10. fundur 12. maí 2015 kl. 17:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson forseti
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir 1. varaforseti
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Sindri Páll Bjarnason aðalmaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir 2. varaforseti
  • Auðunn Sigurðsson ritari
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Auðunn Sigurðsson ritari
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 24

1504002F

  • 1.1 1504017 Fundargerð - stjórnarfundur Norðurár 26. febrúar 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Fundargerð 61. fundar stjórnar Norðurár bs. sem haldinn var fimmtudaginn 26. febrúar 2015 lögð fram til kynningar.
  • 1.2 1504018 Fundargerð - aðalfundur Norðurár 26. febrúar 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Fundargerð aðalfundar Norðurár bs. sem haldinn var fimmtudaginn 26. febrúar 2015 lögð fram til kynningar.
  • 1.3 1504019 Fundargerð - stjórnarfundur Norðurár 4. mars 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Fundargerð 62. fundar stjórnar Norðurár bs. sem haldinn var 4. mars 2015 lögð fram til kynningar.
  • 1.4 1504020 Fundargerð - stjórnarfundur Norðurár 11. mars 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Fundargerð 63. fundar stjórnar Norðurár bs. sem haldinn var 11. mars 2015 lögð fram til kynningar.
  • 1.5 1504021 Fundargerð - stjórnarfundur Norðurár 17. mars 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Fundargerð 64. fundar stjórnar Norðurár bs. sem haldinn var 17. mars 2015 lögð fram til kynningar.
  • 1.6 1504022 Fundargerð - stjórn SSNV 31. mars 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Fundargerð stjórnar SSNV sem haldinn var þriðjudaginn 31. mars 2015 lögð fram til kynningar.
  • 1.7 1504023 Fundargerð - stjórnarfundur 10. apríl 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Fundargerð stjórnar Veiðifélags Blöndu og Svartár sem haldinn var 10. apríl 2015 lögð fram til kynningar.
  • 1.8 1504024 Fundargerð - stjórnarfundur 11. apríl 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Fundargerð stjórnar Veiðifélags Blöndu og Svartár sem haldinn var 11. apríl 2015 lögð fram til kynningar.
  • 1.9 1504025 Fundargerð - stjórnarfundur 11. apríl 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Fundargerð stjórnar Veiðifélags Blöndu og Svartár sem haldinn var 11. apríl 2015 lögð fram til kynningar.
  • 1.10 1504026 Fundargerð - aðalfundur 11. apríl 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Fundargerð aðalfundar Veiðifélags Blöndu og Svartár sem haldinn var 11. apríl 2015 lögð fram til kynningar.
  • 1.11 1504027 Umsögn vegna leyfis
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn Birnu Sigfúsdóttir kt. 121062-3809, Húnabraut 1, f.h. Ömmukaffis, kt. 581214-0220 um leyfi til að reka veitingastað í flokki III (Kaffihús) að Húnabraut 2, 540 Blönduósi.
    Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn.
  • 1.12 1504028 Aðalfundur Tækifæris hf. 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Lagt fram aðalfundarboð Tækifæris hf. sem haldið verður þriðjudaginn 5. maí n.k. á Akureyri.
    Lagt fram til kynningar.
  • 1.13 1504010 Boðun aðalfundar 2015
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Lagt fram aðalfundarboð Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahreppi sem haldinn verður laugardaginn 9. maí kl. 13 á Sauðárkróki.
    Oddný María Gunnarsdóttir mætir fyrir hönd Blönduósbæjar.
  • 1.14 1504029 Styrkur vegna útgáfu bókarinnar Hernámsárin á Ströndum og Norðurlandi vestra
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Blönduósbær lýsir ánægju yfir útgáfu bókarinnar en veitir ekki styrk til verkefnisins.
  • 1.15 1504035 Grassláttur og áburðargjöf á opnum svæðum í Blönduósbær 2015-2018
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Byggðaráð samþykkir að fela tæknideild Blönduósbæjar að undirbúa og auglýsa útboð fyrir grasslátt og áburðargjöf á opnum svæðum í Blönduósbæ til næstu fjögurra ára.
  • 1.16 1504036 Tiltektardagur
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Byggðaráð ákvað að halda tiltektardag í sveitarfélaginu og er sveitarstjóra falið að vinna nánar að undirbúningi dagsins sem haldinn verður þann 14 maí n.k.
  • 1.17 1504038 Tölvukostur fyrir sveitarstjórnarmenn
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Byggðaráð samþykkir að kaupa spjaldtölvur fyrir sveitarstjórnarmenn fyrir störf sín fyrir sveitarfélagið til að draga úr kostnaði við vinnu fundargagna.
  • 1.18 1504039 Greinargerð verkefnastjórnar um atvinnuuppbyggingu í A-Hún
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 24 Spurt var um skýrsluna og hvenær vænta má birtingar á skýrslunni.

2.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blöndubæjar - 8

1504003F

  • 2.1 1503014 Brimslóð 10A Umsókn um breytta notkun.
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blöndubæjar - 8 Á fundi skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar 8, apríl sl. var samþykkt að grenndarkynning vegna breyttrar notkunar og breytinga á húseigninni Brimslóð 10A tæki til húseignanna Brimslóð 10B og 10C. Grenndarkynningin var send eigendum framangreindra eigna 20. apríl sl. með umsagnarfresti til 20. maí nk. Skrifleg svör hafa nú borist frá báðum þessum aðilum og eru efni þeirra eftirfarandi:
    Eigandi Brimslóðar 10B gerir engar athugasemdir við hinar grenndarkynntu breytingar. Eigandi Brimslóðar 10C gerir eftirfarandi umsögn: "Hef kynnt mér breytingar sem fyrirhugaðar eru á Brimslóð 10A. Ég geri ekki athugasemdir við þær breytingar enda hafi þær ekki áhrif á þá starfsemi sem rekin er í Brimslóð 10C og 10B. Þar er rekin alhliða iðnaðarstarfsemi og geri eigendur Brimslóðar 10A sér grein fyrir því og gefi skriflega yfirlýsingu um að þeir geri ekki athugasemd við það."
    Vakin er athygli á því að Brimslóð 10B og 10C eru skráðar sem vörugeymslur á iðnaðar- og athafnalóðum. Því getur "alhliða iðnaðarstarfsemi" ekki farið þar fram án undangenginnar samþykktar á breyttri notkun húsnæðis sem hefði í för með sér grenndarkynningu og útgáfu starfsleyfis fyrir þá starfsemi sem þar væri áformuð. Nefndin lítur því svo á að ekki séu gerðar athugasemdir við breytta notkun og breytingar á húseigninni Brimslóð 10A, og er því fyrirvari um samþykkt byggingaráform frá 8. apríl sl. felldur niður.
  • 2.2 1504037 Viðbygging við hesthús að Arnargerði 7 Umsókn um byggingarleyfi.
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blöndubæjar - 8 Erindinu fylgir aðaluppdráttur gerður af Stefáni Árnasyni byggingarfræðingi, teikning nr. 100 í verki nr. 5013-026, upphaflega dagsettur 15.10.2013 en breytt 04.05.2015. Sótt er um að byggja 2,5m breiða hlöðu norðan við húsið. Þá verður veggur hússins 0,3m frá lóðamörkum sem snúa að óbyggðu svæði. Nefndin vekur athygli á því að samkvæmt skipulagsskilmálum ber að sýna taðþró innan lóðar. Nefndin samþykkir byggingaráformin.
  • 2.3 1505001 Brekkubyggð 24 - Umsókn um byggingarleyfi Breyting á gluggum og útihurð.
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blöndubæjar - 8 Erindinu fylgir aðaluppdráttur gerður af Stefáni Árnasyni byggingarfræðingi, teikning nr. 100 í verki nr. 5015-024, dags. 04.05.2015. Nefndin samþykkir byggingaráformin.
  • 2.4 1504036 Tiltektardagur
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blöndubæjar - 8 Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd óskar eftir að farið verði sérstaklega yfir hvar þörf er á úrbótum í tilefni af átaki í tiltekt í bænum og leggur til að sendar verði skriflegar ábendingar og hvatning til hlutaðeigandi aðila. Nefndin óskar eftir að skoðað verði í samráði við Heilbrigðiseftirlitið til hvaða úrræða hægt er að grípa til ef ekki verður brugðist ábendingum um úrbætur.

3.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 10

1505001F

  • 3.1 1505002 Reglur leikskólans Barnabæjar, erindi frá sveitarstjóra
    Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 10 Erindi frá sveitarstjóra er breytingartillaga byggðarráðs á tillögum fræðslunefndar um breytingar á leikskólareglum. Fundarmenn furða sig á hversu seint þetta erindi kemur frá sveitarstjóra í ljósi þess að tillögur að nýjum reglum leikskólans voru samþykktar í fræðslunefnd 4. febrúar síðastliðinn og fram hefur komið í fundargerðum nefndarinnar síðan 1. september hvaða breytingar hafa verið fyrirhugaðar. Engar athugasemdir hafa verið gerðar af hálfu byggðarráðs fyrr en 19. febrúar síðastliðinn en þá fer byggðarráð fram á að sveitarstjóri óski eftir frekari upplýsingum og kostnaðarmati frá leikskólastjóra vegna tillaganna. Tæplega mánuði seinna óskaði leikskólastjóri eftir frekari upplýsingum hvar málið væri statt og fékk þá í framhaldinu beiðni um kostnaðarmat vegna breytinga á gjaldtöku vegna sumarleyfa. Leikskólastjóri taldi ómögulegt að gera slíkt mat vegna óvissu um nýtingu á þessum möguleika. Þann 24. apríl vísaði byggðarráð reglunum með breytingartillögum til fræðslunefdar til frekari umfjöllunar. Í kjölfarið kallaði sveitarstjóri 3 nefndarmenn á sinn fund til að fara yfir breytingartillögur byggðarráðs, sem skyndilega snérust aðallega um inntökualdur leikskólabarna, og kom þar inná að rétt boðleið hafi ekki verið farin við umfjöllun og afgreiðslu þessa máls þar sem að leikskólastjóri hefði átt að beina erindi sínu til sveitarstjóra en ekki fræðslunefndar. Þessi athugasemd sveitarstjóra kemur flatt uppá nefndarmenn og telja þeir vegið að störfum þeirra og þeirri faglegu vinnu leikskólastjóra og hans starfsfólks sem verið hefur í gangi frá 1. september og byggðarráði verið fullkunnugt um allan þann tíma. Ljóst er að reglur innan sveitarfélagsins um réttar boðleiðir eru ekki nógu skýrar og þarf að gera bragarbót þar á. Fræðslunefnd hafnar erindinu og biður jafnframt byggðarráð og sveitarstjórn um að velta fyrir sér tilgangi fræðslunefndar.
  • 3.2 1505003 Breytingar á fræðslunefnd
    Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 10 Afgreiðslu frestað

4.Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 4

1505006F

  • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 4 Hafist handa við uppbyggingu á jafnréttisstefnu og stefnt að því að gerð hennar ljúki sem fyrst og fari til samþykktar hjá sveitarstjórn Blönduóssbæjar. Eftir samþykkt skal jafnréttisstefnan kynnt öllum stjórnendum sveitarfélagssins, kjörnum fulltrúum og embættismönnum. Í framhaldi af því mun hún verða kynnt markvisst bæjarbúum.
  • Jafnréttisnefnd Blönduósbæjar - 4 Samkvæmt erindisbréfinu jafnréttisnefndar er sviðsstjóri fræðslu -, félags- og menningarsviðs starfsmaður nefndarinnar og ber hann ábyrgð á að samþykktum og ákvörðunum nefndarinnar sé sinnt og hrint í framkvæmd.

    Samkvæmt svari sveitarstjóra við erindi okkar um hver sé viðkomandi sviðsstjóri þá er þessi staða ekki til hjá Blönduósbæ og því óskum við eftir því að grein 4. í 2. kafla sé tekin út.

    Nefndin samþykkir erindisbréfið að öðru leyti.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?