Dagskrá
1.Undirbúningsstjórn
2202024
Varðar úrslit kosninga um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps og skipun undirbúningsstjórnar.
2.Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið - Úthlutun byggðakvóta 2021 - 2022 - sérreglur
2112024
Sveitarstjóri kynnir drög að sérreglum vegna úthlutunar byggðakvóta 2021 - 2022.
Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri fór yfir sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta 2021-2022.
Að loknum umræðum um reglurnar voru þær bornar upp og samþykktar með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um reglurnar voru þær bornar upp og samþykktar með 7 atkvæðum samhljóða.
3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 210
2202004F
Fundargerð 210. fundar byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 104. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 3.3, 3.5 og 3.6 þarfnst sérstakrar afgreiðslu.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 210 Undir þessum lið á fundinum voru Zophonías Ari Lárusson, formaður framkvæmdanefndar, Anna Margret Sigurðardóttir nefndarmaður í framkvæmdanefnd og Þorgils Magnússon, skipulags- og byggingafulltrúi. Farið var yfir þær fjárfestingar sem enduðu inní framkvæmdaáætlun 2022, samkvæmt tillögum byggðaráðs og staðfestingu sveitarstjórnar. Skipulags- og byggingafulltrúi fór yfir stöðu mála og sveitarstjóri fór yfir ýmiss framkvæmdamál sem þyrfti að huga að, og undirbúa frekar. Að lokinni yfirferð yfir stöðuna var ákveðið að hafa annan vinnufund fljótlega.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 210 Byggðaráð Blönduósbæjar fagnar þeirri afgerandi niðurstöðu sem nú liggur fyrir eftir íbúakosningu um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, og þakkar fyrir mikla vinnu bæði ráðgjafa og samstarfsnefndar við undirbúning kosninganna. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðaráðs.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 210 Byggðaráð samþykkir tillögu sveitarstjóra um að mæta þessari styrkbeiðni með 6 hálfs árs kortum og 4, 3ja mánaða kortum. Heildarandvirði styrks væri því 230.000 kr., og væri tekin af deild 0682 og lykli 9919 í fjárhagsáætlun. Bókun fundar Þessi liður fundargerðarinnar borinn upp og samþykktur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 210 Byggðaráð þakkar fyrir þarfa brýningu um þörf fyrir byggingu nýs leikskóla eða stækkunar á leikskólanum Barnabæ. Einnig koma fram ábendingar um bætt aðgengi fyrir börn með hreyfihömlun, er varðar hurðaropnun, þröskuld og aðstöðu fyrir viðbótartæki. Sveitarstjóri upplýsti um að hann hefði skoðað aðstöðuna með eftirlitsmanni eigna og er hafin vinna við úrbætur á aðgengi.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 210 Fyrir fundinum er erindi frá stjórn Kirkjugarðs Blönduóss, dagsett 3. febrúar 2022. Fyrirhugaðar framkvæmdir við kirkjugarðinn voru einnig kynntar fyrir byggðaráði á 190. fundi þess þann 26.maí 2021. Byggðaráð samþykkir að endurskoða gjaldtöku vegna þjónustuhúss og felur sveitarstjóra ásamt fjármálastjóra að koma með tillögur til að mæta þeim óskum.
Tillaga um fastan árlegan rekstrarstyrk að upphæð 300.000-, til þess að mæta kostnaði m.a., við rafmagn og fasteignagjöld er vísað til vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs. Bókun fundar Afgreiðsla byggðaráðs samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 210 Reglur til bráðabirgða hafa verið í vinnslu í vetur, og hefur verið horft til annara sveitarfélaga með fyrirmyndir til viðmiðunnar. Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi reglur, ásamt hugmynd af gjaldskrá, og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar. Bókun fundar Reglur um akstursþjónustu eldri borgara samþykktar af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 210 Ekki liggja fyrir tillögur að breytingum á þingfulltrúum SSNV, né vegna samþykkta.
- 3.8 2202017 Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélagaByggðaráð Blönduósbæjar - 210 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 210 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 210 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 210 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 210 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 210 Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:45.
Samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.