6. fundur 24. apríl 2023 kl. 11:00 - 12:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Jón Árni Magnússon formaður
  • Halldór Skagfjörð Jónsson varaformaður
  • Birgir Þór Haraldsson varamaður
    Aðalmaður: Þuríður Hermannsdóttir
  • Sara Björk Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Búfénaður í þéttbýli

2211020

Búfénaður í þéttbýli
Landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða samþykkt um búfjárhald í þéttbýli Húnabyggðar

2.Girðingar í Húnabyggð

2209016

Girðingar - útboð
Sveitarstjóri kynnti áform sín varðandi girðingaviðhald nú í sumar. Ekki verður farið í útboð nú í sumar, heldur mun sveitarfélagið ráða starfsmenn í verkið.

3.Refa- og minnkaveiðar

2211018

Refa- og minnkaveiðar
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála og greindi frá fundi sínum við formenn veiðifélaganna er varðar veiði á mink. Sveitarstjóri greindi frá því að fyrirhugaður fundur með refaskyttum er á morgun. Umræður urðu um málið.

Fundi slitið - kl. 12:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?