102. fundur 11. janúar 2022 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson 1. varaforseti
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson varamaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá

1.Lántaka 2022

2201002

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 130.000.000- kr. til allt að 34 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið meðal annars til þess að ljúka við byggingu verknámsdeildar grunnskóla sveitarfélagsins, auk fjárfestinga í fjárhagsáætlun 2022, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Valdimari O. Hermannssyni, sveitarstjóra, kt. 110660-3599, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Blönduósbæjar, að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 207

2112005F

Fundargerð 207. fundar byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 102. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2.1, 2.2, 2.4 og 2.5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 207 Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð í fasteignina Skúlabraut 23, að upphæð kr 29,5 mkr., sem er með eðlilegum 30 daga fyrirvara um fjármögnun. Þá var einnig umræða um mögulega sölu á fleiri eignum á árinu, í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2022, og hvenær og hvernig það yrði unnið. Samþykkt að auglýsa til sölu íbúð í Hnjúkabyggð 27., sem nú er laus. Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 6 atkvæðum (GHJ, ZAL, HBG, AMS, GTH, JÖS).

    SÞJ sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 207 Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi húsaleigusamnning um tímabundna aðstöðu fyrir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Skjólið, að Húnabraut 5 efri hæð, á meðan framkvæmdir eru á núverandi húsnæði, sem eru glugggaskipti á norðurhlið og aðrar lagfæringar. Bókun fundar Afgreiðsla Byggðaráðs staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 207 Byggðakvóti fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 til Blönduósbæjar er 19 þoskígildistonn sem er 4 tonnum meira er fyrir fiskveiðiárið 2020/2021, en mun lægra en verið hefur áður. Byggðaráð felur sveitarstjóra að andmæla formlega þessari þróun og fara yfir þær sérreglur sem gilt hafa um byggðakvóta sveitarfélagsins fyrir 21. janúar 2022, og senda á ráðuneytið.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 207 HBG vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
    Byggðaráð tekur jákvætt í erindið, en frestar afgreiðslu þess, og felur sveitarstjóra að leggja tillögu um útfærslu fyrir næsta fund sveitarstjórnar, eftir viðræður við Björgunarfélagið Blöndu um mögulega tilhögun á styrk sem myndi nýtast báðum aðilum.
    Bókun fundar HBG vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

    Fram kom tillaga um að styrkja Björgunarfélagið Blöndu um kr. 5.600.000 sem eru samsvarandi þeim tekjum sem rennna til sveitarfélagsins vegna gatnagerðar- og tengigjalda af þeim hluta fasteignarinnar sem björgunarfélagið hefur fest kaup á.
    Styrknum vísað til viðauka 1 við fjárhagsáætlun.

    Samþykkt með 5 atkvæðum (GHJ, ZAL, GTH, JÖS).
    SÞJ og AMS sátu hjá við afgreiðslu málsins.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 207 Tekið til afgreiðslu mál um sameiningu á lóðunum Norðurlandsvegur 3 og 3b sem vísað var til byggðaráðs á síðasta fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðanefndar Blönduósbæjar. Um er að ræða stækkun á sameinaðri lóðinni um aðkomu sem er að lóð Norðurlandsvegar 3b í dag. Meðfylgjandi er umsókn og tillögu-uppdráttur gerður af G.Oddi Víðissyni Arkitekt. Byggðaráð samþykkir stækkun og sameiningu þessara lóða á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum samhljóða sameiningu lóðanna Norðurlandsvegar 3 og Norðurlandsvegar 3b. Þá samþykkir sveitarstjórn jafnframt stækkun lóðarinnar gegn því að göngu- og hjólaleið frá Melabraut og á milli lóða verði tryggð á nýrri lóð.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 207 Lagt fram til kynnningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 207 Lagt fram til kynnningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 207 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 207 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 207 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 207 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 207 Sveitarstjóri gerði grein fyrir nokkrum starfsmannamálum sem verið hafa til meðferðar hjá sveitarfélaginu og þeim skipulagsbreytingum sem unnið hefur verið að á skrifstofu.
    Fært í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?