18. fundur 27. apríl 2023 kl. 13:00 - 17:05 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Edda Brynleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Skólaakstur útboð

2302024

Reglur um skólaakstur og útboðsgögn
Elín Aradóttir óskaði eftir fundarhléi klukkan 13:09. Fundi haldið áfram 13:26.
Reglur um skólaakstur með áorðnum breytingum samþykktar samhljóða
Útboðsgögn vegna skólaksturs 2023-2026 með áorðnum breytingum samþykkt samhljóða

2.Leikskóli Húnabyggðar

2209018

Sumarlokun leikskóla Húnabyggðar
Sveitarstjóri lagði til breytingar á núverandi skóladagatali að sumarlokun leikskóla Húnabyggðar verði fimm vikur vegna fyrirhugaðs viðhalds á húsnæði leikskólans og styttingu vinnuskyldu starfsmanna.

GRL lagði til að tillögunni yrði vísað til Fræðslunefndar.
Samþykkir voru þrír(ZAL, GRL, RH), tveir sátu hjá (EA,JG), á móti voru fjórir (ASS,GHJ,BÞH,EB)

Tillaga samþykkt með fimm atkvæðum (ASS,GHJ,EB,BÞH,JG), fjórir sátu hjá (RH,GRL,ZAL,EA)

Leikskólastjóra falið að upplýsa starfsmenn og foreldra um þessa breytingu.


3.Stefnumótun Húnabyggðar

2304019

Minnisblað stjórnsýsluráðgjafa er verðar stefnumótun í Húnabyggð
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða kynnta áætlun um verklag við gerð heildar stefnumótunar Húnabyggðar með aðkomu íbúa sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að hrinda áætluninni í framkvæmd með stjórnendum sviða sveitarfélagsins.

4.SSNV - Fræðsluferð til Skotlands

2304020

Minnisblað SSNV er varðar fræðsluferð sveitarstjórnarfulltrúa til Skotlands
Lagt fram til kynningar

5.Fundagerð eigenda Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna

2304022

Fundargerð eigendafundar Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna sem fram fór 18. apríl sl.
Lagt fram til kynningar

6.Riðumál

2304016

Riðumál
Sveitarstjórn vill ítreka bókun sína frá síðasta fundi sveitarstjórnar sem var svohljóðandi:

Vegna riðusmits sem upp kom í Miðfjarðarhólfi vill sveitastjórn Húnabyggðar beina því til Matvælaráðherra að farið verði í breytingar á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, nr. 651/2001. Endurskoðun á reglugerð þessari hefur staðið yfir í nokkur ár og virðist málið lítið þokast áfram í Matvælaráðuneytinu. Mikill kostnaður fylgir niðurskurði vegna riðu fyrir hið opinbera sem og bændur. Eftir að ARR arfgerðin fannst í íslensku sauðfé er hægt að beita forvörnum með markvissum hætti til að útrýma riðu. Því þarf að tryggja fjármagn til arfgerðargreiningar sauðfjár. Jafnframt er rétt að minna á að viðhald sauðfjárveikivarnargirðinga hefur verið fjársvelt um árabil.

Sveitarstjóra falið að koma sjónarmiðum sveitarstjórnar á framfæri við Matvælaráðherra

7.Ákvörðun fundartíma

2304021

Ákvörðun um fundartíma (SSNV og Yggdrasill)
Ákveðið að hafa fund með SSNV á næsta sveitarstjórnarfundi sem fram fer 9.maí og sveitarstjóri kemur með tillögu að fundartíma á Teams með Yggdrasil

8.Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 4

2303003F

Fundargerð 4. fundar Atvinnu- og menningarnefndar lögð fram til staðfestingar á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 8.1 2212002 Húnaver
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 4 Nefndarmenn Atvinnu- og menningarnefndar ásamt sveitarstjóra funduðu með formönnum Kvenfélags Bólstaðarhlíðarhrepps, Búnaðarfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps og Ungmennasambandi Bólastaðarhlíðarhrepps í Húnaveri. Nefndarmenn skoðuðu aðstæður. Farið yfir málefni Húnavers og miklar umræður urðu á fundinum. Ákveðið að sveitarstjóri auglýsi Húnaver til leigu.

9.Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 5

2304002F

Fundargerð 5. fundar Atvinnu- og menningarnefndar lögð fram til staðfestingar á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 5 Jón Gíslason Hofi og Haukur S. Garðarsson Hvammi í Vatnsdal mættu á fundinn undir þessum lið og fór yfir forsögu verkefnisins og fór yfir það sem hefur verið gert á undanförnum árum. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur styrkt verkefnið til endurbóta á skiltum og göngustígum. Hugmyndir eru að nýjum gönguleiðum, uppfæra skilti sem fyrir eru t.d hafa QR kóða þar sem hægt er að fá ítarlegri upplýsingar. Miklar umræður urðu og hvernig mætti útfæra verkefnið og rætt um þá möguleika sem hægt er að gera. Jón og Haukur vilja að sveitarfélagið taki yfir verkefnið.
    Nefndin tekur mjög jákvætt í erindið og telur mikla möguleika þarna á ferð.
    Sveitarstjóra falið að vinna verkefnið áfram.

    Jón og Haukur yfirgáfu fundinn 11:45
  • 9.2 2211005 Þrístapar
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 5 Sveitarstjóri fór yfir þá vinnu sem hefur verið unnið að undanförnu og fór yfir hugmyndir sem fram komu á fundi sem haldinn var með hagsmunaaðilum svæðisins. Miklar umræður urðu í nefndinni.
    Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
  • 9.3 2212002 Húnaver
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 5 Auglýsing vegna leigu á Húnaveri verður birt í dag.

10.Fræðslunefnd Húnabyggðar - 9

2304003F

Fundargerð 9. fundar Fræðslunefndar lögð fram til staðfestingar á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 3 og 4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 9 Lagt fram til kynningar
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 9 Fræðslunefnd frestar afgreiðslu skóladagatals leikskóla 2023-2024.
  • 10.3 2302024 Skólaakstur útboð
    Fræðslunefnd Húnabyggðar - 9 Fræðslunefnd fór yfir reglur um skólaakstur og útboðsgögn. Fræðslunefnd samþykkir reglur um skólaakstur og útboðsgögn með áorðnum breytingum og vísar til sveitarstjórnar til samþykktar. Bókun fundar Sjá bókun 1. liðar þessarar fundagerðar
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 9 Þórhalla kynnti tillögu að skóladagatali skólaársins 2023-2024. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Húnaskóla 2023-2024. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir skóladagatal Húnaskóla 2023-2024 með 9 atkvæðum
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 9 Skólastjóri fór yfir ýmsa viðburði sem eru framundan í skólanum. M.a skólahreysti á Akureyri, skólaþing í Húnaskóla, listalest á Hvammstanga, Miðstigsleikar á miðstigi, fjagra daga vorferð 10. bekkjar
    Þórhalla greindi frá frekari áformum um samstarf leik- og grunnskóla. Þórhalla greindi frá starfsmannamálum. Eftir næstu mánaðarmót mun liggja fyrir hversu mörg stöðugildi þarf að auglýsa fyrir næsta skólaár.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 9 Þórhalla fór yfir samantekt sína er varðar fyrirspurnir sem Foreldrafélagi Húnaskóla höfðu borist. Þórhalla mun senda samantektina á tölvupósti til foreldra í samráði við formann Foeldrafélagsins

11.Byggðarráð Húnabyggðar - 28

2304004F

Fundargerð 28. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

12.Öldungaráð Húnabyggðar - 3

2304005F

Fundargerð 3. fundar Öldungaráðs lögð fram til staðfestingar á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 3 Umræður um ökuleyfi og öryggi í umferðinni, til að mynda fræðslu til eldri borgara um endurnýjun ökuleyfa.

    Umræður um netglæpi og hvers konar fjárhagssvindl, skýra þarf fyrir íbúum hvert hægt sé að leita ef einstaklingur telur sig verða fyrir broti og nánari leiðbeiningar um hvernig megi forðast slíka glæpi.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 3 Formaður fór ásamt Helgu Margréti, hjúkrunarfræðingi svæðis og sveitarstjóra og kynntu sér aðstæður á HSN. Byggðaráð tók jákvætt í erindi frá öldungaráði.

    Miklar umræður um fyrirkomulag dagdeildar, skipulag slíkrar deildar og annað því tengt.

    Lagt er til að stefnumótunarhópur öldungaráðs vinni málið áfram.
  • 12.3 2206034 Önnur mál
    Öldungaráð Húnabyggðar - 3 Ingiríður Ásta Þórisdóttir verður fulltrúi Félagsþjónustunnar í stað Söru Lindar Kristjánsdóttur í Öldungaráði

    Björn spyr um húsnæðismál, á síðasta sveitarstjórnarfundi var sveitarstjóra falið að vinna að minnisblaði er varðar möguleika til uppbyggingar á húsnæði fyrir eldri borgara. Öldungaráð fagnar því að málið sé komið í ferli og vill árétta mikilvægi þess.

    Ásgerður spyr varðandi akstursreglur og afgreiðslu á þeim. Akstursreglur verða vonandi kynntar á næsta fundi Öldungaráðs.

13.Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 6

2304006F

Fundargerð 6. fundar Landbúnaðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 18. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Lið 1 frestað til næsta fundar sveitarstjórnar, samþykkt með 9 atkvæðum. Að loknum umræðum um fundargerðina voru liðir 2 og 3 bornir upp og staðfestir af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 6 Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða samþykkt um búfjárhald í þéttbýli Húnabyggðar
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 6 Sveitarstjóri kynnti áform sín varðandi girðingaviðhald nú í sumar. Ekki verður farið í útboð nú í sumar, heldur mun sveitarfélagið ráða starfsmenn í verkið. Bókun fundar Jón Gíslason fulltrúi H-lista í sveitarstjórn og landbúnaðarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
    Afgreiðsla 2.liðar í fundargerð landbúnaðarnefndar 24.4 síðastliðinn, er ekki tillaga landbúnaðarnefndar til sveitarstjórnar heldur einungis ákvörðun sveitarstjóra sem hann tilkynnti nefndinni varðandi fyrirkomulag girðingar viðhalds á upprekstrarlöndum Húnabyggðar nú í sumar.

    Birgir Þór Haraldsson fulltrúi D-lista leggur fram svohljóðandi bókun:
    Á fundi landbúnaðarnefndar þann 25. apríl kynnti sveitastjóri nýja útfærslu á girðingaviðhaldi sveitarfélagsins þar sem gert er ráð fyrir að starfsmenn sveitarfélagsins vinni verkið.
    Varðandi þessa útfærslu hefur ekki verið ákveðið hvaða tækjabúnað starfsmenn eigi að nota og hvort hann sé keyptur eða leigður. Þegar girðingaviðhald Húnavatnshrepps var boðið út árið 2019 var gert ráð fyrir að verkið væri um 1500 vinnustundir.
    Ég legg til að farið verði yfir girðingar og þeim forgangsraðað eftir því hvenær þær þurfa að vera heldar.
    Þessi útfærsla að nota starfsmenn sveitarfélagsins getur ef til vill sparað umtalsverða fjármuni ef verkefnum er rétt ráðstafað.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 6 Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála og greindi frá fundi sínum við formenn veiðifélaganna er varðar veiði á mink. Sveitarstjóri greindi frá því að fyrirhugaður fundur með refaskyttum er á morgun. Umræður urðu um málið.

Fundi slitið - kl. 17:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?