75. fundur 11. febrúar 2020 kl. 17:00 - 18:10 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson 1. varaforseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson forseti
  • Hjálmar Björn Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson varamaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá

1.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - afgreiðsla á byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019 - sérreglur

1812001

Afgreiðsla byggðakvóta - sérreglur
Valdimar O. Hermannsson fór yfir sérreglurnar um afgreiðslu byggðakvóta.

Ákvæði reglugerðar nr. 675/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Blönduóbæjar, á fiskveiðiárinu 2019/2020, með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a) Ákvæði 1. málsl. 1.mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem kemur í hlut byggðalags, auk þess aflamarks byggðalagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipta 75% úthlutaðs byggðakvóta jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar , og 25% skal skipt í hlutfalli við hlutdeild í Húnaflóarækju miðað við hlutdeild skipanna 1. sept., 2019.

b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020 í Blönduóshöfn eða Skagastrandarhöfn, enda hafi þau fiskiskip landað afla og viðmiðunarafla til þessara hafna á almanaksárinu 2019.

c) Ákvæði b-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru skráð í viðkomandi sveitarfélagi á almanaksárinu 2019.

d) Ákvæði 1. málsl. c-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með skráð heimilisfang í sveitarfélaginu á almanaksárinu 2019.

Að loknum umræðum um reglurnar voru þær bornar upp og samþykktar af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

2.Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 18

2001003F

Fundargerð 18. fundar Jafnréttisnefndar lögð fram til staðfestingar á 75. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 18 a. Kynning á Jafnréttisáætlun
    Tekin var ákvörðun um að senda jafnréttisáætlun auk verkáætlunar á alla sviðsstjóra sveitarfélagsins til kynningar.

    b. Verkáætlun jafnréttisnefndar. Á árinu 2020 liggja fyrir eftirtalin verkefni:
    Menningar-, tómstunda-, og íþróttanefnd: Árleg könnun á þáttöku og brottfalli barna og ungmenna úr íþrótta-og tómstundastarfi.
    Jafnréttisnefnd og sveitarstjóri: Árleg úrtakskönnun á launum starfsmanna gerð í þeim tilgangi að fyrirbyggja kynbundinn launamun í störfum á vegum sveitarfélagsins.
    Jafnréttisnefnd, sveitarstjóri og sviðsstjórar: Kanna möguleika á styttingu vinnuviku og sveigjanleika vinnutíma starfsmanna sveitarfélagsins.
    Jafnréttisnefnd: Endurskoðun jafnréttisáætlunar.

    c. Auglýsing á lausum störfum á vegum sveitarfélagsins.
    Jafnréttisnefnd vill vekja athygli á ákvæði jafnréttisáætlunar Blönduósbæjar þar sem kveðið er á um að Áhersla skal lögð á jafnan hlut kynjanna á stjórnunar- og áhrifastöðum. Störf á vegum sveitarfélagsins skulu standa opin öllum kynjum og skal það koma skýrt fram í auglýsingum um laus störf á vegum sveitarfélagsins.

3.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 17

2001005F

Fundargerð 17. fundar Menningar-, tómstunda-, og íþróttanefndar lögð fram til staðfestingar á 75. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • 3.1 1901018 Húnavaka
    Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 17 Nefndin felur sveitarstjóra að tala við Jón Þór Eyþórsson viðburðarstjóra og boða hann til fundar við nefndina og fara yfir áherslur komandi hátíðar. Bókun fundar Miklar umræður urðu um Húnavöku og komu fram ýmsar hugmyndir um framkvæmd og utanumhald með hátíðinni.
  • 3.2 1811002 Ungmennaráð
    Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 17 Ungmennaráð Blönduósbæjar er skipað fimm ungmennum á aldrinum 13 til 25 ára. Helsta hlutverk ungmennaráðs er að gæta hagsmuna ungs fólks í Blönduósbæ gagnvart sveitarstjórn og ennfremur er því ætlað að efla tengsl ungs fólks í sveitarfélaginu og bæjaryfirvalda. Menningar- tómstunda og íþróttanefnd veitir ungmennaráði styrk að upphæð 50.000 krónum til sinnar ráðstöfunnar í þau málefni eða viðburði sem að það vilja leggja áherslu á. Menningar-, tómstunda og íþróttanefnd bindur miklar vonir við þetta nýja ráð og hlakkar til að heyra hvaða áherslur unga fólkið í samfélaginu leggur á.
    Skipan ráðsins er eftirfarandi:
    Aðalmenn:
    Rannveig Gréta Guðmundsdóttir
    Stefán Freyr Jónsson
    Inga Rós Suska Hauksdóttir
    Þórunn Marta Stefánsdóttir
    Björn Ívar Jónsson

    Varamenn:
    Elyass Kristinn Bouanba
    Emma Karen Jónsdóttir
    Harpa Sól Guðmundsdóttir
    Haraldur Holti Líndal
  • 3.3 2001029 Skjólið
    Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 17 Nefndinni hefur borist ábending vegna starfshátta Félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins. Nefndin felur sveitarstjóra að koma ábendingunni áfram til þeirra sem að málinu koma.
  • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 17 Menningar-, tómstunda og íþróttanefnd var úthlutuð upphæð sem nam 200.000 kr. Í fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2020. Nefndin mun úthluta Ungmennaráði Blönduósbæjar 50.000 krónur af upphæðinni til sinnar ráðstöfunnar. Nefndin mun svo forgangsraða afgangnum, eða 150.000 krónum í verkefni sem að nefndin telur mikilvæg árið 2020.
  • Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 17 Blönduósbær hefur hafið ferlið að verða Heilsueflandi samfélag.
    Heilsueflandi samfélag er heildræn nálgun sem Embætti landlæknis vinnur að í samstarfi og samráði við sveitarfélög, opinberar stofnanir, frjáls félagasamtök o.fl. Meginmarkmið þess er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
    Menningar-, tómstunda og íþróttanefnd fagnar þessu jákvæða skrefi.

4.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 61

2002001F

Fundargerð 61. fundar Skipulags-, umhverfis-, og umferðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 75. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 61 Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 61 Erindið samþykkt enda liggi fyrir samþykki nágranna. Stöðuleyfi veitt til loka júní 2020.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 61 Samþykkt er að íbúðirnar fái sér fastanúmer. Breyting á lóð er háð nýju deiliskipulagi sem er í vinnslu. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá lóðarsamning um núverandi stærð á lóð.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 61 Umræður um skipulagið. Farið yfir lóðir, byggingarreiti og gatnamynd. Skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum falið að vinna áfram að skipulaginu.

5.Byggðaráð Blönduósbæjar - 155

2001004F

Fundargerð 155. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 75. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 155 Með vísan til bókunar í 223. fundargerðar sveitarstjórnar Húnavatnshrepps, dags 22. janúar 2020, lið 4. f. um Byggðasamlag um Brunavarnir í Austur-Húnavatnssýslu, þá skipar byggðaráð Blönduósbæjar eftirtalda aðila í stjórn Brunavarna, f.h. Blönduósbæjar.

    Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs og oddviti L-lista, verður stjórnarmaður í staðinn fyrir Hjálmar Björn Guðmundsson.

    Anna Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og oddviti Ó-lista, verður stjórnarmaður í staðinn fyrir Magnús Val Ómarsson.

    Þessar breytingar munu taka gildi strax eftir að þær hafa verið staðfestar á næsta fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar, sem er samkvæmt fundardagskrá 11. febrúar 2020.
    Byggðaráð Blönduósbæjar vill þakka Hjálmari Birni og Magnúsi Val, kærlega fyrir mikið og óeigingjarnt starf við það að efla og byggja upp Brunavarnir í Austur-Húnavatnssýslu á undanförnum árum.
    Þá telur byggðaráð Blönduósbæjar ekki tilefni til þess að gera breytingar á samþykktum Byggðasamlags um Brunavarnir, en er reiðubúið í viðræður um hvernig megi efla starf brunavarna á svæðinu enn frekar. Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.

6.Byggðaráð Blönduósbæjar - 156

2002002F

Fundargerð 156. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 75. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 6.1 og 6.9 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 156 Skráð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 156 Aðalmenn Guðmundur Haukur Jakobsson, Sigurgeir Þór Jónasson, Anna Margret Sigurðardóttir og Gunnar Tryggvi Halldórsson. Til vara Arnrún Bára Finnsdóttir, Hjálmar Björn Guðmundsson, Birna Ágústsdóttir og Jón Örn Stefánsson.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 156 Byggðaráð þakkar boðið en mun ekki ganga að tilboðinu.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 156 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 156 Byggðaráð tekur vel í erindi Félags eldri borgara um aukið samstarf og stuðning, meðal annars varðandi aðstöðu til tómstundastarfs. Byggðaráð felur sveitarstjóra að ræða við viðkomandi aðila um mögulegar útfærslur.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 156 Lagt fyrir byggðaráð til kynningar og vísað til fræðslunefndar. Sveitarstjóri hefur falið fræðslustjóra að hafa umsjón með úrbótaáætlun ásamt leikskólastjóra.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 156 Fyrir fundinum lá samantekt SSNV fyrir átakshóp stjórnvalda vegna veðurs í desember 2019.
    Sveitarfélögin á svæðinu munu einnig senda inn sínar áherslur hvað betur mætti fara.
    Sveitarstjóra falið að klára samantekt og senda inn.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 156 Byggðaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Embætti landlæknis.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 156 Byggðaráð samþykkir erindið og færist styrkurinn á fjárhagslykil 0285-9919 Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs um styrkveitingu að upphæð 216.000 kr staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 156 Lagt fram til kynningar.
    Fram kom í umræðunni að Almannavarnanefnd Húnavatnssýslna mun halda utan um verkefnið ef til þess kæmi.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 156 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 156 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 156 Fyrir fundinum lá tafla um endurvinnsluhlutföll heimilisúrgangs í sveitarfélaginu fyrir árið 2018.
    Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og senda á Byggðaráð til frekari umfjöllunar síðar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 156 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 156 Í tilefni af bókun Húnavatnshrepps, á 224. fundi sveitarstjórnar, þriðjudaginn 28. janúar s.l., þá vill byggðaráð Blönduósbæjar koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum:
    Aðeins annar af fráfarandi stjórnarmönnum Blönduósbæjar í Brunavörnum var ekki kjörgengur samkvæmt samþykktum, en sá hinn sami hefur verið virkur stjórnarmaður í tæplega 2 ár, án nokkurra athugasemda eða fyrirvara frá Húnavatnshrepppi.
    Sveitarstjóri Blönduósbæjar fer með daglega framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, en í 7. grein samþykkta Brunavarna stendur orðrétt: Blönduósbær sér um daglegan rekstur Brunavarna. Blönduósbær hafnar því að hugtakanotkun sveitarstjóra Blönduósbæjar í einstaka fundargerðum Brunavarna feli í sér "ranga stjórnsýslu".
    Byggðaráð Blönduósbæjar ítrekar fyrri afstöðu sína, og hefur fengið lögfræðiálit sama efnis, að ekki sé málefnalegt tilefni til þess að breyta samþykktum Brunavarna í Austur-Húnavatnssýslu.
    Vilji Húnavatnshreppur gera breytingu á skipan fulltrúa í stjórn Brunavarna, tímabundið eða til frambúðar, þá verði það tilkynnt til sveitarstjóra Blönduósbæjar, með vísan til núgildandi samþykkta.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?