30. fundur 09. janúar 2024 kl. 15:00 - 16:06 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Lántaka Húnabyggðar 2024

2401001

Lántaka Húnabyggðar 2024
Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 300.000.000.

Lántaka þessi er í samræmi við fjárhagsáætlun 2024.

Samþykkt af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

2.Skagabyggð - Möguleg sameining sveitarfélaganna

2311015

Sameining Húnabyggðar og Skagabyggðar
Verkefnahópur um mögulega sameiningu Skagabyggðar og Húnabyggðar hefur starfað í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnanna. Unnið er út frá þeim forsendum að sameining geti tekið gildi 1. júní 2024 verði hún samþykkt í íbúakosningum. Í sveitarstjórnarlögum er gert ráð fyrir tiltekinni tímalínu ferils við undirbúning sameiningar sveitarfélaga, m.a. að tvær umræður þurfi að hafa í sveitarstjórn um tillögu um að kjósa samstarfsnefnd vegnar sameiningar sveitarfélaga, sbr. 18. gr. laganna. Í því ljósi er nú gerð tillaga um að sveitarstjórn kjósi fulltrúa í samstarfsnefnd vegna sameiningar Skagabyggðar og Húnabyggðar. Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til síðari umræðu í sveitarstjórn.

3.Gjaldskrár 2024

2312007

Gjaldskrár Húnabyggðar 2024
Sveitarstjóri fór yfir minniháttar breytingar á innri gjaldskrá sveitarfélagsins.

4.Minnisblað sveitarstjóra

2303003

Skýrsla sveitarstjóra
Munnleg skýrsla sveitarstjóra

5.Byggðarráð Húnabyggðar - 51

2312006F

Fundargerð 51. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 30. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 3 og 5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 51 Sveitarstjóri fór yfir gjaldskrá með áorðnum breytingum Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að gjalddagar fasteignagjalda verði 10 og að fyrsti gjalddagi þeirra verði 1. febrúar 2024
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 51 Sveitarstjóri fór yfir þau svæði sem koma til greina undir skógrækt í landi Ennis. Sveitarstjóra falið að halda áfram með verkefnið.
    Byggðarráð vísar málinu til Skipulags- og byggingarnefndar til frekari umræðu.
  • 5.3 2301003 Byggðakvóti
    Byggðarráð Húnabyggðar - 51 Byggðarráð samþykkir sérreglur sem gilda um byggðakvóta sveitarfélagsins 2023-2024 sem eru þær sömu og giltu fyrir 2022-2023 og felur sveitarstjóra að senda inn til Matvælaráðuneytis fyrir 29. desember. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun Byggðarráðs.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 51 Byggðarráð samþykkir á fá verðmat fyrir félagsheimili sveitarfélagsins.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 51 Byggðarráð samþykkir að leggja niður félögin Auðkúluheiði ehf. og Brunavarnir A-Hún. Sveitarstjóra falið að fela KPMG að ganga frá málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir bókun Byggðarráðs.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 51 Lagt fram til kynningar

6.Öldungaráð Húnabyggðar - 6

2401001F

Fundargerð 6. fundar Öldungaráðs lögð fram til staðfestingar á 30. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2 þrfnast sérstakarar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 6 Byggðaráð hefur skipað Auðun S. Sigurðsson sem fulltrúa ráðsins í starfshóp vegna dagdvalar.

    Formaður Öldungaráðs ber upp tillögu um að Ásdís Ýr Arnardóttir, I. Ásta Þórisdóttir, Helga Margrét Jóhannesdóttir og Björn Magnússon séu fulltrúar Öldungaráðs í starfshóp um dagdvöl. Ásdís Ýr mun boða fyrsta fund.

    Tillaga samþykkt samhljóða.

    Óskað er eftir frekari upplýsingum frá stjórnsýslu sveitarfélagsins svo unnt sé að skilgreina útfærslu, kostnað og fleira vegna þessa.

    Lagt er til að starfshópurinn komi saman við fyrsta tækifæri og skili tillögum sínum til Öldungaráðs á næsta fundi ráðins í apríl n.k.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 6 Reglur um akstur eldri borgara hafa ekki verið afgreiddar innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Áhöld eru um hvernig standa eigi að akstri, og hvort standa eigi að akstri fyrir eldri borgara í dreifbýli.

    Umræður voru á fundinum um mögulegt fyrirkomulag og fyrirmyndir á samskonar þjónustu, hjá Blönduósbæ og Húnavatnshreppi. Þá kynnti Ásgerður Pálsdóttir reglur um akstur fyrir eldri borgara hjá öðrum sveitarfélögum.

    Formaður Öldungaráðs leggur fram eftirfarandi bókun:

    Öldungaráð óskar eftir því að sveitarfélagið taki ákvörðun um akstur fyrir eldri borgara hið fyrsta. Málið hefur dregist úr hömlu.

    Mjög mikilvægt er að mati ráðsins að boðið sé upp á akstur fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu, meðal annars til að draga úr mögulegri einangrun fólks, og tryggja jafnan aðgang að félagslegri þátttöku.

    Bókun fundar Sveitarstjórn beinir vinnu við akstursreglur til Byggðarráðs.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 6 Ásgerður Pálsdóttir óskaði eftir umræðu fundarins um húsnæðismál eldri borgara.

    Umræður sköpuðust á fundinum um mikilvægi þess að unnið sé að húsnæðismálum eldri borgara í sveitarfélaginu.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 6 Formaður ráðsins upplýsti að samkvæmt fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu A-Hún er gert ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum í Hnitbjörgum og Ægisgrund við endurnýjun íbúa. Þá er biðlisti eftir búsetu á Sæborgar á Skagaströnd, sem þjónustar allt landið. Á Sæborg er boðið upp á hjúkrunar- og þjónusturými í einstaklingsíbúðum og sameiginlegu þjónusturými.


    Formaður ráðsins óskaði eftir því við fulltrúa Félags- og skólaþjónustu A-Hún og fulltrúa HSN að greina frá stöðu mála í samræmi við bókun síðasta fundar.




    Ingiríður Ásta Þórisdóttir (FélAHún) upplýsti að gengið hefur verið frá ráðningu starfsmanns í félagslega heimaþjónustu. Þá eru einnig starfandi starfsmenn í félagslegri liðveislu.

    Ásgerður ítrekaði mikilvægi þess að upplýsingar um mögulega þjónustu sé aðgengilegar.

    Helga Margrét Jóhannesdóttir (HSN) upplýsti um heilsueflandi heimsóknir sem unnar voru í samstarfi félagsþjónustu og heilsugæslu hafa legið niðri um langt skeið en til stendur að endurvekja þær heimsóknir.
  • 6.5 2206034 Önnur mál
    Öldungaráð Húnabyggðar - 6 Lagt er til að næsti fundur ráðsins sé fimmtudaginn 18. apríl kl. 15:00

Fundi slitið - kl. 16:06.

Getum við bætt efni þessarar síðu?