Dagskrá
1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 212
2204001F
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 212 Byggðaráð samþykkir rekstrarleyfið fyrir sitt leyti án nokkurra athugasemda.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 212 Byggðaráð fagnar þessu átaki á landsvísu og vísar mögulegri þátttöku til framkvæmdasviðs sameinaðs sveitarfélags varðandi bætt aðgengi hjá sveitarfélaginu.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 212 Byggðaráð getur ekki orðið við ofangreindri styrkbeiðni að þessu sinni.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 212 Lagt fram til kynningar, en þar sem Blönduósbær fékk styrk á síðasta ári er sveitarfélagið ekki styrkhæft að þessu sinni, en hvetur nýtt sameiginlegt sveitarfélag til þess að sækja um.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 212 Byggðaráð tekur jákvætt í erindið, en vísar afgreiðslu þess til nýrrar sveitarstjórnar.
- 1.6 2204007 Bókun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar v. samstarfs um málefni fatlaðs fólks á Nl. vestraByggðaráð Blönduósbæjar - 212 Byggðaráð staðfestir fyrri afgreiðslu sína og sveitarstjórnar um vilja til að taka þátt í samstarfi um málefni fatlaðra, þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag, hvort sem Húnaþing vestra kýs að vera með í nýjum samningi eða ekki.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 212 Lagt fram til kynningar, en byggðaráð tekur undir með framkvæmdanefnd að huga þarf að stækkun leikskólans en ekki síður að huga að bættri aðstöðu til skemmri tíma með frekari útfærslu á núverandi aðstöðu í leikskóla og fyrir eldri deildir tímabundið í íþróttamiðstöð.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 212 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 212 Lagt fram til kynningar.
2.Skipun í kjörstjórn
2204011
Fram kom tillaga um að aðalmenn í kjörstjórn Blönduósbæjar 2022 verði:
Gunnar Sig. Sigurðsson
Halldór Maríasson
Hjálmar Sigurðsson
Varamenn í kjörstjórn Blönduósbæjar 2022 verði:
Áslaug F. Guðmundsdóttir
Bryndís Sigurðardóttir
Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson
Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
Gunnar Sig. Sigurðsson
Halldór Maríasson
Hjálmar Sigurðsson
Varamenn í kjörstjórn Blönduósbæjar 2022 verði:
Áslaug F. Guðmundsdóttir
Bryndís Sigurðardóttir
Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson
Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
3.Kjörskrá sveitarstjórnakostninga 2022
2204012
Kjörskrá sveitarstjórnarkosninga 2022 lögð fram.
Á kjörskrá eru 340 karlar, 320 konur og 0 kynsegin/annað. Alls 660.
Á kjörskrá eru 340 karlar, 320 konur og 0 kynsegin/annað. Alls 660.
4.Endurskipulagning sýslumannsembætta
2203020
Sveitarstjórn Blönduósbæjar ítrekar fyrri bókun byggðaráðs og sveitarstjórnar að óska eftir frekari kynningu á erindinu og viðræðum við Dómsmálaráðuneytið um mögulegar útfærslur á boðuðum breytingum.
Sveitarstjórn Blönduósbæjar vill standa vörð þau mikilvægu störf sem nú eru unnin hjá embætti Sýslumannsins á Norðurlandi vestra.
Þannig samþykkt á 106. fundi sveitarstjórnar, með 7 atkvæðum.
Sveitarstjórn Blönduósbæjar vill standa vörð þau mikilvægu störf sem nú eru unnin hjá embætti Sýslumannsins á Norðurlandi vestra.
Þannig samþykkt á 106. fundi sveitarstjórnar, með 7 atkvæðum.
5.Byggðasamlög - samþykktir
2003001
Samstarfsverkefni í Austur-Húnavatnssýslu
Oddvitar og sveitarstjórar sveitarfélaganna Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Skagastrandar hittust á fundi þann 7. apríl til að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaganna.
Aðilar eru sammála um að endurskoða þurfi núverandi starfsemi byggðasamlaga en samstarf er um eftirfarandi verkefni:
Félags- og skólaþjónusta A-Hún
Tónlistarskóli Austur-Húnvetninga
Byggðasamlag um menningar- og atvinnumál
Ákvörðun var tekin um að bera það upp við sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaga að slíta Byggðasamlagi um menningar- og atvinnumál á næstu fundum sveitarfélaganna. Í samræmi við 56. gr. Samþykkta fyrir Byggðasamlag um menningar- og atvinnumál í A-Hún. fer um endurskoðun á samþykktunum, úrgöngu úr byggðasamlaginu og slit þess eftir 83.-86. gr. eldri sveitarstjórnarlaga sbr. 95. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Í sameiningarferli Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps var unnið með nýtt stjórnskipulag nýs sameinaðs sveitarfélags. Í nýju stjórnskipulagi er gert ráð fyrir velferðarsviði sem mun sinna sambærilegum verkefnum og byggðasamlag um félags- og skólaþjónustu. Sveitarstjórn leggur áherslu á að sameinað sveitarfélag taki yfir verkefni byggðasamlagsins sem fyrst og að byggðasamlagi um félags- og skólaþjónustu verði sagt upp í síðasta lagi í lok árs 2022.
Borin var upp tillaga þess efnis að Blönduósbær segi upp aðild að Byggðarsamlagi um menningar- og atvinnumál í A-Hún og samstarfinu verði slitið.
Tillaga samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddvitar og sveitarstjórar sveitarfélaganna Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Skagastrandar hittust á fundi þann 7. apríl til að ræða samstarfsverkefni sveitarfélaganna.
Aðilar eru sammála um að endurskoða þurfi núverandi starfsemi byggðasamlaga en samstarf er um eftirfarandi verkefni:
Félags- og skólaþjónusta A-Hún
Tónlistarskóli Austur-Húnvetninga
Byggðasamlag um menningar- og atvinnumál
Ákvörðun var tekin um að bera það upp við sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaga að slíta Byggðasamlagi um menningar- og atvinnumál á næstu fundum sveitarfélaganna. Í samræmi við 56. gr. Samþykkta fyrir Byggðasamlag um menningar- og atvinnumál í A-Hún. fer um endurskoðun á samþykktunum, úrgöngu úr byggðasamlaginu og slit þess eftir 83.-86. gr. eldri sveitarstjórnarlaga sbr. 95. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Í sameiningarferli Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps var unnið með nýtt stjórnskipulag nýs sameinaðs sveitarfélags. Í nýju stjórnskipulagi er gert ráð fyrir velferðarsviði sem mun sinna sambærilegum verkefnum og byggðasamlag um félags- og skólaþjónustu. Sveitarstjórn leggur áherslu á að sameinað sveitarfélag taki yfir verkefni byggðasamlagsins sem fyrst og að byggðasamlagi um félags- og skólaþjónustu verði sagt upp í síðasta lagi í lok árs 2022.
Borin var upp tillaga þess efnis að Blönduósbær segi upp aðild að Byggðarsamlagi um menningar- og atvinnumál í A-Hún og samstarfinu verði slitið.
Tillaga samþykkt með 7 atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 17:40.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.