Dagskrá
1.Skráning á vefgátt Almannavarna
2206004
Almannavarnir hafa hrint af stað áhættuskoðun og greiningu á áfallaþoli íslensk samfélags. Þessi vinna er liður í starfi Almannavarna til að aðstoða alla þá sem þurfa að uppfylla kröfur í 15. og 16. gr. laga um almannavarnir.
Byggðaráð samþykkir að Pétur Arason sveitarstjóri verði fulltrúi og tengiliður sveitarfélagsins við Almannavarnir og verði tilkynntur inn sem slíkur samkvæmt leiðbeiningum sem fylgja erindinu frá samskiptastjóra Almannavarna.
2.Drög að frumvarpi til laga um sýslumann
2208011
Í Samráðsgátt stjórnvalda hefur verið til umsagnar mál nr. 122/2022.
Byggðaráð Húnabyggðar tekur undir markmið frumvarpsins um að bæta þjónustu á landsbyggðinni og markmið um að efla núverandi starfsemi og styrkja starfstöðvar sýslumanna um allt land. Byggðaráð harmar hins vegar að ekki hafi verið haft beint samráð við sveitarfélög í undirbúningi frumvarpsins. Þá vill byggðaráð Húnabyggðar gera athugasamdir við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru og taka undir bókun SSNV en þar segir m.a. " Stjórn SSNV vill benda á að stafræn þróun sýslumannsembætta hefur staðið yfir um nokkurt skeið og ekki að sjá að núverandi fyrirkomulag hafi verið til trafala í þeim efnum. Einnig er vert að benda á að sýslumenn fara með úrlausn viðkvæmra mála sem erfitt er að sjá að hægt sé að leysa með rafrænum hætti." Sú staðhæfing ráðherra að markmið breytingana sé að efla starfstöðvar á landsbyggðinni án þess að í frumvarpstextanum sé trygging fyrir því né að nauðsynlegar valdheimildir sýslumanna verði til staðar, er ekki til þess fallin að auka trúverðuleika frumvarpsins. Þar er mikið talað um að á landsbyggðinni verði miðað við lágmarksþjónustu og þróun og eflingu þjónustunnar ekki nefnd. Þá telur byggðaráð að þar sem starfsemi sýslumenna hafi mælst vel fyrir undanfarin ár sé þörf á því að kveðið sé með skýrari hætti í frumvarpinu á um í hverju bætt þjónusta eigi að felast svo og hvernig tryggja megi að hún verði jafn aðgengileg og skilvirk fyrir íbúa og verið hefur. Fari svo að framangreindar breytingar verði gerðar og frumvarpið nái fram að ganga vill byggðaráð Húnabyggðar taka undir óskir stjórnar SSNV um að aðalskrifstofa nýs sýslumanns fyrir landið allt verði staðsett á Norðurlandi vestra. Ríkið samþykkti nýverið að kaupa viðbótarhúsnæði í því húsi sem hýsir núverandi skrifstofu sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi. Nægt rými er þar til að hýsa nýtt embætti nái frumvarpið fram að ganga.
3.Leiktæki
2208005
Samantekt, unnin af Snjólaugu M. Jónsdóttur, um ástand leiktækja.
Byggðaráð þakkar fyrir samantekt Snjólaugar um ástand leiktækja, og leggur áherslu á að unnin verði áætlun um viðhald og endurnýjun leiktækja, og annars búnaðar á þessu sviði. Unnið er að bráðaviðhaldi, sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2022, en málinu er að öðru leyti vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2023.
4.Skýrsla Vinnuskólans sumarið 2022
2208006
Skýrsla umsjónarmanns Vinnuskólans sumarið 2022.
Lögð fram ítarleg skýrsla Vinnuskólans fyrir sumarið 2022. Byggðaráð þakkar fyrir skýrsluna og mikilvægt framlag Vinnuskólans og vísar henni til frekari skoðunnar og umfjöllunar í Umhverfisnefnd Húnabyggðar.
5.Umsókn um söngnám á grunnstigi
2208008
Umsókn í Tónlistarskólann á Akureyri frá nemanda með lögheimili í Húnabyggð.
Byggðaráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að staðfesta svar til Tónlistarskólans á Akureyri. Jafnframt verður sótt um framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samkvæmt reglum þar um frá árinu 2011.
6.Fjallskiladeildir
2208009
Fundargerðir og fjárhagsáætlanir fjallskiladeilda teknar fyrir.
A: Fundargerð og fjárhagsáætlun fjallskiladeildar Enghlíðinga með áætlaðar tekjur kr 3.419.346 og áætluð gjöld kr. 3.327.000- Mismunur kr 92.346-
B: Tölvupóstur og fjárhagsáætlun Fjallskilagdeildar Auðkúluheiðar með áætlaðar tekjur og gjöld að upphæð kr: 6.437.848-
C: 2 fundargerðir og fjárhagsáætlun Fjallskiladeildar Grímstungu og Hukagilsheiða með áætlaðar tekjur og gjöld að upphæð kr. 8.426.720-
ATH.Gert er ráð fyrir þessum málum í fjárhagsáætlun Húnavatnshrepps fyrir árið 2022. Byggðaráð samþykkir framangreint fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar Húnabyggðar.
B: Tölvupóstur og fjárhagsáætlun Fjallskilagdeildar Auðkúluheiðar með áætlaðar tekjur og gjöld að upphæð kr: 6.437.848-
C: 2 fundargerðir og fjárhagsáætlun Fjallskiladeildar Grímstungu og Hukagilsheiða með áætlaðar tekjur og gjöld að upphæð kr. 8.426.720-
ATH.Gert er ráð fyrir þessum málum í fjárhagsáætlun Húnavatnshrepps fyrir árið 2022. Byggðaráð samþykkir framangreint fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar Húnabyggðar.
7.Fjárhagsáætlun 2023
2208010
Kynning á undirbúningi fjárhagsáætlunarvinnu fyrir 2023.
Valdimar fór yfir það hvernig undirbúningi og fyrirkomulagi á vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs og lögboðinnar þriggja ára áætlunar, hefur verið háttað.
Vinna við undirbúning fjárhagsáætlunar 2023 er nú að hefjast og verður kynnt betur á næstu fundum byggðaráðs.
Vinna við undirbúning fjárhagsáætlunar 2023 er nú að hefjast og verður kynnt betur á næstu fundum byggðaráðs.
8.Framkvæmdir 2022
2202019
Farið yfir stöðu framkvæmda.
Kynnt var staða á helstu framkvæmdur sem hafa verið í gangi eða eru í undirbúningi:
A. Skjólið - Verið er að undirbúa starfsemi Skjólsins að Húnabraut 5, en því mun fylgja óverulegur kostnaður sem kynntur verður byggðaráði þegar hann liggur fyrir.
B: Félagsheimilð - Vinnu við klæðningu og gluggaskiptum en langt komin, en tafir hafa verið a frágangi að innan, sem nú er komið í ferli.
C: Grunnskóli - Vinna við frágang á stigahúsi norðanvegg að utan hefur tafist en mun verða skoðað í næstu viku, og þá mun kostnaður liggja fyrir og koma til byggðaráðs.
Þá er verið að vinna að breytingum á bílastæðum fyrir skólaakstur, endurnýjun á sparkvelli og staðsetningu/uppsetningu á hjólastólarólu.
D: Vinna við skiltagerð og merkingar í og við Hrútey, er í vinnslu og er stefnt að vígslu á brúnni á 125 ára afmæli gömlu Blöndubrúar, síðar í þessum mánuði.
E: Undirbúningur að útboði á dælustöð, sem er í fjárhagsáætlun, er í lokavinnslu og er grenndarkynningu lokið, án athugasemda.
A. Skjólið - Verið er að undirbúa starfsemi Skjólsins að Húnabraut 5, en því mun fylgja óverulegur kostnaður sem kynntur verður byggðaráði þegar hann liggur fyrir.
B: Félagsheimilð - Vinnu við klæðningu og gluggaskiptum en langt komin, en tafir hafa verið a frágangi að innan, sem nú er komið í ferli.
C: Grunnskóli - Vinna við frágang á stigahúsi norðanvegg að utan hefur tafist en mun verða skoðað í næstu viku, og þá mun kostnaður liggja fyrir og koma til byggðaráðs.
Þá er verið að vinna að breytingum á bílastæðum fyrir skólaakstur, endurnýjun á sparkvelli og staðsetningu/uppsetningu á hjólastólarólu.
D: Vinna við skiltagerð og merkingar í og við Hrútey, er í vinnslu og er stefnt að vígslu á brúnni á 125 ára afmæli gömlu Blöndubrúar, síðar í þessum mánuði.
E: Undirbúningur að útboði á dælustöð, sem er í fjárhagsáætlun, er í lokavinnslu og er grenndarkynningu lokið, án athugasemda.
9.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins stjórnarárið 2022-2023
2208007
Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldis, leitar til sveitarfélagsins um styrk svo mögulegt sé að halda áfram að þróa Aflið og styðja á sem faglegastan hátt við brotaþola ofbeldis á landsbyggðinni.
Lagt fram til kynningar og vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2023.
10.SSNV - fundargerð 80. fundar stjórnar
2208004
Fundargerð 80. fundar stjórnar SSNV frá 9. ágúst 2022.
Lagt fram til kynningar.
11.Fyrirkomulag skólaaksturs
2208014
Pétur Arason, sveitarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála varðandi fyrirkomulag skólaaksturs.
Pétur Arason sveitarstjóri fór yfir þá vinnu sem verið hefur í gangi um fyrirkomulag skólaaksturs, fyrir komandi skólaár. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samráði við skólastjórnendur og aðra hagaðila.
Fundi slitið - kl. 17:00.