134. fundur 06. mars 2019 kl. 18:00 - 19:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Katrín Sif Rúnarsdóttir ritari
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Katrín Sif Rúnarsdóttir Fundarritari
Dagskrá
Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður Byggðaráðs, óskaði eftir í byrjun fundar að bæta við einu máli á dagskrá, sem verður mál nr. 8.

1.Framkvæmdir 2019

1903005

Ágúst Þór Bragason mætti undir þessum lið og fór yfir stöðu framkvæmda og undirbúning þeirra.

Ágúst Þór vék af fundi kl. 18:45

2.Móttaka flóttafólks

1509005

Valdimar O. Hermansson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, fór yfir stöðu mála varðandi undirbúning móttöku flóttafólks.

3.Verndarsvæði í byggð - Gamli bærinn á Blönduósi.

1511029

Valdimar O. Hermansson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, fór yfir stöðu mála varðandi undirbúning verkefnisins verndarsvæði í byggð.

4.Samband íslenskra sveitarfélaga - Til þeirra sem eiga seturétt á landsþingi sambandsins með málfrelsi og tillögurétt

1903003

XXXIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélga verður haldið föstudaginn 29. mars nk.
Byggðaráð staðfestir að Guðmundur Haukur Jakobsson og Valdimar O. Hermannsson sæki landsþingið fyrir hönd Blönduósbæjar.

5.Félagsmálaráðuneytið - kynning á vinnu Félagsmálaráðuneytisins við stefnumótun í málefnum barna

1903002

Lagt fram til kynningar

6.Fjölbrautaskóli NV - fundargerð frá 18. febrúar 2019

1903001

Fundargerð Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra lögð fram til kynningar.

7.Félags- og skólaþjónusta A-Hún - fundargerð 28. janúar 2019

1903004

Fundargerð Félags- og skólaþjónustu A-Hún lögð fram til kynningar.

8.Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25-1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93-1995 um matvæli og lögum nr. 22-1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru

1903007

Byggðaráð tekur undir framkomna gagnrýni nágranna sveitarfélaga á frumvarpið, og lýsir jafnframt yfir vonbrigðum yfir að ekki skuli hafa verið haldinn kynningarfundur fyrir bændur á Norðurlandi vestra.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?