Dagskrá
1.Umsókn um lóð við Blöndubyggð
2205018
Erindi frá Davíð Kr. Guðmundssyni. Umsókn um lóðina sem áður var Blöndubyggð 13. Umsækjandi hyggst nýta lóðina til að dreifa úr þeim bústöðum sem fyrir eru á Blöndubyggð 9 og einnig að bæta við einhverjum húsum. Megin áherslan er að fegra umhvefið kringum bústaðina, gera byggðina fallegri, ásamt því að bæta upplifun gesta og bæta úrvalið.
Umrædd lóð hefur ekki verið auglýst til úthlutunar. Umrætt svæði er innan skipulags í Gamla bænum sem er í vinnslu og þarf uppbyggingin að vera í samræmi við endanlegt skipulag eða byggingaráform grenndarkynnt þegar þau liggja fyrir. Nefndin vísar erindinu til byggðarráðs til afgreiðslu.
2.Breiðavað lóð - Staðfesting á stærð
2205028
Erindi frá Blönduósbæ. Ósk um staðfestingu á stærð og lögun á landspildunni Breiðavað lóð L145413. Lóðin verður 9,6 ha að stærð. Meðfylgjandi er lóðarblað gert af Stoð verkfræðistofu dags. 20.04.2022 og samningur við aðliggjandi landeigendur.
Nefndin samþykkir erindið.
3.Enni - umsókn um stofnun landspildu
2205029
Erindi frá Blönduósbæ. Umsókn um stofnun landspildu úr landi Ennis L145418. Umrædd lóð verður 13,3 ha að stærð. Þegar búið er að stofna lóðina verður hún sameinuð landi jarðarinnar Breiðavaðs. Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur gerður af Stoð verkfræðistofu dags. 22.04.22 og samningur milli Blönduósbæjar og landeigenda Breiðavaðs.
Erindið er samþykkt.
4.Önnur mál
2205019
Formaður nefndarinnar þakkar nefndarmönnum fyrir vel unnin störf og gott samstarf á kjörtímabilinu.
Fundi slitið - kl. 17:00.