Dagskrá
1.Starfsemi vetrarins 2015 / 2016 í Blönduskóla
1511001
Þórhalla benti á að skóladagatal sé á heimasíðu skólans. Nemendur skólans eru 120. Starfsmannafjöldi er 24. Einn kennari hefur verið í leyfi í einn og hálfan mánuð og kom inn afleysingarkennari í hans stað.
Skólinn er áfram þátttakandi í þróunarverkefninu Orð af orði, eins og í fyrravetur. Áhersla verkefnisins er á læsi og orðaforða.
Sveitarfélagið skrifaði undir þjóðarsáttmála um læsi nú í haust og samræmist þróunarverkefnið vel við þær áherslur sem komu fram í sáttmálanum.
Verkefnið Sterkari stelpur er að fara aftur af stað í 6. og 7. bekk.
Frábært samstarf er á milli leik- og grunnskóla. Nemendur leikskólans koma í grunnskólann einu sinni í viku og nemendur í 1. bekk fara nokkrum sinnum á skólaárinu yfir í leikskólann. Einnig er skólinn í góðu samstarfi við framhaldsskóla á Norðurlandi t.d. í tengslum við Iðngreinakynningu á Sauðárkróki og kynningar á framhaldsnámi sem er í boði. Einnig er gott samstarf milli allra skóla á svæðinu.
Starfsþróun kennara er að miklu leiti tengd þróunarverkefninu. En starfsmenn skólans eru nýlega komin heim úr náms- og kynnisferð til Riga í Lettlandi.
Samkennsla er töluverð í skólanum, bæði vegna smæðar bekkja og fjölbreytni í kennsluháttum.
Í næstu viku er foreldravika þar sem foreldrum er sérstaklega boðið í heimsókn í skólann og sjá og jafnvel taka þátt í hefðbundinni kennslustund.
Skólinn er áfram þátttakandi í þróunarverkefninu Orð af orði, eins og í fyrravetur. Áhersla verkefnisins er á læsi og orðaforða.
Sveitarfélagið skrifaði undir þjóðarsáttmála um læsi nú í haust og samræmist þróunarverkefnið vel við þær áherslur sem komu fram í sáttmálanum.
Verkefnið Sterkari stelpur er að fara aftur af stað í 6. og 7. bekk.
Frábært samstarf er á milli leik- og grunnskóla. Nemendur leikskólans koma í grunnskólann einu sinni í viku og nemendur í 1. bekk fara nokkrum sinnum á skólaárinu yfir í leikskólann. Einnig er skólinn í góðu samstarfi við framhaldsskóla á Norðurlandi t.d. í tengslum við Iðngreinakynningu á Sauðárkróki og kynningar á framhaldsnámi sem er í boði. Einnig er gott samstarf milli allra skóla á svæðinu.
Starfsþróun kennara er að miklu leiti tengd þróunarverkefninu. En starfsmenn skólans eru nýlega komin heim úr náms- og kynnisferð til Riga í Lettlandi.
Samkennsla er töluverð í skólanum, bæði vegna smæðar bekkja og fjölbreytni í kennsluháttum.
Í næstu viku er foreldravika þar sem foreldrum er sérstaklega boðið í heimsókn í skólann og sjá og jafnvel taka þátt í hefðbundinni kennslustund.
2.Framkvæmdir við Blönduskóla
1511002
Keyptir hafa verið nýjir stólar og borð. 17 fartölvur fyrir kennara og 9 borðtölvur. Stærstu breytingarnar eru matsalur og eldhús í gamla íþróttasal. Einnig almennt viðhald við loftræstikerfi og glugga.
Matsalurinn var formlega tekinn í notkun 2. nóvember síðastliðinn.
Matsalurinn var formlega tekinn í notkun 2. nóvember síðastliðinn.
3.Þórhalla kynnir áherslupunkta vegna fjárhagsáætlunar 2016
1511003
Sagði frá því að hún hafi nú þegar óskað eftir því við Byggðaráð að hægt verði að gera fimm ára áætlun varðandi rekstur, nýframkvæmdir og viðhald skólans.
Þórhalla leggur áherslu á að nýframkvæmdir haldi áfram en verði ekki frestað.
Þórhalla leggur áherslu á að nýframkvæmdir haldi áfram en verði ekki frestað.
Fundi slitið.