Dagskrá
Forseti sveitarstjórnar óskaði eftir því að fundargerð 35. fundar Byggðarráðs yrði bætt við á dagskrá fundarins og yrði liður nr. 5. Samþykkt samhljóða
1.Húnabyggð - Ársreikningur 2022 - Síðari umræða
2308016
Ársreikningur Húnabyggðar 2022 - Síðari umræða
Á fundinum lá frammi til kynningar ,,Endurskoðunarskýrsla 2022 frá KPMG, vegna ársreiknings 2022, en við fyrri umræðu í sveitarsjórn, 27. júlí 2023, hafði Þorsteinn G. Þorsteinsson endurskoðandi hjá KPMG kynnt samstæðureikning sveitarfélagsins, ásamt sundurliðunarbók og skýrslu um endurskoðun á ársreikningi 2022.
Forseti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Ársreikningur Húnabyggðar fyrir árið 2022 liggur nú fyrir en hann er mun seinna á ferðinni en áætlað var. Þetta helgast af þeirri vinnu sem hefur fylgt sameiningu sveitarfélaganna en sú vinna hefur verið mun umfangsmeiri og flóknari en gert var ráð fyrir. Það er rétt að þakka skrifstofuteymi Húnabyggðar sérstaklega fyrir þrotlausa vinnu í því að koma saman fjárhag sveitarfélaganna, hlutdeildarfélaga, einkahlutafélaga o.fl. saman sem hefur verið ákveðið þrekvirki.
Það er rétt að hafa í huga að þessi ársreikningur er mjög sérstakur þar sem sveitarfélögin voru rekin sjálfstætt u.þ.b. hálft síðasta ár og ekki fyrr hafa hlutdeildarfélög eins og Brunavarnir og byggðarsamlögin verðið reiknuð inn í ársreikning sveitarfélagsins.
Tap ársins nam um 220 milljónum en áætlunin hljóðaði upp á 74 milljóna tap. Megin ástæða þessa eru verðbætur vegna langtímalána.
Veltufé frá rekstri var um 91 milljónir en áætlunin hljóðaði upp á 99 milljónir og á árinu 2021 var þessi tala 38 milljónir sem þýðir að veltufé frá rekstri var mjög nálægt áætlun og mun betra en fyrra ár. All nokkur frávik eru í einstökum liðum ársreikningsins en rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er nánast á áætlun.
Efnahagur nam 4.415 milljónum og þar af eru fastafjármunir 4.011 milljónir en veltufé 404 milljónir. Eigið fé nam 1.151 milljónum eða 26% af efnahag. Skuldir námu 3.263 milljónum og skammtímaskuldir voru þar af 800 milljónir og veltufjárhlutfall því 0,51 sem er frekar lágt en peningaleg staða um áramót var ágæt. Vegna vaxtaumhverfis á mörkuðum í dag og á síðasta ári þarf að vinna að því að lækka skammtímaskuldir.
Nettó fjárfestingar námu um 218 milljónum en áætlun var 175 milljónir. Frávik hér eru að töluverðu leiti vegna þess að endurgreiðslur/framlög vegna fjárfestinga hafa ekki borist en koma inn á árinu 2023. Fjármögnunarhreyfingar námu 182 milljónum og voru í samræmi við áætlun.
Ársreikningur ársins 2022 er fyrsti ársreikningur sameinaðs sveitarfélags og ber þess merki vegna kostnaðar sem fylgir sameiningu en einnig koma framlög vegna sameingar frá Jöfnunarsjóði. Auk þess hefur upptaka nýrra reikningsskilareglna um samrekstarfélög nokkur áhrif á ársreikninginn.
Heildarniðurstaðan er viðunandi þar sem rekstrarárið var mjög sérstakt vegna sameiningarinnar og að því viðbættu voru ytri skilyrði óhagstæð og fjármagnskostnaður á langtíma- og skammtímaskuldum verulega meiri en venjulega. Ljóst er að sveitarfélagið þrátt fyrir sókn og áætlanir um ýmiskonar framkvæmdir þarf að stíga varlega til jarðar til að bæta rekstur og helstu lykilmælikvarða sveitarfélagsins.
Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða
Forseti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Ársreikningur Húnabyggðar fyrir árið 2022 liggur nú fyrir en hann er mun seinna á ferðinni en áætlað var. Þetta helgast af þeirri vinnu sem hefur fylgt sameiningu sveitarfélaganna en sú vinna hefur verið mun umfangsmeiri og flóknari en gert var ráð fyrir. Það er rétt að þakka skrifstofuteymi Húnabyggðar sérstaklega fyrir þrotlausa vinnu í því að koma saman fjárhag sveitarfélaganna, hlutdeildarfélaga, einkahlutafélaga o.fl. saman sem hefur verið ákveðið þrekvirki.
Það er rétt að hafa í huga að þessi ársreikningur er mjög sérstakur þar sem sveitarfélögin voru rekin sjálfstætt u.þ.b. hálft síðasta ár og ekki fyrr hafa hlutdeildarfélög eins og Brunavarnir og byggðarsamlögin verðið reiknuð inn í ársreikning sveitarfélagsins.
Tap ársins nam um 220 milljónum en áætlunin hljóðaði upp á 74 milljóna tap. Megin ástæða þessa eru verðbætur vegna langtímalána.
Veltufé frá rekstri var um 91 milljónir en áætlunin hljóðaði upp á 99 milljónir og á árinu 2021 var þessi tala 38 milljónir sem þýðir að veltufé frá rekstri var mjög nálægt áætlun og mun betra en fyrra ár. All nokkur frávik eru í einstökum liðum ársreikningsins en rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er nánast á áætlun.
Efnahagur nam 4.415 milljónum og þar af eru fastafjármunir 4.011 milljónir en veltufé 404 milljónir. Eigið fé nam 1.151 milljónum eða 26% af efnahag. Skuldir námu 3.263 milljónum og skammtímaskuldir voru þar af 800 milljónir og veltufjárhlutfall því 0,51 sem er frekar lágt en peningaleg staða um áramót var ágæt. Vegna vaxtaumhverfis á mörkuðum í dag og á síðasta ári þarf að vinna að því að lækka skammtímaskuldir.
Nettó fjárfestingar námu um 218 milljónum en áætlun var 175 milljónir. Frávik hér eru að töluverðu leiti vegna þess að endurgreiðslur/framlög vegna fjárfestinga hafa ekki borist en koma inn á árinu 2023. Fjármögnunarhreyfingar námu 182 milljónum og voru í samræmi við áætlun.
Ársreikningur ársins 2022 er fyrsti ársreikningur sameinaðs sveitarfélags og ber þess merki vegna kostnaðar sem fylgir sameiningu en einnig koma framlög vegna sameingar frá Jöfnunarsjóði. Auk þess hefur upptaka nýrra reikningsskilareglna um samrekstarfélög nokkur áhrif á ársreikninginn.
Heildarniðurstaðan er viðunandi þar sem rekstrarárið var mjög sérstakt vegna sameiningarinnar og að því viðbættu voru ytri skilyrði óhagstæð og fjármagnskostnaður á langtíma- og skammtímaskuldum verulega meiri en venjulega. Ljóst er að sveitarfélagið þrátt fyrir sókn og áætlanir um ýmiskonar framkvæmdir þarf að stíga varlega til jarðar til að bæta rekstur og helstu lykilmælikvarða sveitarfélagsins.
Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða
2.Húnabyggð - Staða verkefna
2308017
Sveitarstjóri fer yfir stöðu verkefna í sveitarfélaginu
Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni sem eru í gangi og greindi frá stöðu þeirra. Af mörgum verkefnum má nefna:
Samþætting fjármála gömlu sveitarfélaganna sem er langt komin en enn er verið að vinna að nýju verklagi varðandi reglulegt uppgjör sveitarfélagsins.
Í ferðamannamálum hefur áherslan verið á Vatnsdalinn og verkefni tengd því svæði í sumar, himnastiginn er dæmi um verkefni sem búið er að ljúka.
Uppsetning lyftu í Íþróttamiðstöð er í gangi en verkefninu hefur því miður seinkað og áætluð lok þess verkefnis er nú um miðjan október. Þessi seinkun hefur þýtt að við höfum gert breytingar á skipulagi grunnskóla og leikskóla þannig að 3-4. bekkur grunnskóla fer á efri hæð Íþróttamiðstöðvarinnar en efsta stig leikskólans fer í gömlu bygginguna í grunnskólanum.
Sveitarfélagið hefur samþykkt kauptilboð Ríkiseigna í Hnjúkabyggð 33 og tvær eignir á Skúlabraut eru söluferli.
Rekstur Húnanets er í skoðun og áætlað er að um áramót verði tekin ákvörðun um framtíð félagsins. Míla áætlar að hefja undirbúning og framkvæmdir við næsta áfanga í lagningu ljósleiðara á Blönduósi í þessari viku og næstu.
Vatnsveitumál á Hlíðarbraut verða löguð í haust, en ekki liggur fyrir á núverandi stundu hvaða hús nákvæmlega verða tekin en stefnt að því að ná eins miklu og hægt er.
Viðhald girðinga hefur gengið mjög vel og nú hefst seinni hluti þeirra vinnu til að gera allt klárt fyrir göngur haustsins. Töluverðar framkvæmdir hafa verið í Auðkúlurétt en réttin þarfnast mikils viðhalds. Á Laxárdal, við Stafnsrétt og á Grímstunguheiði eru verkefni í vegamálum sem verið er að vinna og/eða undirbúa.
Töluvert viðhald hefur verið á grunnskólanum en í þeim framkvæmdum hafa komið í ljós eldri viðgerðir sem ekki hafa tekist og því hefur verkefnið stækkað og kaffistofa grunnskólans er ónothæft í augnablikinu.
Hönnun nýs leikskóla er langt komin og skipulagsvinna vegna lóða og leyfa er núna í gangi. Reiknað er með að fara í útboð með þá framkvæmd í október. Unnið hefur verið við að laga dren leikskólans í sumar og bindum við vonir við að aðgerðir sumarins lagi stöðuna. Það má þó taka fram að húsið stendur á mjög slæmum stað hvað grunnvatnsstöðu varðar og ekki útséð með að vandamálið sé að fullu leyst. Skipt hefur verið um gólfefni á tveimur deildum við norðurgafl leiksskólans en þar voru rakaskemmdir.
Slátturverkefni hafa verið mun fleiri núna en venjulega þar sem sveitarfélagið hefur stækkað og verktaki sem unnið hefur í þéttbýli sagði upp sínum samningi. Það hefur tekið tíma að ná utan um þessa nýju stöðu og haustsláttur verður tekinn á þeim svæðum sem útundan hafa verið.
Deiliskipulag í gamla bænum er hafið og samtal við alla eigendur eigna á svæðinu standa yfir. Búið er að útbúa þrívíddarmódel af svæðinu til að auðvelda gerð endanlegs deiliskipulags. Þetta er mjög mikilvægt mál sem þarf að klárast sem fyrst þannig að uppbygging sveitarfélgsins á götum, útisvæðum o.s.frv. í samhengi við sterka framtíðarsýn geti hafist.
Eignir sveitarfélagsins á Húnavöllum hafa formlega verið auglýstar til sölu en einnig hefur samtal við fjárfesta staðið yfir í nokkurn tíma. Reiknað er með að formleg samtöl við áhugasama fjárfesta hefjist í september.
Samþætting fjármála gömlu sveitarfélaganna sem er langt komin en enn er verið að vinna að nýju verklagi varðandi reglulegt uppgjör sveitarfélagsins.
Í ferðamannamálum hefur áherslan verið á Vatnsdalinn og verkefni tengd því svæði í sumar, himnastiginn er dæmi um verkefni sem búið er að ljúka.
Uppsetning lyftu í Íþróttamiðstöð er í gangi en verkefninu hefur því miður seinkað og áætluð lok þess verkefnis er nú um miðjan október. Þessi seinkun hefur þýtt að við höfum gert breytingar á skipulagi grunnskóla og leikskóla þannig að 3-4. bekkur grunnskóla fer á efri hæð Íþróttamiðstöðvarinnar en efsta stig leikskólans fer í gömlu bygginguna í grunnskólanum.
Sveitarfélagið hefur samþykkt kauptilboð Ríkiseigna í Hnjúkabyggð 33 og tvær eignir á Skúlabraut eru söluferli.
Rekstur Húnanets er í skoðun og áætlað er að um áramót verði tekin ákvörðun um framtíð félagsins. Míla áætlar að hefja undirbúning og framkvæmdir við næsta áfanga í lagningu ljósleiðara á Blönduósi í þessari viku og næstu.
Vatnsveitumál á Hlíðarbraut verða löguð í haust, en ekki liggur fyrir á núverandi stundu hvaða hús nákvæmlega verða tekin en stefnt að því að ná eins miklu og hægt er.
Viðhald girðinga hefur gengið mjög vel og nú hefst seinni hluti þeirra vinnu til að gera allt klárt fyrir göngur haustsins. Töluverðar framkvæmdir hafa verið í Auðkúlurétt en réttin þarfnast mikils viðhalds. Á Laxárdal, við Stafnsrétt og á Grímstunguheiði eru verkefni í vegamálum sem verið er að vinna og/eða undirbúa.
Töluvert viðhald hefur verið á grunnskólanum en í þeim framkvæmdum hafa komið í ljós eldri viðgerðir sem ekki hafa tekist og því hefur verkefnið stækkað og kaffistofa grunnskólans er ónothæft í augnablikinu.
Hönnun nýs leikskóla er langt komin og skipulagsvinna vegna lóða og leyfa er núna í gangi. Reiknað er með að fara í útboð með þá framkvæmd í október. Unnið hefur verið við að laga dren leikskólans í sumar og bindum við vonir við að aðgerðir sumarins lagi stöðuna. Það má þó taka fram að húsið stendur á mjög slæmum stað hvað grunnvatnsstöðu varðar og ekki útséð með að vandamálið sé að fullu leyst. Skipt hefur verið um gólfefni á tveimur deildum við norðurgafl leiksskólans en þar voru rakaskemmdir.
Slátturverkefni hafa verið mun fleiri núna en venjulega þar sem sveitarfélagið hefur stækkað og verktaki sem unnið hefur í þéttbýli sagði upp sínum samningi. Það hefur tekið tíma að ná utan um þessa nýju stöðu og haustsláttur verður tekinn á þeim svæðum sem útundan hafa verið.
Deiliskipulag í gamla bænum er hafið og samtal við alla eigendur eigna á svæðinu standa yfir. Búið er að útbúa þrívíddarmódel af svæðinu til að auðvelda gerð endanlegs deiliskipulags. Þetta er mjög mikilvægt mál sem þarf að klárast sem fyrst þannig að uppbygging sveitarfélgsins á götum, útisvæðum o.s.frv. í samhengi við sterka framtíðarsýn geti hafist.
Eignir sveitarfélagsins á Húnavöllum hafa formlega verið auglýstar til sölu en einnig hefur samtal við fjárfesta staðið yfir í nokkurn tíma. Reiknað er með að formleg samtöl við áhugasama fjárfesta hefjist í september.
3.Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar 14. fundar frá 2. ágúst
2308015
Fundargerð 14. fundar Skipulags- og byggingarnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 3,4 og 6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
Liður 3 - Neðri-Mýaranáma, umsókn um framkvæmdarleyfi - 2303009 - Samþykkt með 9 atkvæðum
Liður 4 - Sólheimar, umsókn um stofnun lóðar - 2307006 - Samþykkt með 9 atkvæðum
Liður 6 - Ósk um framkvæmdarleyfi vegna sjóvarna á Blönduósi - 2307008 - Sveitarstjórn samþykkir erindið með 9 atkvæðum og felur Skipulags- og byggingafulltrúa að vinna málið áfram.
Liður 4 - Sólheimar, umsókn um stofnun lóðar - 2307006 - Samþykkt með 9 atkvæðum
Liður 6 - Ósk um framkvæmdarleyfi vegna sjóvarna á Blönduósi - 2307008 - Sveitarstjórn samþykkir erindið með 9 atkvæðum og felur Skipulags- og byggingafulltrúa að vinna málið áfram.
4.Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 7
2308001F
Fundargerð 7. fundar Landbúnaðarnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 7 Landbúnaðarnefnd fjallaði um þau erindi sem borist hafa vegna ágangs búfjár í sveitarfélaginu og ályktar á meðan það ríkir óvissa um lagalegan grunn þessa máls geti nefndin ekki afgreitt það og vísar því málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu:
Í framlögðu áliti Innviðaráðuneytisins í máli IRN22050047, vísar ráðuneytið málinu til Matvælaráðuneytisins að öðru leyti en því er snýr að stjórnsýslulega hlutanum, þ.e. að sveitarstjórn taki ákvörðun um smölun, þar sem um stjórnvaldsákvörðun sé að ræða. Sveitarstjórn Húnabyggðar telur mikilvægt að álit Matvælaráðuneytisins komi fram í formi leiðbeinandi reglna auk þess að leitað verði til Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem nauðsynlegt er að skýra mikilvæg atriði s.s. um réttarstöðu aðila, hvernig standa skuli að fyrirkomulagi á smölun ágangsfjár, óvissu um ástand girðinga, skilgreiningu á ágangi búfjár og fleiri veigamiklum atriðum þar sem gæta þarf að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga, þ.m.t. um meðalhóf, rannsóknarskyldu og andmælarétt. Samræmdar skilgreiningar á þessum mikilvægu atriðum þurfa að vera fyrirliggjandi og skýrar áður en unnt er að taka afstöðu um viðbragð og verklag vegna smölunar ágangsfjár í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Húnabyggðar leggur áherslu á mikilvægi þess að mótaðar verði samræmdar leiðbeiningar í samræmi við lög og reglur sem við á. Sveitarstjórn áréttar að almennt er lausaganga búfjár, þ.m.t. sauðfjár, heimil í Húnabyggð og að landeigendum ber að gæta þess að girðingar um land þeirra séu fjárheldar.
Sveitarstjórn felur Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd að vinna að gerð verklagsreglna um leið og samræmdar leiðbeinandi reglur liggja fyrir og í kjölfarið vísa verklagsreglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
-
Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 7 Landbúnaðarnefnd fjallaði um málið og óskar eftir ítarlegri hugmyndum fjallskilanefndar Enghlíðinga á hvaða lausnir séu raunhæfastar, þannig að hægt sé að taka afstöðu til einstakra hugmynda. Þessum hugmyndum þarf að fylgja umfang og kostnaður þeirra framkvæmda sem koma til álita.
5.Byggðarráð Húnabyggðar - 35
2308002F
Fundargerð 35. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 23. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2,4,6,8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 35 Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um erindið fyrir sitt leyti.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 35 Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um erindið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir rekstrarleyfið fyrir sitt leyti
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 35 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 35 Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja kaupsamninginn Bókun fundar Samþykkt samhljóða, sveitarstjóra falið að ganga frá sölunni
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 35 Aðalmenn í sveitarstjórn og starfsmenn á fjármálasviði sveitarfélagsins hafa rétt til setu á ráðstefnunni.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 35 Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja reglurnar Bókun fundar Samþykkt samhljóða
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 35 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 35 Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar Bókun fundar Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Norðurár bs hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 170.000.000 kr. til allt að 16 ára. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Norðurá bs. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til gerðar urðunarstaðarins Stekkjarvíkur við Sölvabakka sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórn Húnabyggðar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurár bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurár bs sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Húnabyggð selji eignarhlut í Norðurá bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Húnabyggð sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Pétri Arasyni, sveitarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Húnabyggðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 35 Ársreikningur lagður fram til kynningar og afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 35 Ársreikningur lagður fram til kynningar og afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 35 Ársreikningur lagður fram til kynningar og afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 35 Ársreikningur lagður fram til kynningar og afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 35 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 35 Byggðarráð samþykkir að Auðunn Steinn Sigurðsson verði fulltrúi Austur-Húnavatnssýslu í stjórn Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna
Þessi sveitarstjórnarfundur er síðasti fundur sveitarstjórnarfulltrúans Eddu Brynleifsdóttur. Sveitarstjórn þakkar Eddu fyrir faglegt og gefandi starf í sveitarstjórninni en Edda er á förum úr sveitarfélaginu og líkur því hér með störfum fyrir sveitarfélagið. Sveitarstjórnin óskar Eddu og syni hennar Brynleifi gæfu og góðs gengis á nýjum stað og verið þið alltaf velkomin í Húnabyggð.
Fundi slitið - kl. 17:55.