Dagskrá
1.Staða leikskólamála, yfirlit og helstu úrlausnarefni
2208016
Þórunn Ragnarsdóttir fór yfir minnisblað um stöðu leikskólamála í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn þakkar Þórunni fyrir yfirferðina.
Talsverðar umræður sköpuðust um stöðu leikskólamála.
1.
Að loknum umræðum bar Guðmundur Haukur Jakobsson upp eftirfarandi tillögu:
Sveitarfélagið Húnabyggð rekur einn leikskóla á grunni Leikskólans Barnabæjar á Blönduósi og Leikskólans Vallabóls (leikskóladeildar Húnavallaskóla). Nýr skóli rekur tvær starfsstöðvar, þ.e. á Húnavöllum og á Blönduósi. Íbúar sveitarfélagsins hafi val um á hvora starfsstöð þeir kjósa að senda börn sín til skólavistar. Inntaka nýrra nemenda á hvora starfsstöð er þó alltaf háð því að rými sé til staðar og mönnun sé fullnægjandi. Umsóknir raðast á biðlista á hvorri starfsstöð eftir kennitölum barna, þau elstu fyrst. Sæki foreldrar barns um á starfstöð leikskóla þar sem ekki er unnt, sökum aðstæðna, að taka inn nýja nemendur, skulu skólastjórnendur kynna vistun á hinni starfsstöðinni sem valkost að því gefnu að svigrúm sé til staðar þar.
Skilyrði fyrir leikskóladvöl barns er að það hafi náð 12 mánaða aldri og sé með lögheimili í Húnabyggð. Innritun er alfarið á höndum leikskólastjóra þar sem aðstæður í leikskólanum ráða því hvenær hægt er að taka nýja nemendur inn. Lágmarksinntökualdur barna á leikskóla skal endurskoða reglulega eftir aðstæðum.
Sveitarstjórn felur leikskólastjórnendum að leggja drög að samræmdum innritunarreglum fyrir leikskóla í Húnabyggð. Nýjar innritunarreglur skulu staðfestar af fræðslunefnd. Umsóknir sem berast fyrir staðfestingu fræðslunefndar skulu afgreiddar samkvæmt gildandi innritunarreglum á þeim degi sem þær bárust.
Tillagan borin upp og samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.
Zophonías Ari Lárusson óskaði eftir fundarhléi kl. 16:06.
Fundarhléi lauk kl. 16:15.
Guðmundur Haukur Jakobsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar:
Meirihluti áréttar að þrátt fyrir framkomna tillögu skuli stefnt að því að inntökualdur barna verði frá 10 mánaða aldri þegar aðstæður leyfa í leikskólanum.
2.
Guðmundur Haukur Jakobson lagði fram tillögu að gjaldskrá fyrir Leikskóla Húnabyggðar fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar:
Jón Gíslason gerði tillögu um að afgreiðslu gjaldskrár leikskóla Húnabyggðar verði frestað.
Tillaga Jóns borin upp og felld með 7 atkvæðum (EA, GRL. ZAL, JÁM, BÞH, ASS, GHJ). Einn greiddi atkvæði með tillögunni (JG). Einn sat hjá (EB)
Gjaldskráin borin upp og samþykkt með 8 atkvæðum (EA, GRL, ZAL, EB, JÁM, BÞH, ASS, GHJ). Einn greiddi atkvæði gegn tillögunni (JG).
Gjaldskráin verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins undir "Gjaldskrár".
Jón Gíslason lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tel að þessi vinnubrögð séu ekki lögleg.
3.
Guðmundur Haukur Jakobsson lagði fram tillögu að reglum um styrki vegna aksturs leikskólabarna
Reglur um styrki vegna aksturs leikskólabarna bornar upp og samþykktar með 8 atkvæðum (EA, GRL, ZAL, EB, JÁM, BÞH, ASS, GHJ). Einn sat hjá (JG).
Reglurnar verða birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Öðrum liðum minnisblaðsins vísað til sveitarstjóra, skólastjórnenda og byggðaráðs til frekari úrvinnslu.
Jón Árni Magnússon óskaði eftir fundarhléi kl. 16:52.
Fundarhléi lauk kl. 16:58.
Sveitarstjórn þakkar Þórunni fyrir yfirferðina.
Talsverðar umræður sköpuðust um stöðu leikskólamála.
1.
Að loknum umræðum bar Guðmundur Haukur Jakobsson upp eftirfarandi tillögu:
Sveitarfélagið Húnabyggð rekur einn leikskóla á grunni Leikskólans Barnabæjar á Blönduósi og Leikskólans Vallabóls (leikskóladeildar Húnavallaskóla). Nýr skóli rekur tvær starfsstöðvar, þ.e. á Húnavöllum og á Blönduósi. Íbúar sveitarfélagsins hafi val um á hvora starfsstöð þeir kjósa að senda börn sín til skólavistar. Inntaka nýrra nemenda á hvora starfsstöð er þó alltaf háð því að rými sé til staðar og mönnun sé fullnægjandi. Umsóknir raðast á biðlista á hvorri starfsstöð eftir kennitölum barna, þau elstu fyrst. Sæki foreldrar barns um á starfstöð leikskóla þar sem ekki er unnt, sökum aðstæðna, að taka inn nýja nemendur, skulu skólastjórnendur kynna vistun á hinni starfsstöðinni sem valkost að því gefnu að svigrúm sé til staðar þar.
Skilyrði fyrir leikskóladvöl barns er að það hafi náð 12 mánaða aldri og sé með lögheimili í Húnabyggð. Innritun er alfarið á höndum leikskólastjóra þar sem aðstæður í leikskólanum ráða því hvenær hægt er að taka nýja nemendur inn. Lágmarksinntökualdur barna á leikskóla skal endurskoða reglulega eftir aðstæðum.
Sveitarstjórn felur leikskólastjórnendum að leggja drög að samræmdum innritunarreglum fyrir leikskóla í Húnabyggð. Nýjar innritunarreglur skulu staðfestar af fræðslunefnd. Umsóknir sem berast fyrir staðfestingu fræðslunefndar skulu afgreiddar samkvæmt gildandi innritunarreglum á þeim degi sem þær bárust.
Tillagan borin upp og samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.
Zophonías Ari Lárusson óskaði eftir fundarhléi kl. 16:06.
Fundarhléi lauk kl. 16:15.
Guðmundur Haukur Jakobsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar:
Meirihluti áréttar að þrátt fyrir framkomna tillögu skuli stefnt að því að inntökualdur barna verði frá 10 mánaða aldri þegar aðstæður leyfa í leikskólanum.
2.
Guðmundur Haukur Jakobson lagði fram tillögu að gjaldskrá fyrir Leikskóla Húnabyggðar fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar:
Jón Gíslason gerði tillögu um að afgreiðslu gjaldskrár leikskóla Húnabyggðar verði frestað.
Tillaga Jóns borin upp og felld með 7 atkvæðum (EA, GRL. ZAL, JÁM, BÞH, ASS, GHJ). Einn greiddi atkvæði með tillögunni (JG). Einn sat hjá (EB)
Gjaldskráin borin upp og samþykkt með 8 atkvæðum (EA, GRL, ZAL, EB, JÁM, BÞH, ASS, GHJ). Einn greiddi atkvæði gegn tillögunni (JG).
Gjaldskráin verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins undir "Gjaldskrár".
Jón Gíslason lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tel að þessi vinnubrögð séu ekki lögleg.
3.
Guðmundur Haukur Jakobsson lagði fram tillögu að reglum um styrki vegna aksturs leikskólabarna
Reglur um styrki vegna aksturs leikskólabarna bornar upp og samþykktar með 8 atkvæðum (EA, GRL, ZAL, EB, JÁM, BÞH, ASS, GHJ). Einn sat hjá (JG).
Reglurnar verða birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Öðrum liðum minnisblaðsins vísað til sveitarstjóra, skólastjórnenda og byggðaráðs til frekari úrvinnslu.
Jón Árni Magnússon óskaði eftir fundarhléi kl. 16:52.
Fundarhléi lauk kl. 16:58.
2.Tillögur að aðgerðum til að liðka fyrir ráðningum starfsfólks á leikskóla
2208019
Þórunn Ragnarsdóttir fór yfir tillögur að aðgerðum til að liðka fyrir ráðningum starfsfólks á leikskóla.
Sveitarstjórn felur byggðaráði að vinna tillögurnar áfram í samráði við leikskólastjórnendur og Ásdísi Ýri Arnardóttur.
Þórunn Ragnarsdóttir vék af fundi kl. 17:40
Sveitarstjórn felur byggðaráði að vinna tillögurnar áfram í samráði við leikskólastjórnendur og Ásdísi Ýri Arnardóttur.
Þórunn Ragnarsdóttir vék af fundi kl. 17:40
3.Gjaldskrá mötuneytis grunnskóla
2208020
Guðmundur Haukur Jakobsson leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd meirihluta:
Fyrirkomulag skólamáltíða Grunnskóla Húnabyggðar:
Tveir áskriftarmöguleikar eru í boði fyrir skólamáltíðir:
Leið 1. Nemendur eru skráðir í áskrift eina önn. Við mælum sérstaklega með þessu fyrirkomulagi þar sem það er til hagræðingar fyrir alla en vekjum jafnframt athygli á því að skráningin er bindandi út önnina.
Leið 2. Nemendur eru skráðir í mat einn mánuði í senn. Skráning er bindandi þann mánuð og greitt er fyrir allar máltíðir sem nemendur eru skráðir í. Nemendur þurfa að skrá vikudagana sem þeir ætla að vera í mat. Börn í 1.-4. bekk greiða 500 krónur fyrir máltíðina og börn í 5.-10. bekk greiða 550 krónur ( kr. 780 fyrir starfsfólk).
Morgunmatur er ókeypis fyrir alla.
Síðdegishressing kostar 130 krónur fyrir alla.
Skólamáltíðirnar greiðast fyrirfram, einn mánuð í senn og eru greiðsluseðlar sendir í netbanka foreldra. Þeir sem skráðir eru í mat 5x í viku alla önnina fá 7% afslátt. Þeir sem skráðir eru í mat 4x í viku alla önnina fá 5% afslátt en eins og áður segir þá er skráningin bindandi út önnina. Þeir nemendur sem kjósa að koma með nesti borða nestið sitt í mötuneytinu.
Tillagan borin upp og samþykkt af sveitarstjórn með 8 atkvæðum (EA, GRL, ZAL, EB, JÁM, BÞH, ASS, GHJ). Einn sat hjá (JG).
Jón Gíslason lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég sit hjá við þessa afgreiðslu af sömu ástæðu og við gjaldskrá um leikskóla þar sem gjaldskrárnar voru ekki kynntar fyrir fund.
Pétur Arason upplýsti fundarmenn um að samningur við Himin sól ehf. um skólamáltíðir hafi verið framlengdur fyrir skólaárið 2022-2023.
Fyrirkomulag skólamáltíða Grunnskóla Húnabyggðar:
Tveir áskriftarmöguleikar eru í boði fyrir skólamáltíðir:
Leið 1. Nemendur eru skráðir í áskrift eina önn. Við mælum sérstaklega með þessu fyrirkomulagi þar sem það er til hagræðingar fyrir alla en vekjum jafnframt athygli á því að skráningin er bindandi út önnina.
Leið 2. Nemendur eru skráðir í mat einn mánuði í senn. Skráning er bindandi þann mánuð og greitt er fyrir allar máltíðir sem nemendur eru skráðir í. Nemendur þurfa að skrá vikudagana sem þeir ætla að vera í mat. Börn í 1.-4. bekk greiða 500 krónur fyrir máltíðina og börn í 5.-10. bekk greiða 550 krónur ( kr. 780 fyrir starfsfólk).
Morgunmatur er ókeypis fyrir alla.
Síðdegishressing kostar 130 krónur fyrir alla.
Skólamáltíðirnar greiðast fyrirfram, einn mánuð í senn og eru greiðsluseðlar sendir í netbanka foreldra. Þeir sem skráðir eru í mat 5x í viku alla önnina fá 7% afslátt. Þeir sem skráðir eru í mat 4x í viku alla önnina fá 5% afslátt en eins og áður segir þá er skráningin bindandi út önnina. Þeir nemendur sem kjósa að koma með nesti borða nestið sitt í mötuneytinu.
Tillagan borin upp og samþykkt af sveitarstjórn með 8 atkvæðum (EA, GRL, ZAL, EB, JÁM, BÞH, ASS, GHJ). Einn sat hjá (JG).
Jón Gíslason lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég sit hjá við þessa afgreiðslu af sömu ástæðu og við gjaldskrá um leikskóla þar sem gjaldskrárnar voru ekki kynntar fyrir fund.
Pétur Arason upplýsti fundarmenn um að samningur við Himin sól ehf. um skólamáltíðir hafi verið framlengdur fyrir skólaárið 2022-2023.
4.Útfærsla skólaaksturs
2208021
Pétur Arason, sveitarstjóri, kynnti niðurstöðu starfshóps um skólaakstur og skipulag skólaaksturs fyrir skólaárið 2022-2023.
Jón Gíslason lagði fram reglur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um framlög vegna skólaaksturs og yfirlit yfir framlög vegna skólaaksturs til Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps árin 2019-2022.
Sveitarstjórn þakkar starfshóp um skólaakstur fyrir vel unnin störf. Jafnframt þakkar sveitarstjórn verktökum jákvæð viðbrögð og gott samstarf um aðlögun þjónustunnar að breyttum aðstæðum.
Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum (EA, GRL, ZAL, JÁM, BÞH, ASS, GHJ) að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum við skólabílstjóra vegna skólaársins 2022-2023. Tveir sátu hjá (JG, EB).
Sveitarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum (EA, GRL, ZAL, EB, JÁM, BÞH, ASS, GHJ) að fela sveitarstjóra að yfirfara og samræma núgildandi reglur sveitarfélaganna um skólaakstur og reglur um skólaakstur Húnabyggðar verði lagðar fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Einn sat hjá (JG).
Kostnaðarauka vegna skólaaksturs vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.
Jón Gíslason óskaði eftir því að leggja fram bókun um lokun Húnavallaskóla.
Auðunn Steinn Sigurðsson óskaði eftir fundarhléi kl. 18:49
Fundarhléi lauk kl. 19:03.
Grímur Rúnar Lárusson leggur til að sveitarstjórn greiði atkvæði um rétt Jóns Gíslasonar til bókunar undir þessum lið á þeim grundvelli að bókun Jóns varði ekki það mál sem til umræðu er og vísar máli sínu til stuðnings til samþykkta sveitarfélagsins.
Forseti bar upp við sveitarstjórn að bókun Jóns Gíslasonar yrði lögð fram.
Tveir voru samþykkir (JG, EB).
Sjö greiddu atkvæði á móti (EA, GRL, ZAL, JÁM, BÞH, ASS, GHJ).
Með vísan til 2. mgr. 26. gr. sveitarstjórnarlaga og 2. mgr. 27. gr. sömu laga er framlagningu á bókun Jóns Gíslasonar því vísað frá.
Jón Gíslason lagði fram reglur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um framlög vegna skólaaksturs og yfirlit yfir framlög vegna skólaaksturs til Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps árin 2019-2022.
Sveitarstjórn þakkar starfshóp um skólaakstur fyrir vel unnin störf. Jafnframt þakkar sveitarstjórn verktökum jákvæð viðbrögð og gott samstarf um aðlögun þjónustunnar að breyttum aðstæðum.
Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum (EA, GRL, ZAL, JÁM, BÞH, ASS, GHJ) að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum við skólabílstjóra vegna skólaársins 2022-2023. Tveir sátu hjá (JG, EB).
Sveitarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum (EA, GRL, ZAL, EB, JÁM, BÞH, ASS, GHJ) að fela sveitarstjóra að yfirfara og samræma núgildandi reglur sveitarfélaganna um skólaakstur og reglur um skólaakstur Húnabyggðar verði lagðar fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Einn sat hjá (JG).
Kostnaðarauka vegna skólaaksturs vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.
Jón Gíslason óskaði eftir því að leggja fram bókun um lokun Húnavallaskóla.
Auðunn Steinn Sigurðsson óskaði eftir fundarhléi kl. 18:49
Fundarhléi lauk kl. 19:03.
Grímur Rúnar Lárusson leggur til að sveitarstjórn greiði atkvæði um rétt Jóns Gíslasonar til bókunar undir þessum lið á þeim grundvelli að bókun Jóns varði ekki það mál sem til umræðu er og vísar máli sínu til stuðnings til samþykkta sveitarfélagsins.
Forseti bar upp við sveitarstjórn að bókun Jóns Gíslasonar yrði lögð fram.
Tveir voru samþykkir (JG, EB).
Sjö greiddu atkvæði á móti (EA, GRL, ZAL, JÁM, BÞH, ASS, GHJ).
Með vísan til 2. mgr. 26. gr. sveitarstjórnarlaga og 2. mgr. 27. gr. sömu laga er framlagningu á bókun Jóns Gíslasonar því vísað frá.
5.Byggðaráð Húnabyggðar - 3
2207003F
Fundargerð 3. fundar byggðaráðs Húnabyggðar lögð fram á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 5.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 3 Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila akstursíþróttakeppni- Enduro í Vatnsdal - í landi Saurbæjar í Vatnsdal. Leyfið er gefið út skv. 3. gr. reglugerðar nr. 507/2007. Byggðaráð vill jafnframt benda leyfisumsækjanda á 7. gr. reglugerðar nr. 507/2007, en þar stendur: "Við allan undirbúning og framkvæmd aksturskeppni ber að taka tillit til þess að keppni og annar akstur keppenda valdi eigi öðrum verulegum óþægindum eða hættu eða skemmdum á vegi eða náttúruspjöllum".
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 3 Í minnisblaði er stöðu skjalamála hjá Húnavatnshrepp annars vegar og Blönduósbæ hins vegar miðað við heimsókn og upplýsingaúttekt á staðnum þann 11.07.2022. Þá er einnig lagður til Verksamningur sem felur í sér "Skjalastjórnun fyrir Húnabyggð - úttekt, úrbætur og fræðsla". sem unnin væri frá júlí/ágúst 2022 til 1. apríl 2023, eða í samráði við verkkaupa. Byggðaráð samþykkir fram lagðan verksamning og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar. Þá er kostnaði vísað til endurskoðunar/viðauka fjárhagsáætlunar 2022, og til fjárhagsáætlunargerðar 2023. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðaráðs með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 3 Lagt fram til kynningar, en byggðaráð telur nauðsynlegt að aðgerðarstjórn hafi einnig aðstöðu í Húnabyggð, þar sem vinna er hafin við aðstöðusköpun hjá viðbragðsaðilum á svæðinu.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 3 Fyrir liggur að Húnabyggð mun skipa í notendaráð við fatlað fólk í sveitarfélaginu og er því vísað til næsta fundar sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðslu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 3 Byggðaráð felur sveitarstjórum að svara erindinu, eftir því sem við á, en þessi mál hafa verið rekin í samstarfi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, þar sem Skagafjörður hefur verið leiðandi sveitarfélag.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 3 Byggðaráð fagnar fram lögðum "Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023- 2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum." og mun skoða vel hvernig þessi rammasamningur getur nýst Húnabyggð.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 3 Sveitarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda, en málið var einnig til umfjöllunar á síðasta fundi byggðaráðs.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 3 Sveitarstjóri fór yfir stöðu starfsmannamála,er varðar skrifstofu og þjónustumiðstöð, en hann mun jafnframt kynna hana fyrir nýjum sveitarstjóra á næstu dögum og vikum.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 3 Byggðaráð tekur undir bókun SSNV, er varðar stöðu sauðfjárbænda, samkvæmt lið 10.a) í fundargerð 78.fundar.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 3 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 3 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 3 Lagt fram til kynningar.
6.Byggðaráð Húnabyggðar - 4
2208003F
Fundargerð 4. fundar byggðaráðs Húnabyggðar lögð fram á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 6.2, 6.5 og 6.6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 4 Byggðaráð samþykkir að Pétur Arason sveitarstjóri verði fulltrúi og tengiliður sveitarfélagsins við Almannavarnir og verði tilkynntur inn sem slíkur samkvæmt leiðbeiningum sem fylgja erindinu frá samskiptastjóra Almannavarna.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 4 Byggðaráð Húnabyggðar tekur undir markmið frumvarpsins um að bæta þjónustu á landsbyggðinni og markmið um að efla núverandi starfsemi og styrkja starfstöðvar sýslumanna um allt land. Byggðaráð harmar hins vegar að ekki hafi verið haft beint samráð við sveitarfélög í undirbúningi frumvarpsins. Þá vill byggðaráð Húnabyggðar gera athugasamdir við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru og taka undir bókun SSNV en þar segir m.a. " Stjórn SSNV vill benda á að stafræn þróun sýslumannsembætta hefur staðið yfir um nokkurt skeið og ekki að sjá að núverandi fyrirkomulag hafi verið til trafala í þeim efnum. Einnig er vert að benda á að sýslumenn fara með úrlausn viðkvæmra mála sem erfitt er að sjá að hægt sé að leysa með rafrænum hætti." Sú staðhæfing ráðherra að markmið breytingana sé að efla starfstöðvar á landsbyggðinni án þess að í frumvarpstextanum sé trygging fyrir því né að nauðsynlegar valdheimildir sýslumanna verði til staðar, er ekki til þess fallin að auka trúverðuleika frumvarpsins. Þar er mikið talað um að á landsbyggðinni verði miðað við lágmarksþjónustu og þróun og eflingu þjónustunnar ekki nefnd. Þá telur byggðaráð að þar sem starfsemi sýslumenna hafi mælst vel fyrir undanfarin ár sé þörf á því að kveðið sé með skýrari hætti í frumvarpinu á um í hverju bætt þjónusta eigi að felast svo og hvernig tryggja megi að hún verði jafn aðgengileg og skilvirk fyrir íbúa og verið hefur. Fari svo að framangreindar breytingar verði gerðar og frumvarpið nái fram að ganga vill byggðaráð Húnabyggðar taka undir óskir stjórnar SSNV um að aðalskrifstofa nýs sýslumanns fyrir landið allt verði staðsett á Norðurlandi vestra. Ríkið samþykkti nýverið að kaupa viðbótarhúsnæði í því húsi sem hýsir núverandi skrifstofu sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi. Nægt rými er þar til að hýsa nýtt embætti nái frumvarpið fram að ganga. Bókun fundar Sveitarstjón tekur undir bókun byggðaráðs og þær áherslur sem þar koma fram.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 4 Byggðaráð þakkar fyrir samantekt Snjólaugar um ástand leiktækja, og leggur áherslu á að unnin verði áætlun um viðhald og endurnýjun leiktækja, og annars búnaðar á þessu sviði. Unnið er að bráðaviðhaldi, sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2022, en málinu er að öðru leyti vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2023.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 4 Lögð fram ítarleg skýrsla Vinnuskólans fyrir sumarið 2022. Byggðaráð þakkar fyrir skýrsluna og mikilvægt framlag Vinnuskólans og vísar henni til frekari skoðunnar og umfjöllunar í Umhverfisnefnd Húnabyggðar.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 4 Byggðaráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að staðfesta svar til Tónlistarskólans á Akureyri. Jafnframt verður sótt um framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samkvæmt reglum þar um frá árinu 2011. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðaráðs með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 4 A: Fundargerð og fjárhagsáætlun fjallskiladeildar Enghlíðinga með áætlaðar tekjur kr 3.419.346 og áætluð gjöld kr. 3.327.000- Mismunur kr 92.346-
B: Tölvupóstur og fjárhagsáætlun Fjallskilagdeildar Auðkúluheiðar með áætlaðar tekjur og gjöld að upphæð kr: 6.437.848-
C: 2 fundargerðir og fjárhagsáætlun Fjallskiladeildar Grímstungu og Hukagilsheiða með áætlaðar tekjur og gjöld að upphæð kr. 8.426.720-
ATH.Gert er ráð fyrir þessum málum í fjárhagsáætlun Húnavatnshrepps fyrir árið 2022. Byggðaráð samþykkir framangreint fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar Húnabyggðar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðaráðs með 9 atkvæðum samhljóða. -
Byggðaráð Húnabyggðar - 4 Valdimar fór yfir það hvernig undirbúningi og fyrirkomulagi á vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs og lögboðinnar þriggja ára áætlunar, hefur verið háttað.
Vinna við undirbúning fjárhagsáætlunar 2023 er nú að hefjast og verður kynnt betur á næstu fundum byggðaráðs. -
Byggðaráð Húnabyggðar - 4 Kynnt var staða á helstu framkvæmdur sem hafa verið í gangi eða eru í undirbúningi:
A. Skjólið - Verið er að undirbúa starfsemi Skjólsins að Húnabraut 5, en því mun fylgja óverulegur kostnaður sem kynntur verður byggðaráði þegar hann liggur fyrir.
B: Félagsheimilð - Vinnu við klæðningu og gluggaskiptum en langt komin, en tafir hafa verið a frágangi að innan, sem nú er komið í ferli.
C: Grunnskóli - Vinna við frágang á stigahúsi norðanvegg að utan hefur tafist en mun verða skoðað í næstu viku, og þá mun kostnaður liggja fyrir og koma til byggðaráðs.
Þá er verið að vinna að breytingum á bílastæðum fyrir skólaakstur, endurnýjun á sparkvelli og staðsetningu/uppsetningu á hjólastólarólu.
D: Vinna við skiltagerð og merkingar í og við Hrútey, er í vinnslu og er stefnt að vígslu á brúnni á 125 ára afmæli gömlu Blöndubrúar, síðar í þessum mánuði.
E: Undirbúningur að útboði á dælustöð, sem er í fjárhagsáætlun, er í lokavinnslu og er grenndarkynningu lokið, án athugasemda. -
Byggðaráð Húnabyggðar - 4 Lagt fram til kynningar og vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2023.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 4 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 4 Pétur Arason sveitarstjóri fór yfir þá vinnu sem verið hefur í gangi um fyrirkomulag skólaaksturs, fyrir komandi skólaár. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samráði við skólastjórnendur og aðra hagaðila.
7.Skipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar - 2
2208005F
Fundargerð 2. fundar skipulags- og bygginganefndar Húnabyggðar lögð fram á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 7.1, 7.2 7.4, 7.5 og 7.6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
- 7.1 1903009 Aðalskipulagsbreyting vegna íbúðabyggðarSkipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar - 2 Aðalskipulagið hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafrest til 8. júní 2022. Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.
Ábending kom frá Umhverfisstofnun að fjörukamburinn og brekkurnar ofan við deiliskipulagssvæðið njóta hverfisverndar og kemur fram í aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 að við Húnaflóa séu víða háir og reglulegir malarhjallar eða marbakkar frá ísaldarlokum sem séu einkennandi fyrir bæjarstæði Blönduóss.
Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að hugað sé að og fjallað um áhrif tillögunnar í umhverfisskýrslu á hverfisverndarsvæðið. Að mati stofnunarinnar getur tillagan rýrt verndargildi hverfisverndarsvæðisins með tilliti til ásýndar.
Nefndin tekur undir þessar ábendingar Umhverfsstofnunar og verður við þeim.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja
breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 með 9 atkvæðum samhljóða. - 7.2 1810031 Deiliskipulag á nýjum íbúðarlóðumSkipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar - 2 Deiliskipulag þetta sem fengið hefur meðferð í samræmi við ákvæði 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafrest til 8. júní 2022.
Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma.
Umsagnir bárust frá Vegagerðinni Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.
Ábending kom frá Umhverfisstofnun að fjörukamburinn og brekkurnar ofan við deiliskipulagssvæðið njóta hverfisverndar og kemur fram í aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 að við Húnaflóa séu víða háir og reglulegir malarhjallar eða marbakkar frá ísaldarlokum sem séu einkennandi fyrir bæjarstæði Blönduóss.
Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að hugað sé að og fjallað um áhrif tillögunnar í umhverfisskýrslu á hverfisverndarsvæðið. Að mati stofnunarinnar getur tillagan rýrt verndargildi hverfisverndarsvæðisins með tilliti til ásýndar.
Nefndin tekur undir þessar ábendingar Umhverfsstofnunar og verður við þeim.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja
nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði á Blönduósi - Fjallabraut, Lækjarbraut og Holtabraut. S . 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Skipulagsfulltrúa falið að afgreiða málið eftir gildistöku á breytingu aðalskipulags Blöndusós 2010-2030 í B-deild stjórnartíðinda Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði á Blönduósi - Fjallabraut, Lækjarbraut og Holtabraut, með 9 atkvæðum samhljóða. - 7.3 2112004 Dælustöð - Umsókn um lóðSkipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar - 2 Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
- 7.4 2208012 Höllustaðir 2 - Umsókn um lóðSkipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar - 2 Skipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar samþykkir stofnun lóðar Höllustaðir 2. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðaráðs með 9 atkvæðum samhljóða.
- 7.5 2208003 Smárabraut 7-9 Umsókn um byggingarleyfiSkipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar - 2 ZAL og GRL véku af fundi undir þessum lið.
Nefndin telur að það þurfi að koma kvöð um aðkomu að baklóð á húsi nr. 7b þ.e. miðju íbúðin, Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið með umsækjanda.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir 450 m² þriggja íbúða raðhúsi skv. 2 mgr 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar eru hús nr. 6,8,10,12,14 og 16 við Skúlabraut og hús nr. 5-17 við Smárabraut. Bókun fundar Grímur Rúnar Lárusson, Zophonías Ari Lárusson og Guðmundur Haukur Jakobsson véku af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.
Auðunn Steinn tók við stjórn fundarins.
Sveitarstjórn samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilun með 6 atkvæðum samhljóða. Hagsmunaaðilar eru hús nr. 6,8,10,12,14 og 16 við Skúlabraut og hús nr. 5-17 við Smárabraut.
Guðmundur tók aftur við stjórn fundarins að lokinni afgreiðslu þessa liðar.
- 7.6 2208015 Breiðabólstaður 1 - Umsókn um rif á íbúðarhúsiSkipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar - 2 Skipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar samþykkir rif á húsinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðaráðs með 9 atkvæðum samhljóða.
- 7.7 2208013 Deilsikipulag-NorðurlandsvegSkipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar - 2 Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram samkvæmt umræðu fundar.
Fundi slitið - kl. 20:02.
Í samræmi við 2. mgr. 27. gr. sveitarstjórnarlaga þarf samþykki 2/3 fundarmanna til að máli verð bætt á dagskrá.
Tillagan borin upp.
Samþykkir tillögunni voru 5 (EA, JÁM, EB, JG, BÞH).
4 sátu hjá (GRL, ZAL, ASS, GHJ).
Tillagan telst því felld.