108. fundur 25. maí 2022 kl. 17:00 - 17:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Zophonías Ari Lárusson varamaður
    Aðalmaður: Sigurgeir Þór Jónasson
  • Hjálmar Björn Guðmundsson 1. varaforseti
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson varamaður
    Aðalmaður: Jón Örn Stefánsson
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Friðrik Halldór Brynjólfsson fjármála- og skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá

1.Ársreikningur Blönduósbæjar 2021 - síðari umræða

2205030

Ársreikningur Blönduósbæjar 2021 - síðari umræðu.
Á fundinum lá frammi til kynningar “Endurskoðunarskýrsla 2021 frá KPMG, vegna ársreiknings 2021, en við fyrri umræðu í sveitarsjórn, 11. maí 2022, hafði Þorsteinn G. Þorsteinsson endurskoðandi hjá KPMG kynnt samstæðureikning sveitarfélagsins, ásamt sundurliðunarbók og skýrslu um endurskoðun á ársreikningi 2021.

Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir 2021 er nú afgreiddur við fremur óvenjulegar aðstæður þar sem heimsfaraldur hefur varað í tæplega tvö ár og haft mikil áhrif á rekstur sveitarfélagsins, líkt og annara sveitarfélaga á Íslandi. Þó svo að tekjur hafa aukist miðað við áætlun þá hefur kostnaður einnig aukist, meðal annars vegna lífskjarasamninga og vinnutímastyttingar, auk reiknaðra lífeyrisskuldbindinga.

Vegna þessara aðstæðna þá hefur skulda- og jafnvægisregla sveitarstjórnarlaga verið afnumin til ársins 2026, en gert er ráð fyrir því að rekstur sveitarfélaga nái aftur jafnvægi, eigi síðar en árin 2023 - 2024.

Við afgreiðslu og samþykkt ársreiknings Blönduósbæjar þá lagði forseti sveitarstjórnar fram eftirfarandi bókun, sem skýra helstu niðurstöður ársins 2021.

Rekstrartekjur Blönduósbæjar árið 2021, A og B hluta námu alls 1.354 millj.kr., á árinu 2021 samanborið við 1.200 millj. kr. árið áður sem er hækkun um 12,8% á milli ára, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.189,8 millj. kr.

Rekstrargjöld samstæðunnar 2021 voru alls 1.287 millj.kr., en voru árið áður alls 1.189,8, millj. kr., sem er um 8,2 % hækkun á milli ára.

Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 97,7 millj. kr., sem er svipað og áætlað hafði verið. Rekstrarniðurstaða ársins, fyrir afskriftir, fjármunatekjur og fjármagnsgjöld, var jákvæð um 66,7 millj.kr. samanborið við 10,2 millj.kr. á fyrra ári. Annar rekstrarkostnaður var undir áætlun sem nemur 43 millj.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 723,0 millj.kr., samkvæmt efnahagsreikningi A og B hluta en eigið fé A hluta var samtals 799,6 millj.kr. Eiginfjárhlutfall nemur 27,5 % í árslok.

Veltufé frá rekstri skv. sjóðstreymi nam 42 millj.kr. á árinu, samanborið við 9 millj.kr á fyrra ári. Handbært fé frá rekstri var 23 millj.kr á árinu samanborið við neikvætt um 51 millj.kr. á fyrra ári.

Handbært fé sveitarfélagsins í árslok 2021 nam 5 millj.kr., en hafði verið um 6,3 millj.kr í árslok 2020

Skuldir og skuldbindingar A og B hluta samtals voru í árslok 2021, 1.909,7 millj.kr. en voru 1.674,4 millj.kr. í lok árs 2020, sem er hækkun m.a. vegna lántöku til fjárfestinga við Blönduskóla og vegna mikillar hækkunar á reiknuðum lífeyrisskuldbindingum.

Skuldaviðmið, skv. skilgreiningu í reglugerð fór úr 114,4% árið 2020, í 114,5% í árslok 2021, en Skuldahlutfall, skv. skilgreiningu í reglugerð fór úr 139,5% árið 2020, í 141 % í árslok 2021.

Skuldir Blönduósbæjar eru undir meðaltali sveitarfélaga á landinu, bæði með sk.viðmið og sk. hlutfall.

Að ofangreindu má sjá að rekstur Blönduósbæjar hefur þyngst tímabundið, bæði vegna utanaðkomandi aðstæðna og m.a., vegna kjarasamninga og vinnutímastyttingar, en einnig vegna lántöku til fjárfestinga í innviðum á undanförnum árum en áfanga lauk á árinu 2021 sem er verknámsbygging við Blönduskóla.

Það eru þó einnig jákvæð teikn á lofti, en undanfarið ár hefur verið umtalsverð uppbygging á bæði atvinnu- og íbúðahúsnæði á Blönduósi þó svo að ennþá þurfi að byggja meira af íbúðarhúsnæði.

Framundan eru því bæði krefjandi og spennandi tímar með sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, sem mun aftur skapa fjölbreyttari tækifæri á svæðinu fyrir framtíðina

Að lokinni síðari umræðu um ársreikning Blönduósbæjar 2021 var hann borinn upp og samþykktur með 7 atkvæðum samhljóða.

Friðrik Halldór Brynjólfsson vék af fundi að þessum lið loknum.

2.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Skýrsla sveitarstjóra um ýmis mál er varðar sveitarfélagið.
Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri fór yfir þau mál sem helst eru á döfinni í sveitarfélaginu.

Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

3.Framkvæmdanefnd Blönduósbæjar - fundargerð 9. fundar

2205031

Fundargerð 9. fundar framkvæmdarnefndar Blönduósbæjar frá 25. maí 2022.
Fundargerð 3. fundar Framkvæmdanefndar lögð fram til staðfestingar á 108. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 214

2205005F

Fundargerð 214. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 108. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 4.6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

5.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 81

2205004F

Fundargerð 81. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 108. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 5.2 og 5.3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 81 Umrædd lóð hefur ekki verið auglýst til úthlutunar. Umrætt svæði er innan skipulags í Gamla bænum sem er í vinnslu og þarf uppbyggingin að vera í samræmi við endanlegt skipulag eða byggingaráform grenndarkynnt þegar þau liggja fyrir. Nefndin vísar erindinu til byggðarráðs til afgreiðslu.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 81 Nefndin samþykkir erindið. Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar af sveitarstjórn staðfest með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 81 Erindið er samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • 5.4 2205019 Önnur mál
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 81 Formaður nefndarinnar þakkar nefndarmönnum fyrir vel unnin störf og gott samstarf á kjörtímabilinu.
Á þessum síðasta fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar þá vill forseti sveitarstjórnar þakka þeim sem starfað hafa í sveitarstjórn, bæði kjörnum aðal- og varamönnum, á því kjörtímabili sem nú er að líða undir lok 2018-2022.

Það hefur verið mikilvægt, fyrir þau störf sem við höfum verið að vinna að, hvað það hefur öllu jöfnu verið góð samstaða í sveitarstjórn, og hefur það auðveldað meðferð oft flókinna mála sem við höfum þurft að afgreiða.

Á kjörtímabilinu hefur verið mikil uppbygging í okkar sveitarfélagi, en það hefur einnig tekið á í rekstrinum, bæði vegna uppbyggingar og vegna heimsfaraldurs sem hefur kallað á óvenjulegar lausnir og úfærslur á fundum ofl.

Einnig hefur farið mikil tími og orka kjörinna fulltrúa í að undirbúa sameiningu, sem reynd var fyrir alla sýsluna, en að lokum náðist að samþykkja sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps í nýtt og öflugra sveitarfélag.

Þá vill forseti einnig þakka starfsmönnum stjórnýslunnar, sem og öllum starfsmönnum Blönduósbæjar fyrir óeigingjörn störf í þágu sveitarfélagsins, oft við erfiðar aðstæður, og óskar þeim allt góðs í nýju sameinuðu sveitarfélagi.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?