207. fundur 06. janúar 2022 kl. 12:00 - 13:10 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varamaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Blönduósbær - Sala eigna

2009034

Sveitarstjóri fer yfir stöðu á sölu eigna í sveitarfélaginu.
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð í fasteignina Skúlabraut 23, að upphæð kr 29,5 mkr., sem er með eðlilegum 30 daga fyrirvara um fjármögnun. Þá var einnig umræða um mögulega sölu á fleiri eignum á árinu, í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2022, og hvenær og hvernig það yrði unnið. Samþykkt að auglýsa til sölu íbúð í Hnjúkabyggð 27., sem nú er laus.

2.Húsaleigusamningur vegna Skjólsins

2112018

Sveitarstjóri kynnir nýjan húsaleigusamning milli Blönduósbæjar og Ámundakinnar ehf. vegna leigu á Húnabraut 5 fyrir starfsemi Skjólsins.
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi húsaleigusamnning um tímabundna aðstöðu fyrir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Skjólið, að Húnabraut 5 efri hæð, á meðan framkvæmdir eru á núverandi húsnæði, sem eru glugggaskipti á norðurhlið og aðrar lagfæringar.

3.Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið - Úthlutun byggðakvóta 2021 - 2022

2112024

Erindi frá Atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu er varðar úthlutun byggðakvóta 2021/2022.
Byggðakvóti fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 til Blönduósbæjar er 19 þoskígildistonn sem er 4 tonnum meira er fyrir fiskveiðiárið 2020/2021, en mun lægra en verið hefur áður. Byggðaráð felur sveitarstjóra að andmæla formlega þessari þróun og fara yfir þær sérreglur sem gilt hafa um byggðakvóta sveitarfélagsins fyrir 21. janúar 2022, og senda á ráðuneytið.

4.Björgunarfélagið Blanda - Styrkur vegna kaups á nýju húsnæði Bf. Blöndu

2112025

Björgunarfélagið Blanda leitast eftir að Blönduósbær styrki félagið vegna kaupa á nýju húsnæði að Miðholti 1.
HBG vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Byggðaráð tekur jákvætt í erindið, en frestar afgreiðslu þess, og felur sveitarstjóra að leggja tillögu um útfærslu fyrir næsta fund sveitarstjórnar, eftir viðræður við Björgunarfélagið Blöndu um mögulega tilhögun á styrk sem myndi nýtast báðum aðilum.

5.Norðurlandsvegur 3 og 3b Umsókn um sameiningu lóða

2112002

Ósk um stækkun / sameiningu lóða Festi við Norðurlandsveg 3 og 3b.
Tekið til afgreiðslu mál um sameiningu á lóðunum Norðurlandsvegur 3 og 3b sem vísað var til byggðaráðs á síðasta fundi Skipulags-, umhverfis- og umferðanefndar Blönduósbæjar. Um er að ræða stækkun á sameinaðri lóðinni um aðkomu sem er að lóð Norðurlandsvegar 3b í dag. Meðfylgjandi er umsókn og tillögu-uppdráttur gerður af G.Oddi Víðissyni Arkitekt. Byggðaráð samþykkir stækkun og sameiningu þessara lóða á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

6.FNV - Fundargerð skólanefndar

2112019

Fundargerð skólanefndar FNV frá 13. október 2021.
Lagt fram til kynnningar.

7.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 440. fundar stjórnar

2112020

Fundargerð 440. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 3. desember 2021.
Lagt fram til kynnningar.

8.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 904. fundar stjórnar

2112021

Fundargerð 904. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.

9.Samgöngu- og innviðanefnd SSNV - Fundargerð 1. fundar

2112022

Fundargerð 1. fundar Samgöngu- og innviðanefndar SSNV frá 31. ágúst 2021.
Lagt fram til kynningar.

10.Samgöngu- og innviðanefnd SSNV - Fundargerð 2. fundar

2112023

Fundargerð 2. fundar Samgöngu- og innviðanefndar SSNV frá 18. nóvember 2021.
Lagt fram til kynningar.

11.Norðurá bs - Fundargerð 100. fundar stjórnar

2201001

Fundargerð 100. fundar stjórnar Norðurá bs. frá 14. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.

12.Starfsmannamál Blönduósbæjar - Trúnaðarmál

2112026

Sveitarstjóri gerði grein fyrir nokkrum starfsmannamálum sem verið hafa til meðferðar hjá sveitarfélaginu og þeim skipulagsbreytingum sem unnið hefur verið að á skrifstofu.
Fært í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 13:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?