100. fundur 30. nóvember 2021 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Zophonías Ari Lárusson varamaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson 1. varaforseti
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá
Við upphaf fundar óskaði Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar eftir því að 3 málum verði bætt á dagskrá.
Samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 204

2111007F

Fundargerð 204. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 100. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 1.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 204 Sigrún Hauksdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagáætlun 2022. Eftir umræðu og yfirferð þá var fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2022 ásamt þriggja ára áætlun vísað til fyrir umræðu sveitarstjórnar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 204 Sigrún Hauksdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri, kynnti og fór yfir viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2021.

    Helstu breytingar eru eftirfarandi;

    Tekjur:
    -Útsvarstekjur kr. 15.000.000.-
    -Framlög Jöfnunarsjóðs kr. 10.513.000.-
    -Aðrar tekjur kr. 21.553.000.-
    Auknar tekjur samtals: 47.066.000.-

    Gjöld:
    -Annar rekstrarkostnaður kr 24.414.000.-
    Aukin gjöld samtals: kr 24.414.000.-

    Mismunur á tekjum og gjöldum (tekjur umfram gjöld) kr. 22.652.000.-

    Gerð var grein fyrir því hvaða áhrif viðauki 2 hefur á niðurstöðu ársins 2021.



    Bókun fundar Að loknum umræðum um viðaukann var hann borinn upp og samþykktur af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 204 Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirkomulagi akstursþjónustu hjá nokkrum sveitarfélögum, og mismunandi útfærslum á þeim með gjaldtöku að hluta eða ekki.
    Þá voru kynnt vinnudrög að reglum um akstursþjónustu sem unnin hefur verið í samráði við Félagsmálastjóra, en markmiðið er að samræma reglum um akstursþjónustu á svæðinu.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 204 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 204 Lagt fram til kynningar

2.Fjárhagsáætlun 2022 - fyrri umræða

2111019

Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2022 - fyrri umræða
Sigrún Hauksdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri, og Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri kynntu og fóru yfir drög að fjárhagsáætlun Blönduósbæjar 2022, ásamt 3 ára áætlun.

Umræður sköpuðust um fjárhagsáætlunina. Útsvarshlutfall fjárhagsáætlunar er 14,52%.

Sveitarstjórn samþykkir samhjóða að vísa fjárhagsáætlun og 3 ára áætlun Blönduósbæjar til Byggðaráðs til frekari vinnslu.

Sigrún Hauksdóttir vék af fundi kl. 18:45.

3.Skilabréf og álit samstarsnefndar um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps

2111020

Í októbermánuði 2021 samþykktu sveitarstjórnir Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps, að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.
Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 25. nóvember.

Samstarfsnefndin hefur komið saman á 5 bókuðum fundum. Verkefnið byggir á sameiningarviðræðum fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu sem lauk með atkvæðagreiðslu 5. júní 2021. Samstarfsnefnd nýtti þau gögn og gerði nauðsynlegar breytingar m.t.t. breyttra forsendna. Gögnin eru aðgengileg íbúum á vefsíðu verkefnisins og verða þau kynnt íbúum á íbúafundum í aðdraganda atkvæðagreiðslu.

Það er álit Samstarsnefndar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 19. febrúar 2022 í báðum sveitarfélögunum. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir samhljóða að vísa málinu til síðari umræðu sbr. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

4.Byggðaráð Blönduósbæjar - 202

2111004F

Fundargerð 202. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 100. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 202 Farið var yfir stöðuna á vinnu við fjárhagsáætlun 2022, þar með talið ákvarðanir um gjaldskrár, styrki, beiðnir frá deildum, ásamt ýmsum öðrum óskum um breytingar sem hafa áhrif á lokavinnu við fjárhagsáætlun. Þá var rætt um forgangsröðun verkefna í fjárfestingum sem tekið hafa breytingum á milli funda. Mikil umræða varð um hvað væri raunhæft að framkvæma á næsta ári. Lokaákvörðun vísað til næsta fundar bygggðaráðs.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 202 Byggðaráð fagnar vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn Hrútey í Blöndu og felur sveitarstjóra að tilnefna fulltrúa í samráðshóp um verkefnið.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 202 Byggðaráð Blönduósbæjar tekur undir bókun Húnaþings vestra, á 1111. fundi sínum, um Málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, og lýsir yfir þungum áhyggum yfir því hvernig kostnaður í þessum málaflokki hefur þróast. Jafnframt mun fulltrúi sveitarfélagsins vera með í viðræðum við félags- og barnamálaráðherra um þessi mál til þess af ræða þessa stöðu.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 202 Lagt fram til kynningar
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 202 Byggðaráð Blönduósbæjar staðfestir að Norðurá bs komi fram fyrir hönd sveitarfélagsins við gerð nýrrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.

5.Byggðaráð Blönduósbæjar - 203

2111005F

Fundargerð 203. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 100. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 203 Sigrún Hauksdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir stöðuna á vinnu við fjárhagsáætlun fyrir 2022, og kynnti efni í viðauka 2, fyrir árið 2021.Fjárhagsáætlun 2022 mun verða lögð fram til fyrir umræðu þriðjudaginn 30. nóvember, en áður mun byggðaráð þurfa að koma saman til þess að yfirfara fjárhagsáætlunina ásamt viðauka 2.
    Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs fór yfir með byggðaráði uppfærða útgáfu á áætlun um fjárfestingar 2022, eftir endurskoðun frá síðasta fundi.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?