17. fundur 18. nóvember 2015 kl. 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson forseti
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
  • Valdimar Guðmannsson varamaður
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson ritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2016 - fyrri umræða

1511026

Fjárhagsáætlun 2016 lögð fram til fyrri umræðu, rekstaryfirlit og sjóðsstreymi.

Sveitarstjóri Blönduósbæjar, Arnar Þór Sævarsson, fór yfir áætlunina með fundarmönnum. Nokkrar umræður urðu um áætlunina en að henni lokinni vísaði forseti fjárhagsáætlun Blönduósbæjar til síðari umræðu. Það var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

2.Fjárhagsáætlun 2017 - 2019 - fyrri umræða

1511027

Þriggja ára fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árin 2017-2019 lögð fram til fyrri umræðu. Umræður urðu um áætlunina en að henni lokinni vísaði forseti fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2017-2019 til síðari umræðu. Það var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

3.Erindi frá stjórn Flokkunar Eyjafjörður ehf.

1511019

Í kjölfar nýrrar svæðisáætlunar vill stjórn Flokkunar Eyjafjörður ehf. kanna hvort áhugi er fyrir stofnun byggðasamlags eða félags í öllum landsfjórðungnum á þessu sviði. Tilgangur félagsins yrði að halda utan um úrgangsmál á svæðinu og fylgja svæðisáætlun eftir. Verkefnið yðri jafnframt að stuðla að aukinni samvinnu á Norðurlandi með áherslu á fræðslu, hagsmunagæslu og gagnaöflun.



Sveitarstjórn Blönduósbæjar leggur til að Norðurá bs.verði falið að vera tengiliður svæðisins við Flokkun Eyjafjörð ehf. um framhald verkefnisins.

4.Hugmynd að styrkumsókn til Minjaverndar vegna gamla bæjarins á Blönduósi

1511028

Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir að sækja um styrk til Minjastofnunar Íslands um framlag frá Húsafriðunarsjóði vegna skipulagsvinnu í elsta hluta byggðar Blönduósbæjar.



Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og byggingarfulltrúa að vinna styrkumsókn í samráði við Guðrúnu Jónsdóttir arkitekt.

5.Byggðaráð Blönduósbæjar - 43

1511006F

Fundargerð 43. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 17. fundi

sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina
  • 5.1 1510067 Fundargerð Byggðasamlags Tónlistasrskóla A-Hún 12. febrúar 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 43 Fundargerð byggðasamlags Tónlistarskóla A - Hún frá 12. febrúar 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðaráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.
  • 5.2 1510064 Fundargerð stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún 5. maí 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 43 Fundargerð stjórnar Félags- og skólaþjónustu A - Hún frá 5. maí 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðaráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.
  • 5.3 1510065 Fundargerð stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún 27. júlí 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 43 Fundargerð stjórnar Félags- og skólaþjónustu A - Hún frá 27. júlí 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðaráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.
  • 5.4 1510066 Fundargerð stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún 15. september 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 43 Fundargerð stjórnar Félags- og skólaþjónustu A - Hún frá 15. september 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðaráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.
  • 5.5 1510072 Fundargerð Fjölbrautarskóla NV frá 13. október 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 43 Fundargerð stjórnar fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra frá 13. október 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðaráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.
  • 5.6 1511006 Fundargerð stjórnar SSNV - 15. október 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 43 Fundargerð stjórnar SSNV frá 15. október 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðaráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.
  • 5.7 1510074 Fundargerð Hafnarsambands Íslands dags. 23. október 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 43 Fundargerð stjórnar Hafnarsambands íslands frá 23. október 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðaráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.
  • 5.8 1511013 Fundargerð sambands íslenskra sveitarfélaga - stjórnarfundur 30. október 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 43 Fundargerð stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. október 2015 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðaráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.
  • 5.9 1505023 Erindi frá G. Ágúst Péturssyni
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 43 Lagt fram erindi frá G. Ágúst Péturssyni vegna "Wild Entrepeneurs" umsóknar sem hlotið hefur vinnuheitið "Growth for Adventure Tourisn Entrepreneurs (GATE). Fyrirhugað er að sækja um stuðning við samstarfsverkefnið Wild Entrepreneurs í sk.
    "Northern Pherepery Program (NPP)" en það er sjálfstæður samkeppnissjóður sem fjármagnaður er af Evrópusambandinu. Aðal umsækjandi verður bæjarfélagið Sligo á Norð - vestur Írlandi en gert er ráð fyrir að aðilar frá Íslandi, Skotlandi, Noregi og
    Svíþjóð verði einnig með í umsókninni.

    Blönduósbær samþykkir að gerast aðili að umsókninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðaráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.
  • 5.10 1511015 Erindi frá Jóhönnu G. Jónasdóttur, leikskólastjóra.
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 43 Jóhanna G. Jónasdóttir, leikskólastjóri Barnabæjar, óskar eftir því við byggðaráð að klárað verði að afgreiða reglur leikskólans sem Fræðslunefnd samþykkti í febrúar 2015.

    Byggðaráð stefnir á að ljúka málinu sem fyrst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðaráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.
  • 5.11 1409007 Ungmennafélag Íslands
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 43 Ungmennafélag Íslands þakkar sveitarstjórn Blönduósbæjar góða aðstöðu og móttökur, USAH fyrir góða framkvæmd og glæsilega umgjörð á 5. Landsmóti UMFÍ 50 sem og sjálfboðaliðum fyrir það mikla sjálfboðaliðastarf sem lagt var fram í tengslum við mótið.

    Byggðaráð tekur undir með Ungmennafélagi Íslands og þakkar öllum þeim aðilum er stóðu að mótinu og gerðu Landsmót UMFÍ 50 eins glæsilegt og raun bar vitni.

    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðaráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.
  • 5.12 1511018 Sýslumaðurinn á norðurlandi vestra - umsögn vegna leyfis
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 43 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Björns Þórs Kristjánssonar kt. 030563-5149, Húnsstöðum, f.h. Himins Sólar, kt. 590815-1010 um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Norðurlandsvegi, 540 Blönduósi.

    Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðaráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.
  • 5.13 1509010 Byggðakvóti 2015/2016
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 43 Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur fjallað um umsókn Blönduósbæjar um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2015/2016. Niðurstaða ráðuneytisins er 45 þorskígildistonn.

    Byggðaráð samþykkir eftirfarandi undanþágu frá reglugerð nr. 605/2015, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015/2016.
    a) 4. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:
    „Skipta skal 75% úthlutaðs byggðakvóta jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar og 25% skal úthlutað til fiskiskipa sem orðið hafa
    fyrir samdrætti í veiðum á rækju í Húnaflóa skipt í hlutfalli við hlutdeild í Húnaflóarækju 1. september 2015.“
    b) Vinnsluskylda er felld niður en löndunarskylda er miðuð við Blönduós eða Skagaströnd og því orðast 1. og 2. ml. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar
    þannig:
    „Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2015 til 31. ágúst 2016 í Blönduóshöfn eða Skagastrandarhöfn. Aflinn skal nema, í þorskígildum talið, jöfnu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari.“
    Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðaráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.

6.Byggðaráð Blönduósbæjar - 44

1511009F

Fundargerð 44. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 17. fundi

sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.
  • 6.1 1511023 Fjárhagsáætlun 2016 - áttundi fundur
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 44 Farið var yfir fjárhagsáætlun 2016 Blönduósbæjar - áttundi fundur.

    Jens P. Jensen mætti á fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar byggðaráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.

7.Byggðaráð Blönduósbæjar - 45

1511010F

Fundargerð 45. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 18. fundi

sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.
  • 7.1 1511025 Fjárhagsáætlun 2016 - níundi fundur
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 45 Umræður urðu um fjárhagsáætlun 2016.
    Byggðaráð vísar fjárhagsáætlun 2016 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar byggðaráðs staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.

8.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 13

1511001F

Fundargerð 13. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 17. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 13 Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 13 Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 13 Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.

9.Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 8

1511002F

Fundargerð 8. fundar Jafnréttisnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 17. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina.
  • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 8 Vinna hafin við kynningarátak á jafnréttisáætlun Blönduósbæjar til bæjarbúa. Kynning veðrur í formi blöðungs sem dreift verður á öll heimili og fyrirtæki. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar Jafnréttisnefndar Blönduósbæjar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.
  • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 8 Búið er að sendas til Jafnréttisstofu, jafnréttisstefnu ásamt framkvæmdaráætlun sm bíður samþykkis. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar Jafnréttisnefndar Blönduósbæjar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 18. nóvember 2015 með 7 atkvæðum.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?