4. fundur 07. maí 2015 kl. 17:00 - 19:00 í Blönduskóla að Húnabraut 2a
Nefndarmenn
  • Páley Sonja Wium Ragnarsdóttir formaður
  • Lúðvík Blöndal varaformaður
  • Árný Þóra Árnadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Páley Sonja Wiium Ragnarsdóttir
Dagskrá

1.Farið yfir beinagrind að jafnréttisáætlun

1505005

Hafist handa við uppbyggingu á jafnréttisstefnu og stefnt að því að gerð hennar ljúki sem fyrst og fari til samþykktar hjá sveitarstjórn Blönduóssbæjar. Eftir samþykkt skal jafnréttisstefnan kynnt öllum stjórnendum sveitarfélagssins, kjörnum fulltrúum og embættismönnum. Í framhaldi af því mun hún verða kynnt markvisst bæjarbúum.

2.Farið yfir svar sveitarstjóra við erindi jafnréttisnefndar

1505004

Samkvæmt erindisbréfinu jafnréttisnefndar er sviðsstjóri fræðslu -, félags- og menningarsviðs starfsmaður nefndarinnar og ber hann ábyrgð á að samþykktum og ákvörðunum nefndarinnar sé sinnt og hrint í framkvæmd.



Samkvæmt svari sveitarstjóra við erindi okkar um hver sé viðkomandi sviðsstjóri þá er þessi staða ekki til hjá Blönduósbæ og því óskum við eftir því að grein 4. í 2. kafla sé tekin út.



Nefndin samþykkir erindisbréfið að öðru leyti.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?