Dagskrá
1.Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra - ósk um þátttöku
2106012
Erindi frá formanni skólanefndar og skólameistara Fjölbrautarskólans á Norðurlandi vestra þar sem óskað er eftir þátttöku í viðbyggingu við verknámshús Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra
Byggðaráð tekur jákvætt í erindið, og þátttöku í því, með fyrirvara um aðkomu ríkisins, endanlegan byggingakostnað og að kostnaður dreifist á byggingatíma. Erindinu vísað til fjárhagsáætlanagerðar. Sveitarstjóra falið að svara erindinu og reifa þau sjónarmið sem fram komu á fundinum.
2.Rarik - Fyrirhuguð heimsókn
2106003
Stjórn Rarik óskar eftir að hitta fulltrúa sveitarfélaganna í ferð sinni um Norðurland vestra 18-20. ágúst nk.
Byggðarráð fagnar komu stjórnarmanna Rarik á svæðið til þess að ræða hagsmuni sveitarfélagsins.
3.Blöndubyggð 9 - umsögn um rekstrarleyfi
2106007
Með umsókn dags. 12.05.2021 sótti Davíð Kristján Guðmundsson kt. 250383-5419, Blöndubyggð 9, f.h. David The Guide ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki II í 5 smáhýsum að Blöndubyggð 9 540 Blönduósi
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við erindið, með fyrirvara um samþykki annara aðila.
4.Félag atvinnurekenda - Ályktun stjórnar vegna fasteignamats 2022
2106009
Stjórn Félags atvinnurekenda skorar á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2022
Byggðarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir 2022
5.Samband íslenskra sveitarfélaga - Launaþróun sveitarfélaga
2106008
Kynning á minniblaði vegna launaþróunar sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar
6.Ámundarkinn ehf. Fundarboð
2106006
Fundarboð á aðalfund Ámundarkinnar ehf. sem fram fer 11. júní 2021
Byggðaráð felur Guðmundi Hauki að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
7.Fundargerð ársfundar Heimilisiðnaðarsambands Íslands frá 27. maí 2021
2106005
Fundargerð ársfundar Heimilisiðnaðarsafnsins sem fram fór 27. maí 2021
Lagt fram til kynningar.
8.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 435. fundar stjórnar frá 4. júní 2021
2106004
Fundargerð 435. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem fram fór 4. júní 2021
Lagt fram til kynningar.
9.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 898. fundar stjórnar frá 28. maí 2021
2106010
Fundargerð 898. fundar stjórnar frá 28. maí 2021
Lagt fram til kynningar.
10.SSNV - Fundargerð 66. fundar stjórnar frá 4. maí 2021
2106011
Fundargerð 66. fundar stjórnar SSNV frá 4. maí
Lagt fram til kynningar.
11.SSNV - Fundargerð 67. fundar stjórnar frá 3. júní 2021
2106002
Fundargerð 67. fundar stjórnar SSNV frá 3. júní 2021
Lagt fram til kynningar.
12.Húnvetningur - sameiningarmál í Austur-Húnavatnssýslu
2007007
Niðurstaða íbúakosningar um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu
Byggðarráð Blönduósbæjar lýsir vonbrigðum sínum yfir þeirri niðurstöðu sem varð í íbúakosningu um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu þar sem sameining var felld í tveimur sveitarfélögum en samþykkt í öðrum tveimur. Samt sem áður gleðst byggðarráð yfir afgerandi niðurstöðu kosningar í Blönduósbæ sem sýnir samstöðu íbúa til framþróunnar. Mikilvægt er að nýta þá miklu vinnu sem unnin hefur verið að undanförnu, til þess að þróa samfélagið áfram.
Að loknum byggðarráðsfundi mættu eftirfarandi á samráðsfund sveitarstjórnar: Guðmundur Haukur Jakobsson, Gunnar Tr. Halldórsson, Sigurgeir Þór Jónasson, Arnrún Bára Finnsdóttir, Anna Margret Sigurðardóttir, Jón Örn Stefánsson, Hjálmar Björn Guðmundsson og Zophanías Ari Lárusson
Fundi slitið - kl. 17:50.