Dagskrá
1.Farið yfir beinagrind að jafnréttisáætlun
1505005
Hafist handa við uppbyggingu á jafnréttisstefnu og stefnt að því að gerð hennar ljúki sem fyrst og fari til samþykktar hjá sveitarstjórn Blönduóssbæjar. Eftir samþykkt skal jafnréttisstefnan kynnt öllum stjórnendum sveitarfélagssins, kjörnum fulltrúum og embættismönnum. Í framhaldi af því mun hún verða kynnt markvisst bæjarbúum.
2.Farið yfir svar sveitarstjóra við erindi jafnréttisnefndar
1505004
Samkvæmt erindisbréfinu jafnréttisnefndar er sviðsstjóri fræðslu -, félags- og menningarsviðs starfsmaður nefndarinnar og ber hann ábyrgð á að samþykktum og ákvörðunum nefndarinnar sé sinnt og hrint í framkvæmd.
Samkvæmt svari sveitarstjóra við erindi okkar um hver sé viðkomandi sviðsstjóri þá er þessi staða ekki til hjá Blönduósbæ og því óskum við eftir því að grein 4. í 2. kafla sé tekin út.
Nefndin samþykkir erindisbréfið að öðru leyti.
Samkvæmt svari sveitarstjóra við erindi okkar um hver sé viðkomandi sviðsstjóri þá er þessi staða ekki til hjá Blönduósbæ og því óskum við eftir því að grein 4. í 2. kafla sé tekin út.
Nefndin samþykkir erindisbréfið að öðru leyti.
Fundi slitið - kl. 19:00.