24. fundur 09. maí 2022 kl. 16:00 - 17:55 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
  • Lee Ann Maginnis varamaður
    Aðalmaður: Svanur Ingi Björnsson
  • Atli Einarsson varamaður
    Aðalmaður: Rannveig Rós Bjarnadóttir
  • Steinunn Hulda Magnúsdóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson varamaður
    Aðalmaður: Auðunn Sigurðsson
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir menningar-íþrótta og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
Dagskrá

1.Vallarsamningur við Borealis Data Center

2205010

Valdimar O Hermannsson, sveitarstjóri kom inn á fundinn og kynnti fyrir nefndinni drög að vallarsamningi sem hefur verið í vinnslu milli Blönduósbæjar og Borealis Data Center. Samningurinn verður unnin í samráði við hlutaðeigandi og lagður fram við nýja sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps í byrjun júní.

2.Húnavaka 2022

2205011

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar kynnti fyrir nefndinni undirbúning fyrir Húnavöku sem að verður helgina 14. - 17. júlí 2022.

3.17. júní 2022

2205012

Kristín Ingibjörg fór yfir undirbúning fyrir 17. júní hátíðina á Blönduósi.

4.Skjólið

2001029

Kristín Ingibjörg fór yfir starfsemi og húsnæðismál Félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins. Félagsmiðstöðin flutti fyrir áramót úr húsnæði sínu yfir í húsnæðið við Húnabraut 5 vegna ófullnægjandi aðstæðna og aðgengis.

Nefndin lýsir yfir megnri óánægju sinni yfir stöðu mála er við kemur framkvæmdum og aðgengismálum í Skjólinu. Framkvæmdir hafa enn ekki hafist í Skjólinu, þrátt fyrir að verkefnið sé á fjárhagsáætlun.
Nefndin vísar því til sveitarstjórnar að framkvæmdum sé lokið við upphaf starfsárs Skjólsins.

5.Jakinn 2022

2205013

Nefndin þakkar fyrir erindið og vísar því áfram til sveitarstjórnar til ákvörðunartöku.

6.Sumarfjör 2022

2205014

Kristín Ingibjörg fór yfir starfsmannamál, skipulag og drög að dagskrá fyrir Sumarfjör 2022. Umsjónarmenn Sumarfjörsins verða Hulda Birna Vignisdóttir og henni til að aðstoðar verður Guðrún Tinna Rúnarsdóttir og auk starfsmanna Vinnuskólans. Sumarfjörið hefst 7. júní og stendur til 15. júlí og verður það tvískipt í sumar, 6-9 ára hópur og svo 10-12 ára hópur.

Nefndin er afar ánægð með fyrirkomulag Sumarfjörsins og sérstaklega að komið sé betur til móts við börn á aldrinum 10-12 ára með hópaskiptingu í Sumarfjörinu.

7.Frístundaheimili

2205015

Nefndin vill hvetja fráfarandi sveitarstjórn og nýja sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags til að leggja mikla áherslu á uppbyggingu Frístundaheimilis Blönduósbæjar. Þar hefðu allir íbúar samfélagsins aðgang að og væri hægt að bóka tíma í stundatöflu ef áhugi væri á að nýta aðstöðuna. Frístundaheimili væri vettvangur fyrir fólkið til að koma saman og myndi vera mikilvægur hlekkur í því að skapa aðsetur fyrir börn og ungmenni utan skólatíma. Auk þess að vera félagslegur og skapandi vettvangur fyrir eldri borgara sveitarfélagsins. Nefndin bindur vonir við að Frístundaheimili Blönduósbæjar verði að veruleika á næsta kjörtímabili sem yrði stórt og flott skref fyrir samfélagið og málaflokkana.

8.Heilsueflandi samfélag

2001031

Þann 6. maí skrifaði Blönduósbær undir samning við landlækni, Ölmu Möller, og varð þar með formlegur aðili að verkefninu Heilsueflandi samfélag. Ferli Blönduósbæjar hófst snemma árið 2020 og hefur Kristín Ingibjörg verið tengiliður verkefnisins. Nefndin fagnar þessum glæsilega áfanga og óskar íbúum Blönduósbæjar til hamingju með að vera hluti af Heilsueflandi samfélagi.

9.Starf menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar á kjörtímabilinu

2205016

Formaður vill nýta tækifærið í lok kjörtímabils og þakkar nefndarmeðlimum kærlega fyrir vel unnin störf. Margir stórir og góðir áfangar tengdir málefnunum hafa náðst sem að eru til hagsbóta fyrir samfélagið allt og nefndin er stolt af því að hafa unnið að.

Fundi slitið - kl. 17:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?