151. fundur 14. nóvember 2019 kl. 16:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Katrín Sif Rúnarsdóttir ritari
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
Fundargerð ritaði: Katrín Sif Rúnarsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020

1901005

Vinna við fjárhagsáætlun 2020
Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari og Ágúst Þór, yfirmaður Tæknideildar mættu undir þessum lið.

2.Farskólinn - fræðslustjóri að láni

1911018

Kynning á verkefninu fræðslustjóri að láni
Farskóli Norðurlands vestra býður verkefnið fræðslustjóri að láni sem felur í sér að skoðaðar eru þarfir fyrir menntun starfsmanna og boðið uppá námskeið í samvinnu við stofnanir sveitarfélagsins. Samþykkt að vísa verkefninu til sveitarstjóra til frekari skoðunar.

3.Landgræðslan - Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnis Bændur græða landið á árinu 2019

1911017

Frá árinu 1990 hefur Landgræðsla ríkisins verið í samstarfi við fjölmarga bændur um uppgræðslu á gróðursnauðum svæðum í heimalöndum þeirra í verkefninu "Bændur græða landið".
Í Blönduósbæ voru 5 þátttakendur í verkefninu árið 2019. Þeir báru 8,4 tonn af áburði á um 38 hektara lands.
Landgræðslan fer þess á leit við Blönduósbæ um fjárstuðning vegna ársins 2019 að upphæð 30.000 kr.
Byggðaráð samþykkir 30.000 kr. sem færist á 1189 - 9919.

4.Norðurá bs. - Fundargerð 93. stjórnarfundar

1911016

Fundargerð 93. stjórnarfundar Norðurá bs.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?