92. fundur 11. maí 2021 kl. 17:00 - 19:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson 1. varaforseti
  • Anna Margret Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson varamaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Atli Einarsson ritari
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Sigrún Hauksdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson Ritari
Dagskrá
Við upphaf fundar óskað Arnrún Bára Finnsdóttir eftir því að 2 málum verði bætt á dagskrá og verða það mál númer 8 og 9.
Samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

1.Ársreikningur Blönduósbæjar 2020

2105011

Ársreikningur Blönduósbæjar 2020 kynntur og tekinn til fyrri umræðu.
Ársreikningur Blönduósbæjar og undirfyrirtækja fyrir árið 2020 tekinn til fyrri umræðu. Þorsteinn G. Þorsteinsson endurskoðandi hjá KPMG mætti til fundarins og fór yfir samstæðureikning sveitarfélagsins, ásamt sundurliðunarbók og skýrslu um endurskoðun á ársreikningi 2020. Að því loknu svaraði hann fyrirspurnum sveitarstjórnarmanna. Að loknum umræðum þá lagði Arnrún Bára Finnsdóttir fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkir að vísa ársreikningi 2020, fyrir Blönduósbæ og undirfyrirtæki, til síðari umræðu."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða.

Þorsteinn G. Þorsteinsson og Sigrún Hauksdóttir véku af fundi klukkan 18:10.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 188

2104005F

Fundargerð 188. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 92. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2.8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.

3.Byggðaráð Blönduósbæjar - 189

2105002F

Fundargerð 189. fundar Byggðaráðs lögð fram til staðfestingar á 92. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 3.3 og 3.7 þarfnast sérstakrar afgreiðslu.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 189 Ágúst Þór Bragason fór yfir stöðu framkvæmda hjá Blönduósbæ og lagði fram umbeðna verkáætlun framkvæmdasviðs 2021 ásamt fleiri gögnum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 189 Byggðaráð tekur undir þær ábendingar sem fram komu í erindinu og felur sveitarstjóra ásamt forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs að svara erindinu.
    Ágúst Þór vék af fundi 18:10.
    Bókun fundar Fulltrúar sveitarfélagsins hafa ítrekað óskað eftir því að komast framar í framvæmdaröð hjá Mílu og munu halda því áfram. Sveitarstjóra falið að kanna alla möguleika í stöðunni.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 189 Byggðaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 30.000 kr. til þessa verkefnis. Tekið af lið 0589 - 9995. Bókun fundar Afrgreiðsla Byggðaráðs staðfest með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 189 Farið var yfir minnisblöð verkefnastjóra um styttingu vinnuvikunnar og reynslu af fjögurra mánaða reynslutíma.
    Sveitarstjóri leggur til að tilraunin haldi áfram út árið en að endurskoðuð verði þau viðmið sem sett hafa verið.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 189 Þórður Pálsson kemur inn sem aðalmaður í stað Elínar Jónsdóttur fyrir L - listann.
    Lilja Jóhanna Árnadóttir kemur inn sem varamaður í stað Þórðar Pálssonar fyrir L - listann.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 189 Boðað er til aðalfundar Farskólans - miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra í Farskólanum við Faxatorg, mánudaginn 17. maí nk. kl. 14:00. Sveitarstjóri tryggir að mætt verði fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 189 Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Blönduósbæjar, sem byggist á tengingum við þingfararkaup eins og þau eru hverju sinni, hefur ekki verið virkjuð aftur eftir að hún var tekin úr sambandi samkvæmt ákvörðun þáverandi sveitarstjórnar.
    Laun kjörinna fulltrúa hafa því ekki hækkað, eins og önnur laun, frá því í október 2017. Eftir samanburð á launum kjörinna fulltrúa hjá nokkrum samanburðarsveitarfélögum, og samsetningu þeirra, þá leggur sveitarstjóri til að þau hækki frá og með 1. maí 2021 til samræmis við þróun launavísitölu frá síðustu endurskoðun. Fyrir fundinum liggja útreikningar á tillögum um breytingar sem eiga að rúmast innan fjárhagsáætlunar 2021.
    Byggðaráð samþykkir tillögu sveitarstjóra og felur honum jafnframt að vinna að endurskoðun á “Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Blönduósbæjar? og koma með tillögur um viðmið.
    Bókun fundar Afgreiðslu frestað.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 189 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 189 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 189 Lagt fram til kynningar.

4.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 73

2105001F

Fundargerð 73. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 92. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 73 Nefndin samþykkir stofnun lóðarinnar
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 73 Nefndin gerir ekki athugasemd við breytinguna.
  • 4.3 2004017 Gönguleiðir
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 73 Nefndin leggur til að tekið verði upp samtal við hagsmunaaðila um reiðleiðir og göngu- og hjólreiðastíga í og við þéttbýlið á Blönduósi. Skipulagsfulltrúi vinnur áfram að verkefninu ásamt nefndinni.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 73 Nefndin samþykkir byggingaráformin

5.Ungmennaráð Blönduósbæjar - 2

2105003F

Fundargerð 2. fundar Ungmennaráðs lögð fram til staðfestingar á 92. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 7 atkvæðum samhljóða.
  • 5.1 1807023 Kosningar
    Ungmennaráð Blönduósbæjar - 2 Fram kom tillaga um Hörpu Sól Guðmundsdóttir sem formann, Björn Ívar Jónsson sem varaformann og Vilborgu Jóhönnu Líndal sem ritara.

    Harpa Sól Guðmundsdóttir var kjörin formaður með fjórum atkvæðum samhljóða.
    Björn Ívar Jónsson var kjörinn varaformaður með fjórum atkvæðum samhljóða.
    Vilborg Jóhanna Líndal var kjörin ritari með fjórum atkvæðum samhljóða.
  • 5.2 2005008 Samþykktir Ungmennaráðs Blönduósbæjar
    Ungmennaráð Blönduósbæjar - 2 Arnrún Bára Finnsdóttir fór yfir samþykktir fyrir Ungmennaráð Blönduósbæjar.
  • 5.3 1901018 Húnavaka
    Ungmennaráð Blönduósbæjar - 2 Ungmennaráðið ræddi bæjarhátíð Blönduósbæjar, Húnavöku og fór yfir hvað ráðið vill sjá á hátíðinni fyrir ungmenni á sínum aldri. Ungmennaráðið er fullt af áhuga og hafði margar góðar hugmyndir varðandi hátíðina.
  • 5.4 2105008 Ábendingar frá Ungmennaráði til sveitarstórnar
    Ungmennaráð Blönduósbæjar - 2 Ungmennaráð vill hvetja sveitarstjórn til þess að gera úrbætur á húsnæði Skjólsins hið fyrsta. Aðstöðu og ástandi er verulega ábótavant og vill Ungmennaráð vekja athygli á því að ástand húsnæðisins er ekki boðlegt lengur auk þess sem að hjólastólaaðgengi er ekki til staðar.

    Ungmennaráð vill endilega koma því á framfæri við sveitarstjórn Blönduósbæjar að ekki eru nægilega margar ruslatunnur innan sveitarfélagsins. Ungmennaráð vonar að sveitarstjórn bæti úr þessu og fjölgi ruslatunnum innan bæjarins.
    Bókun fundar Sveitarstjórn tekur jákvætt í ábendingarnar og þakkar fyrir. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

6.Arion banki

2102012

Í ljósi lokunar Arion banka á bankaútibúi á Blönduósi bókar sveitarstjórn eftirfarandi.
Sveitarstjórn Blönduósbæjar ítrekar mikil vonbrigði sín vegna lokunnar Arion banka á bankaútibúi á Blönduósi, 5. maí 2021, með tilheyrandi þjónustuskerðingu fyrir íbúa, fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu.

Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga við aðra fjármálastofnun um viðskipti sveitarfélagsins, á grundvelli þeirra viðræðna sem þegar hafa farið fram og kynnt var á fundinum.

Samningur eða yfirlýsing þess efnis verði lagður fyrir byggðaráð og staðfest á fundi sveitarstjórnar eins fljótt og við verður komið.

7.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Skýrsla sveitarstjóra um ýmis mál er varðar sveitarfélagið.
Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri fór yfir stöðu mála í sveitarfélaginu. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins. Lagt fram til kynningar.

8.Viðmiðunardagur kjörskrár vegna sameiningakosninga og bókun

2105023

Viðmiðunardagur kjörskrár fyrir komandi sameiningarkosningar í Austur-Húnavatnssýslu er 15. maí næstkomandi. Sveitarstjórn Blönduósbæjar veitir byggðaráði fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta kjörská og gera á henni breytingar þyki ástæða til.

9.Umhverfisakademía að Húnavöllum - Skýrsla starfshópa

2105024

Fyrir fundinum liggur skýrsla starfshóps, frá apríl 2021, vegna undirbúnings kosningar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í A-Hún.

Sveitarstjórn Blönduósbæjar tekur jákvætt í að gerast stofnaðili að Umhverfisakademíu að Húnavöllum, komi til sameiningar sveitarfélaganna.

Fundi slitið - kl. 19:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?