar fyrir móttöku gagna í gegnum gervihnetti sem er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
Þá hafa verið viðræður um mögulegan styrktarsamning við íþróttavöllinn á Blönduósi, en það mun verða kynnt nánar fyrir Menningar- íþrótta- og tómstundanefnd í næstu viku. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 213 Kynntar voru hugmyndir að fyrirhugaðri upplifunar-sýningu Finnboga Péturssonar í sumar í Gamla bænum á Blönduósi,en þær komu fram eftir vel heppnaða sýningu í Hrútey síðastliðir sumar. Óskað er eftir aðstöðu í Hildebrantshúsinu, og er verið að þróa útfærslu á sýningunni með Áslaugu Thorlacius og Finni Arnari sem hafa haldið ýmsa viðburði að Kleifum við góðar undirtektir. Byggðaráð samþykkir aðstöðu fyrir sýninguna, sem er áætluð að verði opin frá 2. júlí og til 14. ágúst n.k., og felur sveitarstjóra ásamt menningar- íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 213 Sveitarstjóri greindi frá samskiptum sínum við útgefendur bókarinnar um Bíbí, sem er hluti að rannsóknum um íslenska alþýðumenningu við Háskóla Íslands. Fyrirhuguð er frekari umfjöllun og heimsókn í byrjun júní, og mun sveitarstjóri vera tengiliður við fulltrúa háskólans.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 213 Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti, að fenginni jákvæðri umsögn frá embætti skipulags- og byggingafulltrúa.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 213 Lagt fram til kynningar en málið var tekið fyrir á 80. fundi Skipulags- umhverfis- og umferðanefndar Bönduósbæjar miðvikudaginn 4. maí s.l., og samþykkt.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 213 Á fundinum var kynnt skýrsla/úttekt sem verkfræðistofan Efla hefur unnið fyrir sveitarfélögin í Húnavatnssýslum. Í skýrslunni eru upplýsingar um verð og magn sem ekki er hægt að birta opinberlega að svo stöddu, vegna mögulegs útboðs, í framhaldinu.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 213 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 213 Byggðaráð staðfestir að Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 213 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 213 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 213 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 213 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 213 Lagt fram til kynningar.
3.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 80
2205001F
Fundargerð 80. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 107. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 3.1, 3.2, 3.3, 3.4, 3.5 og 3.6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 80 AMS vék af fundi undir þessum lið. ZAL og ALE gerðu grein fyrir hugsanlegu vanhæfi sínu sem borið var undir atkvæði nefndarinnar. Allir nefndarmenn telja að ZAL og ALE séu hæfir til að fjalla um málið.
Á fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar þann 23.03.2022 var lagt til við sveitarstjórn að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum skv. 2 málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar eru Norðurlandsvegur 2 og 4 ásamt Melabraut 1-25.
Athugasemdir bárust frá íbúum og eigendum Melabrautar 1 - 25, frá Húnabúð-Norðurlandsvegi 4 og eiganda Norðurlandsvegar 2.
Vegna fjölda athugasemda sem bárust á auglýstum tíma leggur nefndin til við sveitarstjórn að farið verður í deiliskipulagsvinnu fyrir Norðulandsveg 1 til 4 og Efstubrautar 1. Í þeirri vinnu verður tekið tillit til þeirra athugasemda sem komu fram í grenndarkynningunni.
Bókun fundar AMS vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Afgreiðsla Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar um að deiliskipuleggja svæðið staðfest af sveitarstjórn með 6 atkvæðum samhljóða. -
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 80 Zal vék af fundi undir þessum lið.
Á fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar þann 23.03.2022 var lagt til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum skv. 1 málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar eru Brimslóð 10b, 12 og 14, Aðalgata 6 og 8 og gamla kirkjan. Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma.
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar gerir ekki athugasemdir við útgáfu byggingarleyfis á húsnæði að Brimslóð 10C. Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða. -
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 80 Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd samþykkir gróðusetningu trjáa við völl félagsins í Kleifanámu með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar. Vinna skal verkið í samráði við tæknideild. Bókun fundar Afgreiðsla skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 80 Gerð er breyting á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 sem staðfest var þann 25.05.2012. Um er
að ræða breytingu á texta í greinargerð, kafla 4.1.1 Íbúðarsvæði. Tafla 4-2 Íbúðarsvæði í Blönduósbæ er leiðrétt er kemur að leyfilegum fjölda íbúða á svæðum A, B, C og D. Í töflunni er vísað í deiliskipulagsáætlanir sem aldrei tóku gildi og tillögu að deiliskipulagi sem aldrei var samþykkt. Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlögð gögn og heimilar auglýsingu á aðalskipulagsbreytingunni.
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa aðalskipulagsbreytingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum samhljóða að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. - 3.5 1810031 Tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Fjallabraut, Lækjarbraut og Holtabraut á Blönduósi.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 80 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða breytingar á aðalskipulagi Blönduós 2010-2030 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum samhljóða að auglýsa deiliskipulagstillöguna samhliða breytingum á aðalskipulagi Blönduóss 2010-2030 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 80 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir 25.5m² dæluhúsi fyrir hagsmunaaðilum skv. 1 málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Hagsmunaaðilar eru Flúðabakki 2.
Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum samhljóða að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum skv. 1 málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. -
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 80 Rætt var um umgengni og ásýnd lóða og opinna svæða í bænum. Nefndin hvetur íbúa, fyrirtæki og stofnanir til þess að huga að nærumhverfi sínu, til að gera ásýnd bæjarins betri. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir hvatningu Skipulags- umhverfis og umferðarnefndar.
4.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 41
2204005F
Fundargerð 41. fundar Fræðslunefndar lögð fram til staðfestingar á 107. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 41 Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri kynnti skóladagatal Blönduskóla fyrir næsta vetur.
Var skóladagatalið borið undir nefndina sem samþykkti það samhljóða. -
Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 41 Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri fór yfir skólastarfið og sagði frá því sem hefur verið gert í vetur. Eitt af því sem skólastjóri fór yfir var að boðið var upp á hafragraut í árshátíðarvikunni og gaf það góða raun. Fræðslunefnd hvetur til þess að boðið verði upp á hafragraut sem fastan lið í skólanum.
Jafnframt var rætt um skólamatseðla og lagði Rannveig Rós fram eftirfarandi bókun:
"Ég tel að matseðlagerð og samsetning skólamáltíða í grunnskóla og leikskóla sé verulega ábótavant. Eftir að hafa skoðað þá matseðla sem gefnir hafa verið út það sem af er þessu ári get ég ekki annað en lýst yfir vonbrigðum mínum með þann mat sem boðið er upp á. Það virðist vera sem unnin matvæli og pasta séu uppistaðan í óhóflegum fjölda máltíða, en slíkt gengur þvert gegn leiðbeiningum í handbók fyrir grunnskólamötuneyti frá embætti landlæknis og þeim viðmiðum sem eru viðhöfð í Heilsueflandi samfélag sem við höfum verið að vinna í að innleiða í sveitarfélaginu".
Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri, Lilja Árnadóttir, áheyrnafulltrúi kennara, og Finau Maliana Toutai, áheyrnafulltrúi foreldra véku af fundi.
Edda Brynleifsdóttir, leikskólastjóri, Kristín Birgisdóttir, leikskólakennari og Heiðbrá Kristjánsdóttir, áheyrnafulltrúi foreldra mættu undir lið 3, 4, 5 og 6. -
Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 41 Edda Brynleifsdóttir, leikskólastjóri fór yfir umbótaáætlun sem var gerð vegna Ytra mats sem Menntamálastofnun gerði fyrir leikskólann árið 2019. Búið er að skila umbótaáætlun inn til Menntamálastofnunnar og var hún samþykkt. Áfram verður unnið að umbótum eftir áætluninni.
-
Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 41 Edda Brynleifsdóttir, leikskólastjóri kynnti skóladagatal Barnabæjar fyrir næsta skólaár.
Var skóladagatalið borið undir nefndina sem samþykkti það samhljóða. -
Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 41 Farið var yfir húsnæðismál, húsnæði Barnabæjar er allt of lítið fyrir þann fjölda sem er þar í dag. Setja þarf í forgang að finna lausn á húsnæðismálum Barnabæjar sem fyrst. Fræðuslunefnd hvetur sveitarstjórn til að setja þetta mál í forgang.
-
Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 41 Edda Brynleifsdóttir, leikskólastjóri fór yfir starfsmannamál í leikskólanum.
Vegna stöðu í starfsmannamálum leikskólans hvetur fræðslunefnd sveitarstjórn til að beita sér fyrir því að bæta starfsumhverfi í leikskólanum til að laða að fleiri fagmenntaða starfsmenn og aðra starfsmenn.
Sigríður Helga Sigurðardóttir hefur látið af störfum. Sigríði þökkuð góð störf.
Edda Brynleifsdóttir mun starfa sem leikskólastjóri út maí. Kristín Birgisdóttir mun taka við keflinu sem leikskólastjóri fram að sumarfríi.
Jenný Lind Gunnarsdóttir mun leysa af sem aðstoðarleikskólastjóri fram að sumarfríi. Bókun fundar Sveitarstjórn þakkar Sigríði Helgu Sigurðardóttur fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
5.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 24
2205002F
Fundargerð 24. fundar Menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar lögð fram til staðfestingar á 107. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 24 Valdimar O Hermannsson, sveitarstjóri kom inn á fundinn og kynnti fyrir nefndinni drög að vallarsamningi sem hefur verið í vinnslu milli Blönduósbæjar og Borealis Data Center. Samningurinn verður unnin í samráði við hlutaðeigandi og lagður fram við nýja sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps í byrjun júní.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 24 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar kynnti fyrir nefndinni undirbúning fyrir Húnavöku sem að verður helgina 14. - 17. júlí 2022.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 24 Kristín Ingibjörg fór yfir undirbúning fyrir 17. júní hátíðina á Blönduósi.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 24 Kristín Ingibjörg fór yfir starfsemi og húsnæðismál Félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins. Félagsmiðstöðin flutti fyrir áramót úr húsnæði sínu yfir í húsnæðið við Húnabraut 5 vegna ófullnægjandi aðstæðna og aðgengis.
Nefndin lýsir yfir megnri óánægju sinni yfir stöðu mála er við kemur framkvæmdum og aðgengismálum í Skjólinu. Framkvæmdir hafa enn ekki hafist í Skjólinu, þrátt fyrir að verkefnið sé á fjárhagsáætlun.
Nefndin vísar því til sveitarstjórnar að framkvæmdum sé lokið við upphaf starfsárs Skjólsins.
Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun Menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar og vísar því til Framkvæmdanefndar að taka málefni Skjólsins og aðgengismál sveitarfélagsins föstum tökum. -
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 24 Nefndin þakkar fyrir erindið og vísar því áfram til sveitarstjórnar til ákvörðunartöku. Bókun fundar Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við því að þessu sinni.
Þeim tilmælum er beint til umsækjanda að sækja um fyrir fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins. -
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 24 Kristín Ingibjörg fór yfir starfsmannamál, skipulag og drög að dagskrá fyrir Sumarfjör 2022. Umsjónarmenn Sumarfjörsins verða Hulda Birna Vignisdóttir og henni til að aðstoðar verður Guðrún Tinna Rúnarsdóttir og auk starfsmanna Vinnuskólans. Sumarfjörið hefst 7. júní og stendur til 15. júlí og verður það tvískipt í sumar, 6-9 ára hópur og svo 10-12 ára hópur.
Nefndin er afar ánægð með fyrirkomulag Sumarfjörsins og sérstaklega að komið sé betur til móts við börn á aldrinum 10-12 ára með hópaskiptingu í Sumarfjörinu.
Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir ánægju nefndarinnar með fyrirkomulag sumarfjörs. -
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 24 Nefndin vill hvetja fráfarandi sveitarstjórn og nýja sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags til að leggja mikla áherslu á uppbyggingu Frístundaheimilis Blönduósbæjar. Þar hefðu allir íbúar samfélagsins aðgang að og væri hægt að bóka tíma í stundatöflu ef áhugi væri á að nýta aðstöðuna. Frístundaheimili væri vettvangur fyrir fólkið til að koma saman og myndi vera mikilvægur hlekkur í því að skapa aðsetur fyrir börn og ungmenni utan skólatíma. Auk þess að vera félagslegur og skapandi vettvangur fyrir eldri borgara sveitarfélagsins. Nefndin bindur vonir við að Frístundaheimili Blönduósbæjar verði að veruleika á næsta kjörtímabili sem yrði stórt og flott skref fyrir samfélagið og málaflokkana.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 24 Þann 6. maí skrifaði Blönduósbær undir samning við landlækni, Ölmu Möller, og varð þar með formlegur aðili að verkefninu Heilsueflandi samfélag. Ferli Blönduósbæjar hófst snemma árið 2020 og hefur Kristín Ingibjörg verið tengiliður verkefnisins. Nefndin fagnar þessum glæsilega áfanga og óskar íbúum Blönduósbæjar til hamingju með að vera hluti af Heilsueflandi samfélagi. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 24 Formaður vill nýta tækifærið í lok kjörtímabils og þakkar nefndarmeðlimum kærlega fyrir vel unnin störf. Margir stórir og góðir áfangar tengdir málefnunum hafa náðst sem að eru til hagsbóta fyrir samfélagið allt og nefndin er stolt af því að hafa unnið að.
Fundi slitið - kl. 19:50.
Ársreikningur Blönduósbæjar og undirfyrirtækja fyrir árið 2021 tekinn til fyrri umræðu. Þorsteinn G. Þorsteinsson endurskoðandi hjá KPMG mætti til fundarins og fór yfir samstæðureikning sveitarfélagsins, ásamt sundurliðunarbók og skýrslu um endurskoðun á ársreikningi 2021. Að því loknu svaraði hann fyrirspurnum sveitarstjórnarmanna. Að loknum umræðum þá lagði Guðmundur Haukur Jakobsson fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir að vísa ársreikningi 2021, fyrir Blönduósbæ og undirfyrirtæki, til síðari umræðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
Þorsteinn G. Þorsteinsson og Friðrik Halldór Brynjólfsson véku af fundi klukkan 17:55.