72. fundur 26. nóvember 2019 kl. 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson 1. varaforseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði Guðmundur Haukur eftir að fundargerð 152. fundar Byggðaráðs á dagskrá og verður það mál nr. 4.

1.Fjárhagsáætlun 2020 - fyrri umræða

1911022

Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri og Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2020.

Umræður sköpuðust um fjárhagsáætlunina. Útsvarshlutfall fjárhagsáætlunar er 14,52%.

Fjárhagsáætlun og 3 ára áætlun Blönduósbæjar vísað til Byggðaráðs til frekari vinnslu.

2.Viðauki II við fjárhagsáætlun 2019

1911023

Sigrún Hauksdóttir kynnti og fór yfir viðauka 2 við fjárhagsáætlun Blönusósbæjar 2019.

Viðaukinn lagður fram til kynningar.

Sigrún Hauksdóttir vék af fundi kl. 17:45

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 151

1911004F

Fundargerð 151. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 72. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 3.3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 152

1911006F

Fundargerð 152. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 72. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 4.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 152 Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar mætti undir þessum lið.

    Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2020 ásamt þriggja ára áætlun er vísað til fyrri umræðu sveitarstjórnar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 152 Byggðaráð samþykkir Viðauka 2 sem byggir á útkomuspá fyrir árið 2019, samþykktum byggðaráðs og sveitarstjórnar á árinu 2019 auk viðaukaáætlana frá Brunavörnum A-Hún og Tónlistarskóla A-Hún og vísar til sveitarstjórnar til staðfestingar.

    Hækkun á framlögum frá jöfnunarsjóði eru áætlaðar 36.050.000 kr
    Fjármagn til ferðaþjónustu fatlaðra er 3.000.00
    Viðauki við fjárhagsáætlun Brunavarna A-Hún er 8.054.000
    Keypt var Gamla KH húsið sem hefur áhrif til lækkunar um 519.000
    Viðauki við fjárhagsáætlun Tónlistarskóla A-Hún 3.630.000
    Rekstarniðurstaða ársins 2019 er áætluð 11.313.000
    Innrileiga v. Ennis hefur áhrif milli málaflokka.
    Hækkun fjárfestingaráætlunar er 71.268.000 og munar þar mest um u.þ.b. 60 milljóna aukningu v. skólabyggingar og u.þ.b. 10 milljónir í veitum.

    Sigrún vék af fundi kl. 16:36
    Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn Blönduósbæjar með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 152 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 152 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 152 Lögð fram til kynnningar.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?