Dagskrá
1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 133
1902005F
Fundargerð 133. fundar Byggðaráðs lögð fram til kynningar á 65. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 133 Sveitarstjóri fór yfir vinnuteikningu varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við Blönduskóla.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 133 Byggðaráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningum.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 133 Sveitarstjóra falið að kynna skýrsluna til viðeigandi aðila.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 133 Byggðaráð felur sveitarstjóra að kanna kostnað við gerð húsnæðisáætlunar og koma með tillögu í samráði við tæknideild.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 133 Byggðaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 133 Lagt fram til kynningar og frekari skoðunar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 133 Byggðaráð vísar erindinu til Menningar-, tómstunda og íþróttanefndar, sem tilnefnir fulltrúa sveitarfélagsins.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 133 Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ganga til viðræðna um afnot af landi jarðarinnar Ennis á grundvelli umræðna á fundinum.
Birna Ágústsdóttir vék af fundi undir þessum lið. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 133 Sveitarstjóri fór yfir stöðu verkefnisins, ákveðið að kynningarfundur fyrir íbúa verði haldinn mánudaginn 25. febrúar klukkan 20:00 í Félagsheimilinu. Þar munu fulltrúar frá Félagsmálaráðuneyti og Rauða Kross Íslands kynna undirbúning og umfang verkefnisins.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 133 Lagt fram til kynningar
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 133 Lagt fram til kynningar.
2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 134
1903001F
Fundargerð 134. fundar Byggðaráðs lögð fram til kynningar á 65. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 134 Ágúst Þór Bragason mætti undir þessum lið og fór yfir stöðu framkvæmda og undirbúning þeirra.
Ágúst Þór vék af fundi kl. 18:45 -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 134 Valdimar O. Hermansson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, fór yfir stöðu mála varðandi undirbúning móttöku flóttafólks.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 134 Valdimar O. Hermansson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, fór yfir stöðu mála varðandi undirbúning verkefnisins verndarsvæði í byggð.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 134 Byggðaráð staðfestir að Guðmundur Haukur Jakobsson og Valdimar O. Hermannsson sæki landsþingið fyrir hönd Blönduósbæjar.
- 2.5 1903002 Félagsmálaráðuneytið - kynning á vinnu Félagsmálaráðuneytisins við stefnumótun í málefnum barnaByggðaráð Blönduósbæjar - 134 Lagt fram til kynningar
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 134 Fundargerð Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 134 Fundargerð Félags- og skólaþjónustu A-Hún lögð fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 134 Byggðaráð tekur undir framkomna gagnrýni nágranna sveitarfélaga á frumvarpið, og lýsir jafnframt yfir vonbrigðum yfir að ekki skuli hafa verið haldinn kynningarfundur fyrir bændur á Norðurlandi vestra.
3.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 53
1903004F
Fundargerð 53. fundar Skipulags-, umhverfis-, og umferðarnefndar lögð fram til kynningar á 65. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 3.1 og 3.3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 53 Nefndin samþykkir óverulega breytingu á aðalskipulagi Blönduóss 2010-2030, með þeim rökstuðningi sem settur er fram í greinargerð með breytingunni skv. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að senda breytinguna á Skipulagsstofnun.
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum. Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og staðfestur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða. -
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 53 AMS víkur af fundi undir þessum lið.
Nefndin samþykkir byggingaráformin. -
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 53 Þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Blönduóss 2010 - 2030 þá samþykkir nefndin að falla frá gerð skipulagslýsingar. Kynning á tillögunni fór fram 20. febrúar síðastliðinn. sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða deiliskipulagstillögunnu er gerð óveruleg breyting á aðalskipulagi Blönduóss 2010-2030.
Nefndin leggur til að gata norðan leikskóla heiti Fjallabraut og ný gata á túnum þar fyrir norðan heiti Lækjarbraut.
Samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum. Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og staðfestur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða. -
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 53 Lagt fram til kynningar.
4.Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 14
1903002F
Fundargerð 14. fundar Menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar lögð fram til kynningar á 65. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 14 Bókun fundar Sveitarstjórn Blönduósbæjar tekur undir áherslur nefndarinnar um mögulegt starf íþrótta-, og tómstundafulltrúa, en vill sjá frekari útfærslur á fram komnum hugmyndum.
Málið verði skoðað nánar, á næstunni, hjá byggðaráði og Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd, meðal annars með aukið samstarf við USAH, og sveitarfélög á svæðinu.
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 14
-
Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd - 14
Fundi slitið - kl. 18:00.