83. fundur 14. nóvember 2024 kl. 16:00 - 17:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Áhersluverkefni sóknaráætlunar Norðurlands vestra

2411012

Áhersluverkefni sóknaráætlunar Norðurlands vestra
Byggðarráð leggur til að settur verði aukinn kraftur í atvinnuþróun og nýsköpun. Málaflokkurinn hefur verið á dagskrá um tíma og eitthvað áunnist en nýjustu fréttir sýna að fyrir stóran hluta svæðisins er frekari atvinnuþróun og efling núverandi atvinnuvega lífsspursmál. Það þarf að setja aukinn karft og fókus á þá hluta svæðisins sem eiga undir högg að sækja. Dæmi um jákvætt verkefni er nýting glatvarma frá gagnaveri við Blönduós. Það eru jákvæð teikn um að þetta verkefni sé að ná flugi en það er umhugsunarvert að það eru ekki fleiri verkefni í gangi og eins að þetta verkefni er þegar orðið 4-6 ára gamalt. Nefna mætti nýtingu Húnavalla sem heilsustofnunar, hótels eða eitthvað álíka og frekari aðkomu SSNV að því o.s.frv. Þá er styrking ferðamannaiðnaðar á svæðinu sá atvinnuvegur sem auðveldast er að efla án flókinna eða tæknilegra verkefna.

2.Brimslóð 10C úrskurður

2411011

Úrskurður Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna Brimslóðar 10c
ZAL vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

Fyrir fundinum liggur lögfræðiálit og óskar byggðarráð eftir því að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála taki málið fyrir aftur.

3.Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða 2025

2411013

Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða 2025
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið í samstarfi með SSNV og að skoðað verði að endurvinna þær umsóknir sem sendar hafa verið á síðustu misserum en ekki fengist styrkir fyrir.

4.Fasteignagjöld og undanþágur

2411014

Fasteingagjöld og undanþágur
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara yfir hvort einhverjar undanþágur frá greiðslum fasteingagjalda séu fyrir hendi í sveitarfélaginu en samkvæmt lögum er sveitarfélaginu óheimilt að veita undanþágur umfram það sem gjaldskrá fyrir fasteignagjöld Húnabyggðar kveður á um.

5.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2411015

Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
Erindinu hafnað.

Afgreiðsla málsins fært í trúnaðarbók.

6.Ársreikningur og rekstrarstyrkur

2411016

Ásreikningur 2023 og rekstrarstyrkur til Heimilisiðnaðarsafnsins
Ársreikningur Heimilisiðnaðarsafsins fyrir 2023 lagður fram til kynningar og ósk safnins um styrk fyrir rekstarárið er vísað til gerð fjárhagsáætlunar.

7.Fjárhagsáætlun 2025 vegna málefna fatlaðs fólks á Norðulandi vestra

2411018

Fjárhagsáætlun 2025 vegna málefna fatlaðs fólks á Norðulandi vestra
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 77

2411017

Fundargerð 77. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerð 114. fundar stjórnar SSNV

2411020

Fundargerð 114. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar.

10.Ívilnanaheimildir Menntasjóðs námsmanna

2411021

Ívilnanaheimildir Menntasjóðs námsmanna
Lagt fram til kynningar.

11.Refa- og minnkaveiðar

2211018

Samningur um refaveiði
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerð 954 fundar Samband íslenskra sveitarfélaga

2411022

Fundargerð 954. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

13.Forsendur fjárhagsáætlanna sveitarfélaga

2411008

Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

14.Breytingar á reglum Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands

2411019

Breytingar á reglum Barnaverndarþjónustu Mið ? Norðurlands
Lagt fram til kynningar.

15.Fjárhagsáætlunargerð 2025

2410009

Fjárhagsáætlunargerð 2025
Vinna við fjárhagsáætlunargerð 2025.

Byggðarráð Húnabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeim fréttum sem nú berast frá Kaupfélag Skagfirðinga (KS) vegna hagræðingaraðgerða í starfsemi félagsins í kjölfar sameiningar KS og Kjarnafæði-Norðlenska hf. (KN). Áhyggjurnar snúa fyrst og fremst að þeirri óvissu sem ríkir um þær ákvarðanir sem búið er að taka, kynna á fundi og að því er virðist ekki fyrir starfsmönnum félagsins. Það er ljóst að þær ákvarðanir sem kynntar voru á fundi félagsins í gær hafa gríðarlega áhrif á starfsemi félagsins í Húnabyggð og að þessar fréttir koma sem reiðarslag fyrir starfsmenn fyrirtækisins á svæðinu, bændur og í raun svæðisins alls. Byggðarráð vill koma því á framfæri við KS að upplýsingamiðlun vegna þessa máls verði aukin og vandaðri þannig að eyða megi út þeirri óvissu sem nú ríkir og að komið sé fram við fólk af virðingu sem byggir lífsviðurværi sitt á atvinnu hjá félaginu.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?