Dagskrá
1.Húnabyggð - Samþykktir
2212008
Breytingar á samþykktum Húnabyggðar
Sveitarstjórn staðfestir í seinni umræðu breytingar á 47. grein samþykkta Húnabyggðar sem kynntar voru á fundi sveitarstjórnar 12.11.2024
2.Byggðarráð Húnabyggðar - 83
2411003F
Fundargerð 83. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs Húnabyggðar sem lýsti yfir þungum áhyggjum af þeim fréttum sem nú berast frá Kaupfélagi Skagfirðinga (KS) vegna hagræðingaraðgerða í starfsemi félagsins í kjölfar sameiningar KS og Kjarnafæði-Norðlenska hf. (KN). Áhyggjurnar snúa fyrst og fremst að þeirri óvissu sem ríkir um þær ákvarðanir sem búið er að taka, kynna á fundi og að því er virðist ekki fyrir starfsmönnum félagsins. Það er ljóst að þau áform sem kynnt voru á fundi félagsins miðvikudaginn 13. nóvember hafa gríðarlega áhrif á starfsemi félagsins í Húnabyggð og að þessar fréttir koma sem reiðarslag fyrir starfsmenn fyrirtækisins á svæðinu, bændur og í raun svæðið allt. Sveitarstjórn tekur einnig undir þá brýningu byggðarráðs sem vill koma því á framfæri við KS að upplýsingamiðlun vegna þessa máls verði aukin og vandaðri þannig að eyða megi út þeirri óvissu sem nú ríkir og að komið sé fram við fólk af virðingu sem byggir lífsviðurværi sitt á atvinnu hjá félaginu. Nýjustu fréttir af málinu er ekki til að minnka óvissuna og því ítrekar sveitarstjórn við hlutaðeigendur að samskipti verði aukin við hagsmunaðila þessa máls og þá sérstaklega starfsmenn
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 83 Byggðarráð leggur til að settur verði aukinn kraftur í atvinnuþróun og nýsköpun. Málaflokkurinn hefur verið á dagskrá um tíma og eitthvað áunnist en nýjustu fréttir sýna að fyrir stóran hluta svæðisins er frekari atvinnuþróun og efling núverandi atvinnuvega lífsspursmál. Það þarf að setja aukinn karft og fókus á þá hluta svæðisins sem eiga undir högg að sækja. Dæmi um jákvætt verkefni er nýting glatvarma frá gagnaveri við Blönduós. Það eru jákvæð teikn um að þetta verkefni sé að ná flugi en það er umhugsunarvert að það eru ekki fleiri verkefni í gangi og eins að þetta verkefni er þegar orðið 4-6 ára gamalt. Nefna mætti nýtingu Húnavalla sem heilsustofnunar, hótels eða eitthvað álíka og frekari aðkomu SSNV að því o.s.frv. Þá er styrking ferðamannaiðnaðar á svæðinu sá atvinnuvegur sem auðveldast er að efla án flókinna eða tæknilegra verkefna.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 83 ZAL vék af fundi undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.
Fyrir fundinum liggur lögfræðiálit og óskar byggðarráð eftir því að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála taki málið fyrir aftur. Bókun fundar ZAL vék af fundi undir umræðum undir þessum lið. -
Byggðarráð Húnabyggðar - 83 Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið í samstarfi með SSNV og að skoðað verði að endurvinna þær umsóknir sem sendar hafa verið á síðustu misserum en ekki fengist styrkir fyrir.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 83 Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara yfir hvort einhverjar undanþágur frá greiðslum fasteingagjalda séu fyrir hendi í sveitarfélaginu en samkvæmt lögum er sveitarfélaginu óheimilt að veita undanþágur umfram það sem gjaldskrá fyrir fasteignagjöld Húnabyggðar kveður á um.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 83 Erindinu hafnað.
Afgreiðsla málsins fært í trúnaðarbók. -
Byggðarráð Húnabyggðar - 83 Ársreikningur Heimilisiðnaðarsafsins fyrir 2023 lagður fram til kynningar og ósk safnins um styrk fyrir rekstarárið er vísað til gerð fjárhagsáætlunar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 83 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 83 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 83 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 83 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 83 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 83 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 83 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 83 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 83 Vinna við fjárhagsáætlunargerð 2025.
3.Byggðarráð Húnabyggðar - 84
2411004F
Fundargerð 84. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 45. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1-6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 84 Byggðarráð skipar fyrir hönd Húnbyggðar Pétur Arason og Grím R. Lárusson og óskar eftir staðfestingu sveitarstjórnar á þessari skipun. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir skipan Péturs Arasonar og Gríms R. Lárussonar í slitastjórnir byggðarsamlaga um tónlistarskóla annars vegar og félags- og skólaþjónustu hins vegar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 84 Málið lagt fram í annað sinn og byggðarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 84 Málið lagt fram í annað sinn og byggðarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 84 Tekin fyrir beiðni Fish Partners ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í Hólahvarfi í landi Gunnsteinsstaða. Byggðarráð gefur jákvæða umsögn fyrir sitt leiti Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu byggðarráðs.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 84 Lagt fram til kynningar og byggðarráð vísar málinu til staðfestingar sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir framlagða húsnæðisáætlun Húnabyggðar fyrir 2025.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 84 Samningur um gerð nýs aðalskipulags Húnabyggðar lagður fram og byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði staðfestur. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samning Húnabyggðar við Landslag ehf. um gerð nýs aðalskipulags Húnabyggðar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 84 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 84 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 84 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 84 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 84 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 84 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 84 Farið yfir fjárfestingar næsta árs og tillaga gerð að forgangsröðun fjárfestingarverkefna ársins 2025. Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2025 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
4.Fjárhagsáætlunargerð 2025
2410009
Fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2025 - Fyrri umræða
Jón Ari Stefánsson frá KPMG og Sigurður Erlingsson frá Performance kynntu og fóru yfir drög að fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2025, ásamt þriggja ára áætlun. Umræður sköpuðust um fjárhagsáætlunina. Sveitarstjórn samþykkir samhjóða að vísa fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun Húnabyggðar til Byggðarráðs til frekari vinnslu og jafnframt til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Fundi slitið - kl. 17:44.