Dagskrá
1.Umsagnarbeiðni - Rekstrarleyfi
2204001
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir afgreiðslu á meðfylgjandi umsagnarbeiðni frá Örvari ehf. um rekstrarleyfi til veitingu veitinga, flokkur II, A veitingahús að Húnabraut 4.
Byggðaráð samþykkir rekstrarleyfið fyrir sitt leyti án nokkurra athugasemda.
2.Römpum upp Ísland
2204002
Römpum upp Ísland er verkefni með það að markmiði að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Stofnunin styrkir einkaaðila til að koma upp römpum eða annars konar lausnum við innganga sína og tryggja þannig að fólk með hreyfihömlun hafi aðgengi að þeirri þjónustu sem þar stendur til boða.
Byggðaráð fagnar þessu átaki á landsvísu og vísar mögulegri þátttöku til framkvæmdasviðs sameinaðs sveitarfélags varðandi bætt aðgengi hjá sveitarfélaginu.
3.Styrkumsókn frá Íslandsdeild Transparency International
2204004
Styrkbeiðni til að tryggja rekstrargrundvöll Íslandsdeildar Transparency International.
Byggðaráð getur ekki orðið við ofangreindri styrkbeiðni að þessu sinni.
4.Styrktarsjóður EBÍ 2022
2204005
Styrktarsjóður EBÍ var stofnaður árið 1996 og er tilgangur sjóðsins að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum.
Sveitarfélaginu er boðið að senda inn umsókn um stuðning við verkefni sem fellur undir reglur sjóðsins sem hægt er að nálgast á heimasíðu félagsins.
Sveitarfélaginu er boðið að senda inn umsókn um stuðning við verkefni sem fellur undir reglur sjóðsins sem hægt er að nálgast á heimasíðu félagsins.
Lagt fram til kynningar, en þar sem Blönduósbær fékk styrk á síðasta ári er sveitarfélagið ekki styrkhæft að þessu sinni, en hvetur nýtt sameiginlegt sveitarfélag til þess að sækja um.
5.Bréf til sveitarstjórna Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps
2204008
Stjórn Ámundakinnar ehf. samþykkti á fundi þann 28. mars sl. að fela framkvæmdastjóra félagsins, Jóhannesi Torfasyni, að bjóða sveitarfélögunum Blönduósbæ og Húnavatnshreppi húsnæðið að Húnabraut 5, til leigu sem stjórnsýsluhús fyrir sameinað sveitarfélag.
Byggðaráð tekur jákvætt í erindið, en vísar afgreiðslu þess til nýrrar sveitarstjórnar.
6.Bókun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar v. samstarfs um málefni fatlaðs fólks á Nl. vestra
2204007
Bókun frá 1009. fundi byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 30. mars 2022 varðandi samstarf um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.
Byggðaráð staðfestir fyrri afgreiðslu sína og sveitarstjórnar um vilja til að taka þátt í samstarfi um málefni fatlaðra, þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag, hvort sem Húnaþing vestra kýs að vera með í nýjum samningi eða ekki.
7.Framkvæmdanefnd Blönduósbæjar - fundargerð 8. fundar
2204009
Fundargerð 8. fundar framkvæmdanefndar Blönduósbæjar frá 30. mars 2022.
Lagt fram til kynningar, en byggðaráð tekur undir með framkvæmdanefnd að huga þarf að stækkun leikskólans en ekki síður að huga að bættri aðstöðu til skemmri tíma með frekari útfærslu á núverandi aðstöðu í leikskóla og fyrir eldri deildir tímabundið í íþróttamiðstöð.
8.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 908. fundar stjórnar
2204003
Fundargerð 908. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. mars 2022.
Lagt fram til kynningar.
9.SSNV - fundargerð 75. fundar stjórnar
2204006
Fundargerð 75. fundar stjórnar SSNV frá 22. mars 2022.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:45.