203. fundur 23. nóvember 2021 kl. 16:30 - 19:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varamaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022

2108001

Vinna við fjárhagsáætlun 2022.
Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs og Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri mæta undir þessum lið.
Sigrún Hauksdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri fór yfir stöðuna á vinnu við fjárhagsáætlun fyrir 2022, og kynnti efni í viðauka 2, fyrir árið 2021.Fjárhagsáætlun 2022 mun verða lögð fram til fyrir umræðu þriðjudaginn 30. nóvember, en áður mun byggðaráð þurfa að koma saman til þess að yfirfara fjárhagsáætlunina ásamt viðauka 2.
Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs fór yfir með byggðaráði uppfærða útgáfu á áætlun um fjárfestingar 2022, eftir endurskoðun frá síðasta fundi.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?