Dagskrá
1.Endurskoðun launa kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum Blönduósbæjar
1611018
Frestað erindi frá 92. fundi sveitarstjórnar er varðar tillögu sveitarstjóra um viðmið launa kjörinna fulltrúa
Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri, fór yfir laun kjörinna fulltrúa í samanburði við önnur sveitarfélög og kynnti tillögu sína um endurskoðun þeirra.
Laun kjörinna fulltrúa hafa ekki verið hækkuð frá því í október 2017.
Tillaga sveitarstjóra borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
Laun kjörinna fulltrúa hafa ekki verið hækkuð frá því í október 2017.
Tillaga sveitarstjóra borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 191
2106002F
Fundargerð 191. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 94. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 191 Byggðaráð tekur jákvætt í erindið, og þátttöku í því, með fyrirvara um aðkomu ríkisins, endanlegan byggingakostnað og að kostnaður dreifist á byggingatíma. Erindinu vísað til fjárhagsáætlanagerðar. Sveitarstjóra falið að svara erindinu og reifa þau sjónarmið sem fram komu á fundinum.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 191 Byggðarráð fagnar komu stjórnarmanna Rarik á svæðið til þess að ræða hagsmuni sveitarfélagsins. Bókun fundar Sveitarstjórn fagnar komu stjórnarmanna Rarik á svæðið, og óskar jafnframt eftir því að haldinn verði sérstakur fundur með fulltrúum sveitarfélagsins vegna starfsstöðvar Rarik á Blönduósi.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 191 Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við erindið, með fyrirvara um samþykki annara aðila.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 191 Byggðarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir 2022
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 191 Lagt fram til kynningar
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 191 Byggðaráð felur Guðmundi Hauki að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 191 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 191 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 191 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 191 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 191 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 191 Byggðarráð Blönduósbæjar lýsir vonbrigðum sínum yfir þeirri niðurstöðu sem varð í íbúakosningu um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu þar sem sameining var felld í tveimur sveitarfélögum en samþykkt í öðrum tveimur. Samt sem áður gleðst byggðarráð yfir afgerandi niðurstöðu kosningar í Blönduósbæ sem sýnir samstöðu íbúa til framþróunnar. Mikilvægt er að nýta þá miklu vinnu sem unnin hefur verið að undanförnu, til þess að þróa samfélagið áfram. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun Byggðaráðs og hvetur til viðræðna hið fyrsta um sameiningu þeirra tveggja sveitarfélaga sem samþykktu sameiningu í íbúakosningu.
3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 192
2106003F
Fundargerð 192. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 94. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Blönduósbæjar - 192 Ágúst Þór Bragason mætti undir þessum lið og fór yfir stöðu
framkvæmda og þau gögn sem send höfðu verið út fyrir fundinn.
* Yfirlit yfir framkvæmdir ársins og það sem bæst hefur við.
* Farið yfir stöðuna á framkvæmdum við Blönduskóla, það sem búið er að framkvæma og það sem nú er í vinnslu og er framundan.
* Þá var farið yfir búnaðarlista fyrir verknámsdeildina og að hvaða leyti hann væri inná fjárhagsáætlun eða væri fjármagnaður.
* Rætt um þá rýnivinnu sem unnin hefur verið við stækkun leikskólans og hvernig þeirri vinnu yrði haldið áfram.
* Farið yfir þær hugmyndir sem kynntar hafa verið um breytingar á Félagsheimilinu í því plássi sem nú er undir Skjólið sem fellst í klæðningu á norðurvegg og endurnýjun á gluggum.
* Ákveðið að fara í framkvæmdir við endurnýjun á vatnslögn til Enni með tilfærslu fjármagns úr öðru verkefni.
* Vinna hafin við undirbúning á gatnagerð og lagnir fyrir framkvæmdir við Miðholtið og Ægisbraut.
* Framkvæmdir við Hrútey er á áætlun en næst er að hífa brú á nýja stöpla en stefnt er að því að því verði lokið fyrir lok júní.
* Rætt almennt um stöðuna og tekin verði saman fyrir næsta fund áætlun um viðbótarkostnað vegna framkvæmda og hvernig það verður fjármagnað.
* Þá var rætt um að samræma beiðnir um verk og skráningu þeirra.
Verkefni og skipulag nýrrar framkvæmanefndar: Eftir umræðu þá var þá var ákveðið að nefndin verði til samráðs við allar helstu framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins og vinni með eigna- og framkvæmdasviði fyrir hönd byggðaráðs og sveitarstjórnar. Sveitarstjóri vinni erindisbréf fyrir nefndina og boði til fyrsta fundar. Formaður nefndarinnar verður Zophonías Ari Lárusson. -
Byggðaráð Blönduósbæjar - 192 Vegurinn verður heflaður á næstunni en frekari viðgerðir verða síðar.
4.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 74
2106005F
Fundargerð 74. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 94. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Að loknum umræðum um fundargerðina voru liðir 1-4 bornir upp og staðfestir af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða. Liður 5 er ekki borinn upp þar sem honum var vísað aftur til nefndar til frekari úrvinnslu.
Að loknum umræðum um fundargerðina voru liðir 1-4 bornir upp og staðfestir af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða. Liður 5 er ekki borinn upp þar sem honum var vísað aftur til nefndar til frekari úrvinnslu.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 74 Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Blönduósbæjar. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdarleyfi þegar öll gögn liggja fyrir.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 74 Nefndin samþykkir skiltin
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 74 Nefndin vill taka til skoðunar skipulagsmál m.a. til að skoða næstu uppbyggingarkosti fyrir mismunandi starfssemi svo sem íbúðarbyggð, athafnasvæði, frístundabyggð og skógrækt umhverfis þéttbýlið.
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 74
-
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 74 Zophanías Ari vék af fundi undir þessum lið. Tillaga lögð fram um að samþykkja erindið. Samþykkt með 2 atkvæðum(ABF, SÞJ), 1 greiddi atkvæði gegn tillögunni(JÖS)og 1 sat hjá (AMS) Bókun fundar Guðmundur Haukur Jakobsson vék af fundi undir þessum lið.
Gunnar Tryggvi Halldórsson bar fram eftirfarandi tillögu:
"Þar sem ég tel ljóst af gögnum málsins að um tvíþætt erindi sé að ræða, annars vegar umsókn um byggingarleyfi og breytingu á deiliskipulagi hins vegar þá legg ég til að erindinu verði vísað aftur til Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar til frekari úrvinnslu."
Tillagan borin upp og samþykkt með 3 atkvæðum (AMS, JÖS, GTH), einn greiddi atkvæði gegn tillögunni (SÞJ) tveir sátu hjá (HBG, ABF)
5.Brunavarnir Austur - Húnvetninga
2001022
Fundargerð Byggðasamlags um Brunavarnir í A-Hún frá 15.6.2021 lögð fram til staðfestingar á 94. fundi sveitarstjórnar.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
6.Brunavarnir Austur - Húnvetninga
2001022
Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita Brunavörnum Austur- Húnavatnssýslu, sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Austur- Húnvetninga hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 70.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Austur- Húnvetninga. Sveitarstjórnin veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til þess að klára breytingar og innréttingar á nýrri slökkvistöð BAH., sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu, til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Blönduósbær selji eignarhlut í Brunavörnum A-Hún., til annarra opinberra aðila, skuldbindur Blönduósbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Valdimari O. Hermannssyni, kt: 110660-3599, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Blönduósbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
Samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu, til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Blönduósbær selji eignarhlut í Brunavörnum A-Hún., til annarra opinberra aðila, skuldbindur Blönduósbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Valdimari O. Hermannssyni, kt: 110660-3599, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Blönduósbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.
Samþykkt af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
7.Kosningar samkvæmt samþykktum Blönduósbæjar
1506010
Kosningar samkvæmt samþykktum Blönduósbæjar
Kosningar samkvæmt samþykktum Blönduósbæjar:
a) Kjör forseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um Guðmund Hauk Jakobsson. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
b) Kjör 1. varaforseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um Hjálmar Björn Guðmundsson. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
c) Kjör 2. varaforseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um Önnu Margreti Sigurðardóttur. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
d) Kjör 3 aðalfulltrúa og 3 varafulltrúa í byggðaráð Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem aðalmenn:
Hjálmar Björn Guðmundsson af L-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Sigurgeir Þór Jónasson af L-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Gunnar Tryggvi Halldórsson af Ó-lista,
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem varamenn:
Arnrún Bára Finnsdóttir af L-lista,
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Guðmundur Haukur Jakobsson af L-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
Jón Örn Stefánsson af Ó-lista.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Tillaga kom fram um Sigurgeir Þór Jónasson af L-lista sem formann byggðaráðs.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
Tillaga kom fram um Hjálmar Björn Guðmundsson af L-lista sem varaformann byggðaráðs.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
e)Breytingar á aðalmönnum Menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar
Fram kom tillaga um að í stað Magnúsar Vals Ómarssonar sem aðalmanns af Ó-lista komi Auðunn Steinn Sigurðsson.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
f) Breytingar á Jafnréttisnefnd
Í samræmi við tilkynningu frá Jafnréttisstofu um breytngar á jafnréttislögum eru sérstakar Jafnréttisnefndir lagðar niður og hlutverk hennar færð til Byggðaráðs. Er þetta í samræmi við afgreiðslu frá 185. fundi Byggðaráðs frá 23.3.2021.
a) Kjör forseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um Guðmund Hauk Jakobsson. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
b) Kjör 1. varaforseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um Hjálmar Björn Guðmundsson. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
c) Kjör 2. varaforseta sveitarstjórnar Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um Önnu Margreti Sigurðardóttur. Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
d) Kjör 3 aðalfulltrúa og 3 varafulltrúa í byggðaráð Blönduósbæjar.
Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem aðalmenn:
Hjálmar Björn Guðmundsson af L-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Sigurgeir Þór Jónasson af L-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Gunnar Tryggvi Halldórsson af Ó-lista,
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem varamenn:
Arnrún Bára Finnsdóttir af L-lista,
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Guðmundur Haukur Jakobsson af L-lista
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
Jón Örn Stefánsson af Ó-lista.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
Tillaga kom fram um Sigurgeir Þór Jónasson af L-lista sem formann byggðaráðs.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
Tillaga kom fram um Hjálmar Björn Guðmundsson af L-lista sem varaformann byggðaráðs.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
e)Breytingar á aðalmönnum Menningar-, tómstunda- og íþróttanefndar
Fram kom tillaga um að í stað Magnúsar Vals Ómarssonar sem aðalmanns af Ó-lista komi Auðunn Steinn Sigurðsson.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
f) Breytingar á Jafnréttisnefnd
Í samræmi við tilkynningu frá Jafnréttisstofu um breytngar á jafnréttislögum eru sérstakar Jafnréttisnefndir lagðar niður og hlutverk hennar færð til Byggðaráðs. Er þetta í samræmi við afgreiðslu frá 185. fundi Byggðaráðs frá 23.3.2021.
8.Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar Blönduósbæjar
1506011
Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar
Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri, leggur til að sveitarstjórn fari í sumarleyfi frá 1. júlí 2021 til 17. ágúst 2021.
Sérstakur aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn 29. júní þar sem farið verður yfir stöðu sameiningarmála og byggðasamlaga.
Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
Sérstakur aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn 29. júní þar sem farið verður yfir stöðu sameiningarmála og byggðasamlaga.
Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.
Fundi slitið - kl. 19:30.
Samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.