Dagskrá
1.Samgöngustofa - Breytingar á umferðarlögum
2002002
Ný umferðarlög tóku gildi 1. janúar 2020. Bréf frá Samgöngustofu um breytingar á umferðarlögum sem varðar sveitarfélög og umferðaröryggi almmennt í landinu. Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
2.Urðarbraut 16 -Stöðuleyfi gáms
2002001
Erindi frá Ingunni Lilju Hjaltadóttur eiganda Urðarbrautar 16, sótt er um leyfi til að hafa 20 feta gám á bílastæði við Urðarbrautar 16 með búslóð til lok júní 2020. Meðfylgjandi er umsókn.
Erindið samþykkt enda liggi fyrir samþykki nágranna. Stöðuleyfi veitt til loka júní 2020.
3.Aðalgata 1 - Fastanúmer - lóðarleigusamningur
2001032
Erindi frá Fasteignafélaginu Orku ehf. eigenda Aðalgötu 1. Erindið er tvíþætt, annars vegar að íbúðirnar fjórar fá sér fastanúmer hver og að nýr lóðarleigusamningur verði gerður milli sveitarfélagsins og eigenda með ósk um möguleika á stækkun lóðar. Meðfylgjandi er umsókn og skráningartafla.
Samþykkt er að íbúðirnar fái sér fastanúmer. Breyting á lóð er háð nýju deiliskipulagi sem er í vinnslu. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá lóðarsamning um núverandi stærð á lóð.
4.Gamli bærinn deiliskipulag.
1810030
Vinnugögn vegna deiliskipulags í "Gamla bænum" tekin fyrir.
Umræður um skipulagið. Farið yfir lóðir, byggingarreiti og gatnamynd. Skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum falið að vinna áfram að skipulaginu.
Fundi slitið - kl. 18:00.