Dagskrá
Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri, Lilja Árnadóttir, áheyrnafulltrúi kennara og Finau Maliana Toutai, áheyrnafulltrúi foreldra mættu undir lið 1 og 2.
1.Skóladagatal Blönduskóla 2022 - 2023
2204014
Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri kynnti skóladagatal Blönduskóla fyrir næsta vetur.
Var skóladagatalið borið undir nefndina sem samþykkti það samhljóða.
Var skóladagatalið borið undir nefndina sem samþykkti það samhljóða.
2.Blönduskóli - skólastarfið
2204015
Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri fór yfir skólastarfið og sagði frá því sem hefur verið gert í vetur. Eitt af því sem skólastjóri fór yfir var að boðið var upp á hafragraut í árshátíðarvikunni og gaf það góða raun. Fræðslunefnd hvetur til þess að boðið verði upp á hafragraut sem fastan lið í skólanum.
Jafnframt var rætt um skólamatseðla og lagði Rannveig Rós fram eftirfarandi bókun:
"Ég tel að matseðlagerð og samsetning skólamáltíða í grunnskóla og leikskóla sé verulega ábótavant. Eftir að hafa skoðað þá matseðla sem gefnir hafa verið út það sem af er þessu ári get ég ekki annað en lýst yfir vonbrigðum mínum með þann mat sem boðið er upp á. Það virðist vera sem unnin matvæli og pasta séu uppistaðan í óhóflegum fjölda máltíða, en slíkt gengur þvert gegn leiðbeiningum í handbók fyrir grunnskólamötuneyti frá embætti landlæknis og þeim viðmiðum sem eru viðhöfð í Heilsueflandi samfélag sem við höfum verið að vinna í að innleiða í sveitarfélaginu".
Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri, Lilja Árnadóttir, áheyrnafulltrúi kennara, og Finau Maliana Toutai, áheyrnafulltrúi foreldra véku af fundi.
Edda Brynleifsdóttir, leikskólastjóri, Kristín Birgisdóttir, leikskólakennari og Heiðbrá Kristjánsdóttir, áheyrnafulltrúi foreldra mættu undir lið 3, 4, 5 og 6.
Jafnframt var rætt um skólamatseðla og lagði Rannveig Rós fram eftirfarandi bókun:
"Ég tel að matseðlagerð og samsetning skólamáltíða í grunnskóla og leikskóla sé verulega ábótavant. Eftir að hafa skoðað þá matseðla sem gefnir hafa verið út það sem af er þessu ári get ég ekki annað en lýst yfir vonbrigðum mínum með þann mat sem boðið er upp á. Það virðist vera sem unnin matvæli og pasta séu uppistaðan í óhóflegum fjölda máltíða, en slíkt gengur þvert gegn leiðbeiningum í handbók fyrir grunnskólamötuneyti frá embætti landlæknis og þeim viðmiðum sem eru viðhöfð í Heilsueflandi samfélag sem við höfum verið að vinna í að innleiða í sveitarfélaginu".
Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri, Lilja Árnadóttir, áheyrnafulltrúi kennara, og Finau Maliana Toutai, áheyrnafulltrúi foreldra véku af fundi.
Edda Brynleifsdóttir, leikskólastjóri, Kristín Birgisdóttir, leikskólakennari og Heiðbrá Kristjánsdóttir, áheyrnafulltrúi foreldra mættu undir lið 3, 4, 5 og 6.
3.Barnabær - Umbótaáætlun
2103011
Edda Brynleifsdóttir, leikskólastjóri fór yfir umbótaáætlun sem var gerð vegna Ytra mats sem Menntamálastofnun gerði fyrir leikskólann árið 2019. Búið er að skila umbótaáætlun inn til Menntamálastofnunnar og var hún samþykkt. Áfram verður unnið að umbótum eftir áætluninni.
4.Skóladagatal Barnabæjar 2022 - 2023
2204016
Edda Brynleifsdóttir, leikskólastjóri kynnti skóladagatal Barnabæjar fyrir næsta skólaár.
Var skóladagatalið borið undir nefndina sem samþykkti það samhljóða.
Var skóladagatalið borið undir nefndina sem samþykkti það samhljóða.
5.Barnabær - húsnæðismál
2204017
Farið var yfir húsnæðismál, húsnæði Barnabæjar er allt of lítið fyrir þann fjölda sem er þar í dag. Setja þarf í forgang að finna lausn á húsnæðismálum Barnabæjar sem fyrst. Fræðuslunefnd hvetur sveitarstjórn til að setja þetta mál í forgang.
6.Barnabær - starfsmannamál
2105022
Edda Brynleifsdóttir, leikskólastjóri fór yfir starfsmannamál í leikskólanum.
Vegna stöðu í starfsmannamálum leikskólans hvetur fræðslunefnd sveitarstjórn til að beita sér fyrir því að bæta starfsumhverfi í leikskólanum til að laða að fleiri fagmenntaða starfsmenn og aðra starfsmenn.
Sigríður Helga Sigurðardóttir hefur látið af störfum. Sigríði þökkuð góð störf.
Edda Brynleifsdóttir mun starfa sem leikskólastjóri út maí. Kristín Birgisdóttir mun taka við keflinu sem leikskólastjóri fram að sumarfríi.
Jenný Lind Gunnarsdóttir mun leysa af sem aðstoðarleikskólastjóri fram að sumarfríi.
Vegna stöðu í starfsmannamálum leikskólans hvetur fræðslunefnd sveitarstjórn til að beita sér fyrir því að bæta starfsumhverfi í leikskólanum til að laða að fleiri fagmenntaða starfsmenn og aðra starfsmenn.
Sigríður Helga Sigurðardóttir hefur látið af störfum. Sigríði þökkuð góð störf.
Edda Brynleifsdóttir mun starfa sem leikskólastjóri út maí. Kristín Birgisdóttir mun taka við keflinu sem leikskólastjóri fram að sumarfríi.
Jenný Lind Gunnarsdóttir mun leysa af sem aðstoðarleikskólastjóri fram að sumarfríi.
Fundi slitið - kl. 19:18.