51. fundur 19. desember 2023 kl. 15:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Gjaldskrá fasteignagjalda 2024

2312008

Farið yfir þær áorðnu breytingar sem urðu á gjaldskrá
Sveitarstjóri fór yfir gjaldskrá með áorðnum breytingum

2.Skógrækt við þéttbýli í Húnabyggð

2309007

Kynning á verkefninu
Sveitarstjóri fór yfir þau svæði sem koma til greina undir skógrækt í landi Ennis. Sveitarstjóra falið að halda áfram með verkefnið.
Byggðarráð vísar málinu til Skipulags- og byggingarnefndar til frekari umræðu.

3.Byggðakvóti

2301003

Tillögur um sérreglur vegna úthlutunar kvótans.
Byggðarráð samþykkir sérreglur sem gilda um byggðakvóta sveitarfélagsins 2023-2024 sem eru þær sömu og giltu fyrir 2022-2023 og felur sveitarstjóra að senda inn til Matvælaráðuneytis fyrir 29. desember.

4.Húnabyggð - Sala eigna

2301007

Sala eigna
Byggðarráð samþykkir á fá verðmat fyrir félagsheimili sveitarfélagsins.

5.Félög í eigu Húnabyggðar

2312012

Félög í eigu Húnabyggðar
Byggðarráð samþykkir að leggja niður félögin Auðkúluheiði ehf. og Brunavarnir A-Hún. Sveitarstjóra falið að fela KPMG að ganga frá málinu.

6.Hafnarsamband Íslands - Fundargerð 459. fundar stjórnar

2312011

Fundargerð 459. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?