Dagskrá
1.Framkvæmdir 2022
2202019
Yfirferð byggðaráðs og framkvæmdanefndar á áætluðum framkvæmdum 2022.
Undir þessum lið á fundinum voru Zophonías Ari Lárusson, formaður framkvæmdanefndar, Anna Margret Sigurðardóttir nefndarmaður í framkvæmdanefnd og Þorgils Magnússon, skipulags- og byggingafulltrúi. Farið var yfir þær fjárfestingar sem enduðu inní framkvæmdaáætlun 2022, samkvæmt tillögum byggðaráðs og staðfestingu sveitarstjórnar. Skipulags- og byggingafulltrúi fór yfir stöðu mála og sveitarstjóri fór yfir ýmiss framkvæmdamál sem þyrfti að huga að, og undirbúa frekar. Að lokinni yfirferð yfir stöðuna var ákveðið að hafa annan vinnufund fljótlega.
2.Sameiningarmál
2106020
Farið yfir niðurstöður kosninga.
Byggðaráð Blönduósbæjar fagnar þeirri afgerandi niðurstöðu sem nú liggur fyrir eftir íbúakosningu um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, og þakkar fyrir mikla vinnu bæði ráðgjafa og samstarfsnefndar við undirbúning kosninganna.
3.Meistaraflokkur Kormáks Hvatar - styrkbeiðni
2202012
Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar óskar eftir styrk frá Blönduósbæ við starf þeirra fyrir árið 2022 í formi 10 aðgangskorta að Íþróttamiðstöð Blönduósbæjar.
Byggðaráð samþykkir tillögu sveitarstjóra um að mæta þessari styrkbeiðni með 6 hálfs árs kortum og 4, 3ja mánaða kortum. Heildarandvirði styrks væri því 230.000 kr., og væri tekin af deild 0682 og lykli 9919 í fjárhagsáætlun.
4.Erindi frá Finnu Birnu Finnsdóttur
2202018
Erindi frá Finnu Birnu Finnsdóttur er varðar byggingu leikskóla Barnabæjar.
Byggðaráð þakkar fyrir þarfa brýningu um þörf fyrir byggingu nýs leikskóla eða stækkunar á leikskólanum Barnabæ. Einnig koma fram ábendingar um bætt aðgengi fyrir börn með hreyfihömlun, er varðar hurðaropnun, þröskuld og aðstöðu fyrir viðbótartæki. Sveitarstjóri upplýsti um að hann hefði skoðað aðstöðuna með eftirlitsmanni eigna og er hafin vinna við úrbætur á aðgengi.
5.Kirkjugarður Blönduóss
2105031
Erindi frestað frá síðasta byggðaráðsfundi.
Fyrir fundinum er erindi frá stjórn Kirkjugarðs Blönduóss, dagsett 3. febrúar 2022. Fyrirhugaðar framkvæmdir við kirkjugarðinn voru einnig kynntar fyrir byggðaráði á 190. fundi þess þann 26.maí 2021. Byggðaráð samþykkir að endurskoða gjaldtöku vegna þjónustuhúss og felur sveitarstjóra ásamt fjármálastjóra að koma með tillögur til að mæta þeim óskum.
Tillaga um fastan árlegan rekstrarstyrk að upphæð 300.000-, til þess að mæta kostnaði m.a., við rafmagn og fasteignagjöld er vísað til vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.
Tillaga um fastan árlegan rekstrarstyrk að upphæð 300.000-, til þess að mæta kostnaði m.a., við rafmagn og fasteignagjöld er vísað til vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.
6.Reglur um akstursþjónustu eldri borgara - 2022
2202020
Reglur til bráðabyrgðar um akstursþjónustu eldri borgara og hugmynd að gjaldskrá.
Reglur til bráðabirgða hafa verið í vinnslu í vetur, og hefur verið horft til annara sveitarfélaga með fyrirmyndir til viðmiðunnar. Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi reglur, ásamt hugmynd af gjaldskrá, og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.
7.SSNV - Ársþing 2022
2202015
SSNV óskar eftir tilnefningu þingfulltrúa á 30. ársþing SSNV sem haldið verður 1. apríl nk. og skulu sveitarfélög senda inn nöfn þingfulltrúa fyrir 1. mars ár hvert ef einhverjar breytingar hafa orðið á fulltrúum. Einnig þurfa tillögur til breytinga á samþykktum og þingsköpum að vera sendar stjórn a.m.k. þremur vikum fyrir ársþing.
Ekki liggja fyrir tillögur að breytingum á þingfulltrúum SSNV, né vegna samþykkta.
8.Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
2202017
Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga hefur skipað kjörnefnd til undirbúnings kjörs stjórnar og varastjórnar á aðalfundi sjóðsins. Kjörnefnd óskar eftir að tilnefningar og/eða framboð séu send í síðsta lagi á hádegi miðvikudaginn 9. mars nk.
Lagt fram til kynningar.
9.Auglýsing um ákvörðun innviðaráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga
2202016
Til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga vegna farsóttar af völdum COVID-19 hefur innviðaráðherra tekið svofellda ákvörðun að öllum sveitarstjórnum er heimilt að taka ákvarðanir sem fela í sér tímabundin frávik frá ákvæðum samþykkta þeirra um stjórn sveitarfélaga, sem mæla fyrir framkvæmd fjarfunda, sbr. 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga. Er sveitarstjórnum heimilt að taka þessar ákvarðanir á fundi þar sem allir fundarmenn taka þátt í fundinum með rafrænum hætti.
Heimild þessi öðlast þegar gildi og gildir til 31. mars 2022.
Heimild þessi öðlast þegar gildi og gildir til 31. mars 2022.
Lagt fram til kynningar.
10.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 441. fundar stjórnar
2202014
Fundargerð 441. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 21. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.
11.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 906. fundar stjórnar
2202013
Fundargerð 906. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.
12.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 442. fundar stjórnar
2202022
Fundargerð 442. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 18. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.
13.Hafnasamband Íslands - Ársreikningur 2021
2202023
Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:45.